Stefnir - 01.05.1962, Qupperneq 27
sveitarfélögin hins vegar öruggar tekjur, sem
hægt er ákveðið að reikna með.
Með lagafrumvarpi því, sem nú er verið að
undirbúa, er í fyrsta sinn samin heildarlöggjöf
um tekjustofna sveitarfélaganna og fastar beild-
arreglur um álagningu útsvara, sem gilda eiga
fyrir landið allt.
Eru tekjustofnarnir þessir:
1. Fasteignaskattur.
2. Aðstöðugjald.
3; Landsútsvör.
4. Framlag úr Jöfnunarsjóði.
5. Utsvör.
F asteignaskattur.
I lögum nr. 67 frá 1945 er sveitarfélögunum
veitt heimild til að gera tímabundnar samþykktir
til fimm ára í senn um álagningu fasteignaskatts.
Hafa allar bæjarstjórnir notað sér þessa heim-
ild, þó með mismunandi hætti. Sumstaðar með
sama hundraðshluta af fasteignamati lóða og
bygginga. Annars staðar með misháum hundraðs-
hluta eftir notagildi eignarinnar. *
I frumvarpi þessu er gert ráð fyrir fast-
ákveðnum fasteignaskatti 2% af fasteignamats-
verði byggingarlóða, 1% af fasteignamatsverði
húsa og annarra mannvirkja og %% af fast-
eignamatsverði túna, erfðafestulanda og annarra
lóða.
Þó að hér sé ekki um neina hækkun á hessum
skatti að ræða miðað við gildandi lagaheimild,
ef hún er notuð að fullu, verður það að teljast
eðlileg og sjálfsögð þróun, að sami fasteigna-
skattur sé lögleiddur hvar sem er á landinu, og
losar það fyrirsvarsmenn sveitarfélaganna úr
þeim vanda, að verða að meta það hverju sinni,
hvað eðlilegt sé og rétt á hverjum tíma.
Aðstöfiugjald.
Gert er ráð fyrir í frumvarpinu, að heimildin
til álagningar veltuútsvara verði felld niður, og
í stað þess tekin upp svonefnd aðstöðugjöld.
Veltuútsvörin, sem tekjustofn fyrir sveitarfé-
lögin, hafa verið mjög umdeild og hafa sveitar-
félögin átt í vök að verjast að halda þeirri heim-
ild, sem lögfest hefur verið í sambandi við þau.
Má með rökum benda á tvennt, sem óeðlilegt
er í sambandi við álagningu veltuútsvaranna.
I fyrsta lagi að um tvísköttun er að ræða í
mörgum tilfellum, þar sem veltuútsvörin eru
lögð á brúttótekjur og því, ef um tekjuafgang
er að ræða, bæði greitt veltu- og tekjuútsvar af
sömu upphæðinni. Hefur mjög verið á þetta
bennt af mörgum, sem eru andvígir þessari
tekjuöflunarleið sveitarfélaganna. I öðru lagi
eru veltuútsvörin ekki viðurkennd, sem rekstrar-
útgjöld og því ekki frádráttarbær við álagn-
ingu tekjuskatts til ríkissjóðs og voru heldur
ekki fyrr en með bráðabirgðabreytingunni á
útsvarslögunum 1960 viðurkennd sem frádrátt-
arbær við álagningu útsvars.
Með hugmyndinni um aðstöðugjald eru báðir
þessir agnúar afnumdir. Verður það ekki reikn-
að af brúttótekjum, heldur samanlögðum út-
gjöldum næstliðins árs, þar með talin efnis og
vörukaup, og því í engu tilfelli lagt á tekjuaf-
gang. Einnig er gert ráð fyrir í frumvarpinu
að það verði talið til rekstursútgjalda og því
frádráttarbært bæði við álagningu tekjuskatts
og útsvars. i
Má vel vera, að við þessa breytingu, ef að lög-
um verður, þ.e. að leggja niður veltuútsvörin og
taka aðstöðugjald upp í staðinn, sé um einhvern
tekjumissi að ræða fyrir sveitarfélögin, en sá
tekjumissir mun nást upp og meira til með
auknu framlagi úr Jöfnunarsjóði.
I
Landsútsvör.
Hugmyndin um landsútsvör er ekki ný. Hún
hefur árum saman verið á dagskrá hjá Sambandi
ísl. sveitarfélaga, og einkum beinst að ýmsum
einkasölum ríkisins, sölusamböndum, peninga-
STEFNIR 25