Vinnan - 01.05.1984, Síða 28
en um borð í þeim störfuðu þetta 18 til
35 manns. Þegar skúturnar sigldu með
aflann voru bara 6—7 manns um borð,
þannig að marga vantaði vinnu inn á
milli. Þegar við fengum síðan fleiri tog-
ara og snurvoðsbáta eftir stríð, þá
hurfu margir heim aftur til starfa. Fær-
eyingum líkaði yfirleitt mjög vel að
starfa hér, enda eru við ein og sama
þjóðin í raun og veru. Nú er aftur á móti
mikill munur á launum í Færeyjum og
hér - verkamannalaun eru um 56
krónur færeyskar á tímann, sem þýðir
um 168 krónur íslenskar. Þegar ég
skoða varning hér í búðunum sé ég að
margt er jafndýrt og heima, og svo er
margt ódýrara heima enda þótt launa-
mismunur sé þetta mikill.
- Eruð þið þá með lakara trygginga-
kerfi en við?
— Tryggingamálin eru í sæmilegu lagi
hjá okkur. Eftirlaun eru ekki mikil, en
fólk getur samt vel lifað af þeim. Slysa-
trygging er þannig að atvinnurekandi
greiðir kaup fyrstu tvo dagana en síðan
taka almannatryggingar við og greiða
kaup í 14 daga sem svarar til 90% af
meðaltalslaunum síðustu fimm vikna
sem maðurinn var í starfi. I flestum
félögum er greitt úr sjúkrasjóði þau
10% sem á vantar til að viðkomandi
haldi fullum launum.
- Er kostnaður við húsbyggingar
svipaður og hér?
— Já, líklega, því íbúð af venjulegri
stærð kostar um hálfa miljón færeyskar
krónur og það er fremur auðvelt að fá
lán til húsbygginga. Það er talsvert
mikið fé í umferð í Færeyjum og mér
sýnist margir Færeyingar vel fjáðir.
— Greiða Danir mikið til sameigin-
legra þarfa ykkar?
- Þeir greiða hluta af launum lækna
og heilsugæslukostnaði, og þeir em-
bættismenn sem eru á vegum danska
ríkisins þiggja laun frá þeim. Skóla-
kerfið er nú rekið alfarið af okkur og
einnig dómskerfið.
— Sækja færeysk ungmenni eftir áð
komast burtu frá Færeyjum til náms og
starfa?
— Ekki nema í eðlilegum mæli, því
enn er nóg að starfa fyrir þá sem sækja
æðri menntun til annarra landa og því
sækja flestir heim aftur að loknu námi.
- Hvenær kemstu á eftirlaun?
— Eg held að ég megi hætta að vinna
66 ára, en ég vonast til að geta starfað
sem lengst.
S.J.
Þráinn Hallgrímsson
36 ára
stúdent frá MR1968
próf í ensku, frönsku og
norsku frá Háskóla íslands
1973, spænskunám á Spáni
sumrin 1975 og 1976.
Kennari við Menntaskól-
ann á ísafirði 1973-1980.
Blaðamaður við Alþýðu-
blaðið 1980-1983.
Sjaldan lært eins mikið
á jafn stuttum tíma
Ég hef sjaldan lært eins mikið á jafn stuttum tíma. Þá góðu
einkunn fékk Félagsmálaskóli alþýðu hjá Þráni Hallgríms-
syni, nýráðnum fræðslufulltrúa MFA. En Þráinn hóf starf
sitt með því að sitja sem nemandi á 1. önn skólans í
Ölfusborgum nú fyrir skömmu.
- Ég hélt satt að segja að ég ætti ekki
svona mikið eftir ólært á þessum
vettvangi, segir Þráinn, sem hefur að
baki sér töluverða reynslu í félagsmál-
um. Hann átti m. a. sæti í Félagsmála-
ráði Isafjarðar í mörg ár og var for-
maður þess í eitt ár.
Þráinn mun m. a. starfa sem einn af
námsstjórum Félagsmálaskólans.
— Það er geysilegur kraftur í þessum
skóla og hann á að mínu mati erindi til
mun stærri hóps en þess sem nú fær að
njóta hans.
Ég er viss um að stórir hópar í þjóð-
félaginu hefðu bæði gagn og gaman af
að njóta námsefnisins.
Eitt fyrsta verkefni Þráins verður að
taka þátt í endurskipulagningu og end-
urskoðun Félagsmálaskólans, en í vor
mun MFA vinna að því að endurskoða,
breyta og bæta skólann, námsefnið,
fyrirkomulag kennslunnar o. fl.
- Ég vona bara að þar verði hægt að
notfæra sér starfsreynslu mína sem
kennara, segir Þráinn, sem auk kennsl-
unnar við Menntaskólann á ísafirði
hefur unnið við bæði gagnfræðaskóla
og kvöldskóla.
Þráinn mun einnig vinna við útgáfu-
starfsemi á vegum MFA og eitt fyrsta
verkefnið mun verða kynningarbækl-
ingur um félagsmálaskólann.
En hvernig er þá að koma úr
menntaheiminum og beint inn í verka-
Iýðshreyfinguna og baráttu hennar?
spyr kannski einhver.
Þráinn hefur litlar áhyggjur af því.
— Ég þekki vel til starfa verkafólks af
eigin raun. Öll mín námsár vann ég á
sumrin alla algenga verkamannavinnu.
Ég vann m. a. sem gröfumaður við
gatnagerð, ég vann við ketilhreinsun
hjá Togaraútgerðinni og uppskipun og
fiskvinnslu hjá Bæjarútgerðinni.
Ég álít heldur ekki að menntamenn
séu á neinum sérstökum bás í íslensku
þjóðfélagi. Það eru langtum fleiri atriði
sem verkamenn og menntamenn geta
sameinast um en sem aðgreina þá.
Markmiðið hlýtur alltaf að vera að fá
sem hæfastan mann í hverja stöðu, hver
svo sem menntun hans er. Áhugi og
reynsla eru ekki síður gott veganesti en
góð menntun. - Ég vona bara að ég geti
orðið að sem bestu liði innan MFA og
að menntun mín og starfsreynsla megi
koma að sem bestum notum í starfinu,
sem mér finnst bæði mjög spennandi og
áhugavert.
G.R.
28 VINNAN