Stefnir - 01.05.1962, Side 5

Stefnir - 01.05.1962, Side 5
VÍÐSJÁ Laugardag og sunnudag þriðja og fjórða marz s.l. efndi Samband ungra Sjálfstæðismanna til námskeiðs í Borgarnesi um sveitarstjórnarmál og voru ræðumenn valdir úr hópi þeirra manna, sem eru í forystuliði flokksins í nokkrum bæjar- og sveitarstjórnum, en þeir eru: borgar- stjórinn í Reykjavík, Geir Hallgrímsson, bæjar- stjórinn í Keflavík, Alfreð Gíslason, bæjar- stjórinn í Vestmannaeyjum, Guðlaugur Gísla- son, Jónas G. Rafnar, bæjarfulltrúi á Akur- eyri og Ásgeir Pérursson, sýslumaður Mýra- sýslu. Eftir lok þessarar ráðstefnu, sem þótti takast með miklum ágætum og var þátttak- endum til mikils gagns og ánægju þótti stjórn S.U.S. og ritstjóra Stefnis rík ástæða til að gefa lesendum ritsins kost á að kynnast þeim margþættu viðfangsefnum, sem ráðstefnan fjall- aði um ekki sízt vegna þess, að það er meðferð þessara margþættu mála, sem í hönd farandi bæjar og sveitarstjórnarkosningar, hljóta að veru- legu leyti að snúast um. Grundvallarskilyrði þess, að einu bæjar- eða sveitarfélagi geti verið vel stjórnað og starf- semi þess sé öllum íbúunum til farsældar, er Otgel.: Samband ungra Sjálístæðismanna Ritstjóri og ábyrgðarmaður: JÓHANN J. RAGNARSSON B0R6ARPRENT U F. - REYKJAVIK að stjórnendurnir hafi til að bera haldgóða þekkingu á þeim viðfangsefnum, sem leysa þarf. Erindin, sem flutt voru á ráðstefnunni í Borg- arnesi og hér birtast eru eftir nokkra forystu- menn Sjálfstæðisflokksins, sem allir eru gjör- kunnugir þessum málum af reynslu, sem þeir hafa aflað sér í löngu starfi að sveitarstjórnar- málum, og eru þessi erindi því sérstaklega vel til þess fallin að verða þeim æskumönnum, sem nú verða kosnir til að starfa að málefnum sveit- arfélaganna og öðrum þeim, sem fræðast vilja um þessi mál, gagnleg ábending um hin þýð- ingarmestu þeirra. Æskan og SjálfstœMsjlokkurinn. Það, sem telja má, að sé hvað athyglisverðast við framboð til væntanlegra bæjarstjórnarkosn- inga er hinn mikli fjöldi æskumanna, sem nú skipar framboðslista Sjálfstæðismanna víðsvegar um landið, þar á meðal í efstu sætum listanna. Þetta þarf að vísu ekki að koma neinum á óvart, sem þekkir til starfsemi Sjálfstæðisflokks- STEFNIR 3

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.