Vinnan - 01.03.1995, Page 7
Formenn landssambanda innan ASI áfundi með Davíð Oddssyni forsœtisráðherra um sameiginlegar kröfur verkalýðshreyfingarinnar á hendur
stjórnvöldum. Frá vinstri: Grétar Þorsteinsson,formaður Samiðnar, Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Islands, Ingibjörg
R. Guðmundsdóttir, formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna og fyrsti varaforseti ASI, Benedikt Davíðsson.forseti ASI, og Davíð
Oddsson forsœtisráðherra.
finna leiðir til að lækka vöru-
verð á landsbyggðinni.
Verk- og starfsmennt-
un, húsnæðismál
ASÍ krafðist þess af stjórn-
völdum að fé yrði lagt í nýjar
verk- og starfsmenntabrautir i
framhaldsskólastigi. Ríkis-
stjórnin lofaði að beita sér fyr-
ir því að framhaldsskólafrum-
varp yrði samþykkt á Alþingi
fyrir þinglok og samkvæmt
yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
ættu þau lög að skapa nýjar
forsendur til margvíslegra
breytinga á verk- og starfs-
menntun.
Einnig er lofað að unnið
verði að úrbótum í málum
fólks í atvinnuleit með virkum
aðgerðum á sviði verkmennt-
unar og starfsþjálfunar. A
þessu ári verður 15 milljónum
króna viðbótarframlagi ráð-
stafað sérstaklega til þessara
mála.
í yfirlýsingu um húsnæðis-
mál kemur fram að á næstunni
verður lokið við að kanna um-
fang á greiðsluvanda heimil-
anna. Einnig að stefnt sé að
því að fjölga greiðsludögum
vaxtabóta og að greiðslur geti
jafnvel gengið upp í afborgan-
ir lána hjá Húsnæðisstofnun.
Þá ætlar ríkisstjórnin að beita
sér fyrir því að bankastofnanir
og lífeyrissjóðir taki á við að
skuldbreyta lánum, að ráðgjaf-
arþjónusta Húsnæðisstofnunar
verði aukin og frumkvæði
hennar að ráðgjöf gagnvart
einstaklingum verði eflt.
Fallið er frá því að taka
fulltrúa verkalýðshreyfingar-
innar úr húsnæðisnefndum
sveitarfélaga eins og áformað
var í frumvarpi sem þegar hef-
ur verið lagt fyrir Alþingi. Á-
kveðið hefur verið að lækka
afskriftir í félagslega íbúða-
kerfinu úr 1,5% í eitt prósent,
auk þess sem félagsmálaráð-
herra hefur tilkynnt áform um
að þrengja verulega skilyrði
fyrir því að vextir geti hækk-
að.
Ríkisstjórnin hyggst undir-
búa í samráði við aðila vinnu-
markaðarins aðgerðir sem tak-
marki svonefnda gerviverk-
töku og tryggi réttindi laun-
þega. Allt að þremur milljón-
um króna verður varið
til að tryggja að fram-
hald verði á verkefnum
sem ætlað er að gera
tillögur um aðgerðir til
að draga úr launamun
karla og kvenna. Að
kröfu atvinnurekenda
verður búin til sérdeild
í Árbyrgðarsjóði launa
fyrir fyrirtæki innan
VSÍ og VMS.
Loks lofar ríkis-
stjórnin því, að
tengslum við fastráðn-
ingarsamninga fisk-
vinnslufólks verði lög-
um um atvinnuleysistrygging-
ar breytt í því skyni að fast-
ráðning þess verði möguleg.
Um þetta var einnig gefin yf-
irlýsing með samkomulagi
Verkamannasambands Islands
og samtaka atvinnurekenda
um fastráðningarsamninga.
Opið alla daga nema sunnudaga
Bón- og þvottastöðin ?
Sigtúni 3, sími 551 4820
y