Stefnir - 01.05.1962, Page 19
Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga fer alveg
cftir landslögum, og hefur rikisvaldið því óneit-
anlega sterkari aðstöðu en sveitarfélögin að
kveða á um, hver mörkin milli þessara tveggja
aðila skuli vera.
Um verkaskiptingu gagnvart einstaklingunum
hins vegar segja landslög að vísu nokkuð, en
í því efni fer að öðru leyti eftir stjórnmálastefnu
á hverjum stað.
I iögum eru ákveðin verkefni fengin sveitar-
félögunum í hendur, og má þar sérstaklega nefna
upptalninguna í 10. gr. sveitarstjórnarlaganna
frá 1961 eins og síðar verður vikið að.
II.
Alþjóðaorðið fyrir sveitarfélag er kommune,
dregið af latneska orðinu sameiginlegur og
merkir raunverulega þá, sem innan sömu víg-
girðingar eru. Það er líka svo, að fræðimenn
telja, að fyrsta hlutverk sveitarfélaga hafi verið
að annast varnir gegn sameiginlegum óvini. Má
segja, að þar sé að finna vísi að lögreglu, sem
ætlað er raunar að tryggja almannafrið innan
samfélagsins og hegna þeim, sem hann rjúfa.
Þetta á að vísu fyrst og fremst við um hæjar-
félög.
Á íslandi stendur nokkuð öðruvísi á, því
að hér hafa menn búið í dreifbýli allt
fram á þessa öld. Því eru hrepparnir elztu ís-
lenzku sveitarfélögin. Það er fyrst 1786, að kaup-
staðir koma til. En viðfangsefni hreppsfélaga í
dreifbýli hljcta að verða nokkuð önnur en kaup-
staða. j n~v'"
Svo er talið, iað þegar á 10. öld hafi myndazt
hér vísir að sveitarfélögum. Þessi sveitarfélög,
hrepparnir, höfðu fyrst og fremst það verk-
efni að sjá um framfærslu jrurfamanna og hefur
það haldizt æ síðan, þótt í öðru formi sé nú.
Þetta sýnir sérstöðu íslenzkrar stjórnskipun-
ar, því >að í nágrannalöndunum mun kirkjan
yfirleitt hafa farið með slík mál.
Auk framfærslumálanna höfðu hrepparnir
með höndum eins konar vátryggingarstarfsemi,
hreppsmenn höfðu gagnkvæma ábyrgð á bruna-
tjóni í hreppnum og tjóni af tilteknum búfjár-
sjúkdómum. Þá höfðu hrepparnir tiltekin verk-
efni í sambandi við upprekstur fjár og fjall-
göngur, svo og grenjavinnslu. Hefur það einnig
haldizt fram á þennan dag, jafnvel Reykjavík
þarf að inna af hendi ýmsar skyldur í þessum
efnum.
Ef litið er til kaupstaða hér á landi, þá er
þess að geta, að jafnvel áður en Reykjavík fær
kaupstaðarréttindi 1786 er komin hér á lög-
gæzla. Jafnframt hefst lítill vísir að gatnagerð.
Eldhræðsla var mjög mikil, enda urðu í
Reykjavík stórbrunar mjög snemma. 1 auglýs-
ingu, er bæjarfógeti gaf út 1806, voru ákveðnar
varúðarráðstafanir og ýmis bönn sett til að
hamla gegn eldhættu, t.d. var mönnum
bannað að reykja pípu, nema höfð væri hetta
yfir pípunni! En annars konar tóbaksreykingar
þekktust þá tæpast. j
Af verklegum framkvæmdum, sem svo mjög
ber á nú, var næsta lítið fyrstu áratugi og jafn-
vel fyrstu öldina í Reykjavík. Meðal þess fyrsta,
sem finna má í bæjarreikningunum um þau efni,
er vinna við vatnsbólið eða póstinn í Aðalstræti,
sem svo var tíðast kallaður.
28. september 1803 er í bók bæjargjaldkera
að finna þennan útgjaldalið: „Nedsat en ny
Vandpost, som ifölge kiöbmand Petræus’s ved-
lagt Quittering No. 1 har kostet Rbd. 20.0“.
Það þurfti ekki aðeins að kaupa efni, heldur
líka vinnu, því að skömmu síðar er bókað um
viðhald á vatnsbólinu: „For 4 Tuugthuuslemmer
til at rense Brönden m.v. Rbd. 1.0“.
I
/
III.
En hver eru verkefnin í dag?
Það mun ekki ofmælt, að verkefni þess sveit-
arfélags, þar sem ég þekki bezt til, sé margs
STEFNIR 17