Vinnan - 01.05.1984, Blaðsíða 39

Vinnan - 01.05.1984, Blaðsíða 39
114 nýir áskrifendur frá BRYNJU Þingeyri Hvert verkalýðsfélagið á fætur öðru bætist nú í hóp þeirra, sem hafa ákveðið að senda öllum félags- mönnum sínum VINNUNA á heimilisfang. Nú í maíbyrjun kom áskrifendalisti með 114 nöfnum frá BRYNJU á Þingeyri. Við hljótum að þakka hinn stór- aukna áhuga, sem félagsmenn innan ASÍ hafa sýnt VINNUNNI að und- anförnu, og heitum því að mæta þessum velvilja og áhuga með stöð- ugt betra og frísklegra blaði. Mikil aðsókn að félagsmála- skólanum Mjög mikil aðsókn hefur verið að Fé- lagsmálaskóla alþýðu eftir áramótin. Haldnar voru þrjár annir, 1., 2. og 3. önn, og var mjög góð þátttaka í þeim öllum. Kennslan fór fram í Ölfusborgum, en þátttakendur voru víðsvegar að af landinu. Næstu annir verða haldnar í október og nóvember í haust. Nú stendur yfir í Listasafni alþýðu sýn- ing á verkum 23 félagsmanna innan raða byggingariðnaðarmanna og málm- iðnaðarmanna. Á sýningunni, sem lýk- ur 27. maí, eru sýndir smíðisgripir og verk sem erfiðisvinnufólk hefur unnið að í sínum takmörkuðu frístundum. Ber að fagna þessu framtaki Listasafns alþýðu. Myndin sýnir hluta þeirra sem verk eiga á sýningunni. Eftirmenntunarnefnd rafiðnar ásamt framkvæmdastjórum dönsku og íslensku eftirmenntunar- nefndanna, talið frá vinstri: Hannes Vigfússon, formaður FLRR, Gunnar Bachmann, kennari, Arne Nielsen, framkvæmdastjóri EFU, Árni Brynjólfsson framkvæmdastjóri LÍR, Magnús Geirs- son, formaður RSI og Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri ER. Endurmenntun rafiðna á 10 ára starf að baki Eftirmenntun rafiðna hefur starfað af miklum þrótti á und- anförnum árum. í tilefni af 10 ára starfi ER var um miðjan apríl efnt til sýningar á kennslu- tækjum og starfsemin kynnt í fé- lagsmiðstöð rafiðnaðarmanna að Háaleitisbraut 68. Sýningin er haldin í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá því að Eftirmenntun raf- iðna var formlega sett á laggirnar í kjölfar samninga Landssambands ís- lenskra rafvirkja og Rafiðnaðarsam- bands íslands í febrúar 1974. Ríkis- sjóður styrkti þessa starfsemi fyrstu fjögur árin, en frá og með árinu 1979 var starfsemin rekin með stóru fram- lagi frá rafverktökum, auk þess sem samtök rafvirkja hafa styrkt starfsem- ina með verulegum fjárhæðum. í fyrra skiptist kostnaðurinn þannig að Eftir- menntunarsjóður greiddi 70% kostn- aðar, Samtök rafvirkja 10% og nám- skeiðsgjöld námu 20% kostnaðar. Námskeiðin hafa verið 18-24 talsins ár hvert og þátttaka starfandi rafvirkja verið á bilinu 19-25% miðað við heild- arfjölda þeirra. Þátttaka hefur alltaf farið fram úr björtustu vonum, og flest námskeiðin verið fullbókuð langt fram í tímann. VINNAN 39

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.