Stefnir - 01.05.1962, Síða 17

Stefnir - 01.05.1962, Síða 17
og er það félagsmálaráðuneytið, sem annast það, að svo miklu leyti, sem lög ákveða ekki, að önnur ráðuneyti annist sérstaka málaflokka. Þannig má til dæmis minna á, að menntamála- ráðuneytið hefur sérstakt eftirlit skv. lögum um fjármál skóla nr. 41/1955, með fjármálum skólakerfisins, þar á meðal þætti sveitarfélag- anna í framkvæmd fræðsluskyldunnar og kostn- að, sem samfara er henni. Eftirlitsvald ríkisins með sveitarfélögum kem- ur fram í því m.a., að ýmsar ályktanir sveitar- stjórna þurfa samþykki ráðuneytanna. Sem dæmi um þetta má nefna byggingarsamþykktir, lögreglusamþykktir, reglur um harnavernd og fleira. Þess má loks geta, að félagsmálaráðuneytið hefur mjög víðtækt vald til íhlutunar um mál- efni sveitarfélaga, sem komast í greiðsluþrot. Hér hefur nú verið drepið á nokkur höfuð- atriði, sem einkum einkenna þróun og skipan sveitarstjórnarmála, og er þá einungis stiklað á stóru. Það verður að hafa í huga, að ísland er og hefur verið strjábýlt land og engir kaup- staðir voru hér til fyrr en á þessari öld. Fyrir 100 árum bjuggu 1450 af þáverandi 67.000 íbúum landsins í eina kaupstaðnum, Reykjavík. I þessu mikla dreifbýli hefur þróazt mjög sterk einstaklingshyggja, sem meðal annars kemur fram í meðferð og skipan sveitarstjórn- armála. Gætir sérstaklega öflugrar sjálfstæðis- tilfinningar, ekki sízt í hinum minnstu sveitar- félögum. Mönnum hefur fyrir löngu verið Ijóst, að margt væri unnt að gera til þess að bæta skipu- lag sveitarfélaganna, ef til vill helzt hinna minnstu. En þau eru þó ef til vill viðkvæmust fyrir breytingum því þar hefur einstaklings- hyggjan sterkast taumhald. Við skulum líka gera okkur grein fyrir því, að þótt munurinn á stærstu kapstöðum landsins og hinum smæstu hreppum sé mikill eru málin lík. Vandamál er varða sambúð fólksins eru eins og önnur mannleg viðfangsefni víðast svipuð. Fámennasti hreppurinn hér á landi núna hef- ur 23 íbúa. Það er Loðmundarfjarðarhreppur í Norður-Múlasýslu. Reykjavík hefur hins vegar 80 þús. íbúa. En það er nú samt svo, að þegar vandlega er athugað, reynast viðfangsefnin svipuð á þessum stöðum. Víst er um það, að einstaklingshyggjan og sjálfstæðisvitund þessarar þjóðar mun áfram marka sín spor í þróun þessara mála, sem annarra íslenzkra þjóðmála. En ef til vill er þetta ekki séreinkenni íslendinga. Það gildir ef til vill um alla norræna menn. Ég sá einu sinni svipbrigði þessarar einstakl- hyggju erlendis og það með þeim hætti, að ég minnist þess dæmis alltaf síðan sem skemmti- legrar persónulegrar reynslu. Þannig stóð á, að við vorum boðnir til borgar- stjórans í Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna, nokkrir námsmenn, sem vorum í háskólanum þar í borg. Ætlaði hann að útskýra skipulag og rekstur bæjarmála þar í borg fyrir okkur. Þetta var vingjarnlegasti karl og Ieyfði hann okkur að bera fram fyrirspurnir, þegar erindi hans lauk. Ég spurði hann hvernig borgarar af íslenzku bergi brotnir reyndust þar hjá hon- um. Hann áttaði sig ekki alveg strax á þessari spurningu, hugsaði sig um, en sagði svo: „Jú, þeir. Já, að sumu leyti góðir, en að sumu leyti afleitir.“ Ég spurði þá hvað það slæma væri í fari þeirra. „Jú,“ sagði borgarstjóri. „Þeir eru eins og margir norrænir menn, barmafullir af individúalisma — einstaklingshyggju.“ „Það kemur fram í því, að þeir vilja helzt allir búa í einbýlishúsum, hver útaf fyrir sig. Og það er sannarlega dýrt. Otþensla borgarinnar, auknar raflagnir, sími, gas og holræsi. Já, þeir eru dýr- Ír, — en samt vil ég nú ekki missa af þeim.“ STEFNIR 15

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.