Stefnir - 01.05.1962, Qupperneq 16

Stefnir - 01.05.1962, Qupperneq 16
Eins og nánar verður vikið að, fer sýslu- nefnd með stjórn málefna sýslunnar. Hún er auk sýslumanns, skipuð einum manni frá Iiverjum hreppi. Nefnist hann sýslunefndar- maður. Sýslunefndarmenn eru kosnir með leynileg- um, almennum kosningum, og er heimilt að viðhafa framboð við kosningar þeirra. Er þá farið eftir reglum um hlutfallskosningar, eftir því sem við á. Sýslunefndin hefur vald á málefnum hrepp- anna með líku móti og félagsmálaráðuneytið fer með yfirstjórn á sumum málum kaupstað- anna. Sýslumaður á eins og sagt var sæti í sýslu- nefnd og er hann oddviti eða formaður hennar. Hefur sýslumaður atkvæðisrétt og allan sama rétt í nefndinni og aðrir, þótt hann sé ekki kosinn í nefndina. Sýslunefnd er skylt að halda a.m.k. einn fund á ári og ákveður oddviti fundartímann. Oft standa þeir fundir nokkra daga. Aukafundi getur sýslunefnd haldið, þegar oddviti telur þess þörf, en skylt er að halda slíkan fund, ef helmingur nefndarmanna krefst þess. Fundar- stað ákveður sýslumaður. : Oddviti sýslunefndar stjórnar fundum sýslu- nefndarinnar og sér um, að það sem gerist á fundum sé rétt bókað. Hann sér og um, að það sem sýslunefndin hefur ákveðið, sé framkvæmt og gætir þess, að réttum starfsaðferðum og lög- um sé framfylgt. Milli funda annast oddviti sýslunefndar störf nefndarinnar. Hann sér og um að reiknings- hald og fjárvarzla sýslunnar sé framkvæmd og er það allt á hans ábyrgð. Oddvili kemur fram fvrir sýslunnar hönd út á við, þegar þess er hörf, og annast m.a. alla samninga fyrir sýslu- félagið. Formennska í sýslunefnd er aukastarf hjá sýslumönnum, sem fyrst og fremst eru lögreglu- stjórar og dómarar. En á þeim hvílir þó megin- þungi alls þess, er sýslunefnd hefur með hönd- um og sýslufélagið varðar. Hlutverk sýslunefnda er aðallega það að hafa eftirlit með fjárreiðum hreppanna og störfum hreppsnefnda. Þær hafa einhver afskipti af flestum opinberum framfaramálum viðkomandi sýslu t.d. samgöngumálum, heilbrigðismálum, skólamálum og ýmsum atvinnumálum. Sýslu- nefndir semja og reglugerðir varðandi fram- kvæmd mála þessara. Takmarkaðir tekjustofnar sýslusjóðanna hafa gert sýslunefndum erfitt um framkvæmdir og þrengt kost þeirra með margvíslegu móti. Er brýn nauðsyn á að koma á umbótum í þeim efnum. — Sýslusjáðir þurfa að hafa rýmri fjárhag til þess að geta sinnt framfaramálum sýslnanna. Eftir ákvæðum sveitarstjórnarlaganna mætti ætla, að hreppsfélögin væru all ósjálfstæð og yfirstjórn og umráð öll væru í höndum sýslu- nefnda. En í rauninni er þetta þó ekki svo, einkum ekki í framkvæmdinni. Sjálfstæði hreppanna er meira en ætla mætti. ef einungis er stuðzt við sveitarstjórnarlögin. Þetta á einkum við um fjármál hreppanna. Af þeim hefur sýslunefnd lítil afskipti önnur en endurskoðun reikninga þeirra. Stofni hreppur til skulda, t.d. fyrir fram- framfærzlu eða annað, er ekki unnt að krefja sýsluna um þá skuld eða gera kröfur til hennar, um að hún taki að sér greiðslu skuldarinnar. Skuld eins hrepps í sýslu, sem lánardrottinn treystist ekki til þess að ná hjá þeim hreppi, verð- ur því ekki greidd úr sýslusjóði. Á hinn hóginn bera hrepparnir raunverulega ábyrgð á fjár- málúrn sýslunefndanna. Enn er eftir að minnast á einn meginþátt í meðferð sveitarstjórnarmála. En það er eftirlit með sveitarfélögunum. Þetta eftirlit er í höndum ríkisstjórnarinnar 14 STEFNIH

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.