Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Blaðsíða 23
21
5. Barnsfararsótt (febris puerperalis).
Töflur II, III og IV, 5.
Sjúklingafjöldi 1927—1936:
1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936
Sjúkl......... 10 13 18 14 15 9 9 3 6 6
Dánir ........ 3 3 1 5 3 1 3 2 3 1
Auk þeirrar barnsfararsóttar, sem hér er talin samkvæmt mánaðar-
skrám, er getið um 5 tilfelli á skýrslum um barnsfarir og í jafn-
mörgum héruðum (Ólafsvíkur, Reykhóla, Fljótsdals, Grímsnes og
Keflavíkur).
Læknar láta þessa getið:
Borgarfj. Kona, 25 ára, fékk barnsfararsótt eftir eðlilega fæðingu,
öllum að óvörum, á 4. degi. Var hún mjög þungt haldin lengi vel, en
batnaði að lokum. Hún fékk detoxin inn í æð nokkra fyrstu dagana,
og virtist það koma að góðu liði.
Hólmavíkur. 3 konur fá barnsfararsótt, 2 mjög væga, en þó varð
ekki annað fundið að. Þriðja konan fæddi barnið áður en í Ijósmóður
náðist, og tók maður hennar móti barninu — kom beint frá húsa-
verkum. Varð konan mikið veik, fékk talsverða bólgu í adnexa, upp-
köst o. fl. Lá í 3 vikur, en batnaði.
Fljótsdals. Kona veiktist af barnsfararsótt, vegna þess að fylgju-
partur hafði orðið eftir. Þegar úr því var bætt, heilsaðist konunni vel.
Grimsnes. Eitt tilfelli kom fyrir á þriðja degi eftir spontan fæð-
ingu. Hár hiti hélzt á aðra viku, en batnaði svo að fullu. Ekki fært á
mánaðarskrá af vangá.
Keflavikur. Barnsfararsótt fékk 1 kona eftir mjög erfiða sitjanda-
fæðingu, og dó af afleiðingum.
6. Gigtsótt (febris rheumatica).
Töflur II, III og IV, 6.
Sjúklingafjöldi 1927—1936:
1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936
Sjúkl........ 133 88 214 257 167 167 128 147 160 91
Dánir ....... 3 „ „ „ „ 1 1 1 2 2
Læknar láta þessa getið:
Regkjarfj. 46 ára maður, hafði áður haft slæma brjósthimnubólgu
og dó skyndilega úr hjartalömun.
Hólmavíkur. Verður vart, en er væg.
Svarfdæla. 1 kona var nokkuð illa haldin og átti lengi í þessu, en
batnaði þó að lokum.
Fljóisdals. Frekar sjaldgæfur sjúkdómur og vægur.
Vestmannaegja. Stungið sér niður.
Rangár. Stúlka, rúmlega 30 ára, fékk gigtsótt. Varð mikið veik, en
batnaði tiltölulega fljótt við salicyl.