Stefnir - 01.05.1962, Blaðsíða 7
ALFREÐ GÍSLASON, ulþingismaöur:
SVEITARFÉLÖGIN OG STJÓRNMÁLIN
Efni það: „Sveitarfélögin og stjórnmálin“,
sem mér hefur verið valið sem erindi á þessu
námskeiði, er of margþætt og yfirgripsmikið
til þess að hægt sé að gera því nokkur skil að
ráði í stuttu erindi.
Samkvæmt stjórnskipunarlögum okkar eru
sveitar- sýslu- og bæjarfélög einn aðal hrningar-
steinn hins íslenzka þjóðskipulags og ráða þau
í flestum efnum málum sínum sjálf, en eru þó
háð eftirliti og umsjón ríkisstjórnarinnar. í
stjórnarskránni segir í 76. gr., að rétti sveitar-
sveitarfélaganna til að ráða sjálf málefnum
sínum með umsjón stjórnarinnar skuli skipuð
með lögum. Löggjafarvaldið hefur því sett fjöl-
mörg lög, sem ákveða um stjórnir sveitarfélaga
og framkvæmdir á málefnum þeirra. Auk þess
má segja, að nær öll önnur löggjöf snertir að
meira eða minna leyti sveitar- og bæjarfélögin
og íbúa þeirra.
Samkvæmt stjórnarskrá okkar er fram-
kvæmdavaldið í höndum forseta Islands og ann-
arra stjórnarvalda, þ. e. ríkisstjórnarinnar og
þeirra annarra stjórnavalda, sem hún hefur falið
famkvæmd ýmsra mála s.s. sveitar- og bæjar-
félögum, samkvæmt almennum lögum.
Bæjar- og sveitarstjórnir fara því í umboði
ríkisvaldsins með nokkurn hluta framkvæmda-
valds hins íslenzka ríkis. Það hvílir því einnig
að því leyti mikil skylda og ábyrgð á höndum
þeirra, sem þar fara með stjórn, auk ábyrgðar
þeirra á framkvæmd málefna síns eigin sveitar-
félags.
Það eru ekki síður skiptar skoðanir í kaupstöð-
um og hreppum á því hvernig beri að stjórna
eigin málefnum heima fyrir, en er á milli lands-
manna um það, hvernig stjórna eigi málefnum
þjóðarinnar eða hvernig þeirra stjórn er farið.
Það er því óhjákvæmilegt, að menn skiptist í
flokka um sveitarstjórnarmálin eins og um lands-
málin, og það, að framkvæmdavald ríkisins og
héraðsstjórna er nátengt samkvæmt stjórnskipun-
arlögum og héraðsstjórnarlögum, er ekki óeðli-
legt, að aðalreglan sé sú, að menn haldi sér
alment í sveitarstjórnarmálum við sinn lands-
málaflokk.
Þetta er þó hvergi einhlít regla. Mjög margir
eru þeir, sem greiða atkvæði sitt einum flokki
til Alþingis, en öðrum til sveitarstjórnar. Ræð-
ur þar oftast að nokkru persónulegt viðhorf til
þeirra manna, sem í framboði eru, einkum til
sveitarstjórnar.
Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar 1958 gefa
góða hugmynd um innbyrðis afstöði stjórnmála-
flnkkanna og viðhorf kjósendanna til þeirra í
hinum ýmsu sveitar- og bæjarfélögum. Mætti
vinna úr kosningaskýrslum mikinn fróðleik í
þessum efnum, sem mér hefur ekki unnizt tími
til, en ég mun þó reyna að gefa stutt yfirlit, sem
hvergi nærri er eins úr garði gert og ég vildi,
en ætti þó að veita nokkurn fróðleik.
í landinu eru 228 sveitarfélög, þar af 14
kaupstaðir, 18 kauptúnahreppar (með yfir 300
íbúa þar sem % þeirra búa í kauptúni) og 196
STEFNIR ö