Stefnir - 01.05.1962, Qupperneq 23

Stefnir - 01.05.1962, Qupperneq 23
fullkominni barnagæzlu er haldið uppi. Þá má geta þess, að barnaheimili, bæði leikskólar og dagheimili, hafa risið upp í kaupstöðum. Sá háttur hefur verið á í Reykjavík, að borgin sjálf reisir barnaheimilin, en afhendir þau flest til Barnavinafélagsins Sumargjafar, sem rekur þau með miklum fjárhagsstuðningi borgar- stjórnar. Er talið, að nær helmingur rekstrar- kostnaðar sé greiddur úr borgasjóði, en daggjöld, framlög félagsins og ríkissjóðs standa 'að öðru leyti undir rekstrinum. Iþróttavallager'd er einnig talin meðal verk- efna sveitarfélaga og hefur mikið átak af þeirra hálfu verið gert á þessu sviði víða um land. Hér í Reykjavík má fyrst og fremst nefna íþróttaleikvanginn mikia í Laugardal, Sundhöll Reykjavíkur og Sundlaug Vesturbæjar auk ann- arra mannvirkja. Að lokinni þessari upptalningu á ýmsum verk- efnum sveitarfélaga, er loks tekið fram í sveit- arstjórnarlögunum, að það sé hlutverk sveitar- félaga að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir almennt atvinnuleysi eð'a bjargarskort eftir því, sem fært er á hverjum tíma og verður nánar vikið að því hér á eftir. Fleira er þannig ekki beinlínis talið upp í sveitarstjórnarlögunum, en þó vantar á, að lög- bundin verkefni séu öll talin. T.d. má nefna bókasafnsrekstur, heimilishjálp, kosning ýmissa starfsmanna og nefnda til að sinna ákveðnum verkefnum, íbúðarbyggingar o.s.frv. Um íbúðarbyggingar skal það aðeins tekið fram, að sveitarfélög hafa víða forgöngu um að útrýma heilsuspillandi húsnæði og að'stoða íbúa sína til að koma þaki yfir höfuðið. Hefur ríkissjóður veitt fjárframlög til þessa á móti sveitarfélögunum, en engan veginn í sama mæli og tíðkast erlendis. Nýverið hefur þó verið sam- þykkt að ríkissjóður skuli leggja jafnmikið frarn til þess að útrýma heilsuspillandi húsnæði og sveitarsjóðir gera sjálfir. IV. Það má segja almennt, að í lögum séu sett rnörk milli verkefna ríkisvaldsins og sveitarfé- laganna og tiitekið, hvaða hlutföll skulu ríkja varðandi útgjöld til þessara verkefna, annars vegar af hálfu ríkisvaldsins og hins vegar aí hálfu sveitarfélaganna. Æskilegt væri, að verkaskiptingu ríkisins ann- ars vegar og sveitarfélaga hins vegar væru sett skýrari mörk, og útgjöld ákveðin í samræmi við það; að ábyrgð á framkvæmd í tilteknum mála- flokkum og útgjöld til þeirra færu saman. — Auðvitað þyrfti að haga tekjustofnum ríkisins og sveitarfélaga í samræmi við það, hvað kraf- izt er af hvorum þessara aðila um sig. Dæmi eru um það, að ríkisvaldið hafi stjórn einstakra málaflokka, en sveitarfélög greiði yfir- gnæfandi hluta kostnaðar eins og á sér stað um löggæzlukostnað. Þá er sveitarfélögum gert að greiða tiltekin framlög til ýmissa sjóða og verk- efna, sem sveitarfélögin hafa enga hlutdeild í eða stjórn á. Þegar vikið skal nú nokkru nánar að verka- skiptingu milli einstaklinga og sveitarfélaga koma mörg sjónarmið til greina, enda eru laga- ákvæði í þeim efnum næsta óákveðin. Þar ráðá að sjálfsögðu mest hin pólitísku viðhorf, sem meirihlutinn í hverri sveitarstjórn hefur, og að- stæðurnar þar. Mikili meirihluti mun aðhyilast þá skoðun, að sveitarfélögum beri að reka þau fyrirtæki, þar sem hvort tveggja er, að um er að ræða al- menna þjónustu, er allur þorri manna þarf á að halda, og eðlilegri samkeppni verður ekki við komið. Megin ágreiningur pólitískra flokka á milli hefur verið um það, hvort sveitarfélög ættu að taka þátt í atvinnurekstri samhliða einstakling- um eða áskilja sér einkaleyfi til tiltekinna þátta atvinnurekstrar, sem einstaklingar í sveitarfé- laginu hafa hingað til annazt. Skilja má þar á STEFNIR 21

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.