Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Blaðsíða 56
54
hefir dottið í hug að ráðast í, að engin sveit vill við kláðann kannast,
sem sína eiginlegu eign og íylgifisk, en hver sveit skellir skuldinni á
næstu sveit, sem sífellt sé að senda henni þenna ófögnuð! Sbr. t. d.
ummæli héraðslæknanna í Vestmannaeyja og Rangár hér á eftir.
Minnir þetta á hin fornu nöfn stórþjóðanna á syphilis, er hver þjóð-
in kenndi veikina við aðra.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfj. Hefir orðið vart, en er þó lítið útbreiddur.
Skipáskaga. Varð vart skömmu fyrir jól, og leit út fyrir, að borizt
hefði með unglingsstúlku, er dvalið hafði um tíma í Hafnarfirði.
Eitt skólabarn, nýkomið úr sveit, reyndist einnig við skoðun hafa
kvillann.
Borgarnes. Gerði vart við sig frá Reykjavík, en breiddist ekki
mikið út.
Dala. 9 af tilfellunum má rekja til eins skólabarns, sem varð út
undan skólaskoðun haustið 1935. Er engin furða, þó að þeir kvillar,
sem upp koma í farskólunum, hreiðist út, svo mikil þrengsli, sem
þeir eiga við að búa víðast hvar, oft 2 og 3 í hverj u .rúmi um kennslu-
tímann á mörgum skólastöðum.
Bíldudals. Verður vart öðruhvoru á aðkomufólki.
Ögur. Hefir gert vart við sig öðru hvoru á víð og dreif um héraðið.
Virðist vera hér landlægur.
Hólmavíkur. Kláði kom upp í farskóla í héraðinu, en varð tekið
fyrir hann, áður en hann breiddist út. Annars veitti ekki af að gera
herferð á hendur þessum óþrifakvilla, einkum í einum hreppi, og
hefir það komið til tals.
Miðfj. Verður alltaf eitthvað vart.
Ólafsfj. Frá því í maímánuði bar alltaf við og við á scabies. Þegar
fram á veturinn kom, fór að bera á þessum ófögnuði hér í barnaskól-
anum. Smituðu börnin tók ég heim á spítala og lét bera þar á þau.
En til þess að reyna að taka fyrir þetta, sendi ég hjúkrunarkonu á
heimili smituðu barnanna og önnur grunuð heimili og lét bera á allt
heimilisfólkið. Þetta virtist duga.
Svarfdæla. Kláði virðist nú útdauður í bráðina.
Þistilfj. Kláði er viðloða hér, síðan hann barst hingað frá Rvík
um árið.
Fljótsdals. Hefi engan kláðasjúkling séð þetta ár frekar en undan-
farin ár.
Fáskrúðsfj. Hefir stungið sér niður bæði í fyrra og í ár, en ekki
breiðst mikið út, enda gerðar allar ráðstafanir til að hefta útbreiðslu.
Síðu. Barst á 1 bæ í héraðinu með unglingi úr Vestmannaeyjum.
Vestmannaegja. Veikin berst hingað úr Rangárhéraði. Læknuð
jafnóðum og hennar verður vart.
Rangár. Þessa hvimleiða kvilla verður alltaf vart hér. Virðist ótrú-
lega lífseigur, þótt alltaf sé verið að herja á hann. Gruna mjög
Reykjavík og Vestmannaeyjar, að þær leggi til materialið, — komi
með krökkum, sem koma í sveitina á sumrin.
Keflavikur. Nú er kláðaóþverrinn farinn að gera vart við sig aftur,
þó að fyrirrennari minn hefði alveg litrýmt honum.