Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Blaðsíða 9

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Blaðsíða 9
7 Þingeijrar. Afkoma almennings svipuð og undanfarin ár. Kjör sjó- manna þó stórum lakari, en afkoma sveitabænda hefir að góðum mun batnað. Flateyrar. Afkoma á Flateyri mun hafa verið með betra móti þrátt fyrir aflaleysi, og bjargaði þar karfavinnslan í ríkisverksmiðj- unni á Sólbakka, er veitti mikla atvinnu. I Súgandafirði mun af- koman aftur á móti hafa verið léleg, og er það næsta undarlegt, hvernig fólk fer að bjargast þar, þegar afli bregzt. Hóls. Fiskileysi óvenjulegt á þessu ári. Afkoma einstaklinga og hreppsfélags því með lakara móti. Ögur. Afkoma bænda betri en næsta ár á undan, en þeir, sem sjó stunda, urðu all-hart úti. í Súðavík, sem er hið eina sjávarþorp hér- aðsins, var sumsstaðar mjög þröngt í búi, og-lá við borð, að nokkur heimili byggju þar við skort á helztu lífsnauðsynjum. Hesteyrar. Afkoma í betra meðallagi, aðallega fyrir aukna atvinnu við síldarverksmiðjuna á Hesteyri. Reykjarfi. Atvinna með bezta móti við síldarstöðvarnar á Eyri og Djúpuvík. Dálítið fór að bera á pest í sauðfé hér fyrir hátíðar, og er álitið, að um svonefnda Deildartunguveiki sé að ræða. Nokkuð hefir verið drepið af fé af þessari ástæðu, og óhug hefir slegið á bændur. Hólmavíkur. Þeir, sem landbúnað stunda eingöngu, komust allvel af, og hefir hagur bænda yfirleitt farið batnandi undanfarin ár. Hafskipabryggjugerð á Hólmavík og síldarsöltunarstöð í sambandi við bryggjuna bættu stórleg'a afkomu manna þar. Miðfi. Afkoma mun hafa verið með betra móti yfirleitt. En síðast- liðið haust og framan af vetri fór að bera á fjársýki þeirri, sem kennd er við Deildartungu, á allmörgum bæjum, og misstu nokkrir bændur eða létu drepa margt fé, sumir um helming. Blönduós. Árferði frekar slæmt. Síðast á árinu kom nýr vágestur inn í héraðið, borgfirzka fjárpestin eða Deildartunguveikin öðru nafni. Afkoma yfirleitt góð, afurðir bænda í góðu verði og allmikil vinna á Skagaströnd við hafnargerð og síldarsöltun. Sauðárkróks. Efnahagur manna er fremur bágborinn yfirleitt og fer versnandi. Sveitarþyngsli vaxa hröðum skrefum og eru orðin gífurleg hér á Sauðárkróki. Fjölgar árlega þeim flokki manna, sem eru upp á aðra komnir með framfærslu sína og sinna. Hofsós. Afkoma bænda mjög sæmileg. Það hefir bætt afkomu þeirra, er við sjóinn búa, að ráðizt hefir verið í hafnargerð á Hofs- ósi, og allur fjöldinn hafði allgóða atvinnu við það mannvirki. Ólafsfi. Árferði með lakasta móti. Þorskveiðarnar brugðust svo að segja algerlega. Það eina, sem hjálpaði, var, að stærri bátarnir fóru til síldveiða, og veiddu tveir og þrír í félagi um eina herpinót. Fólkið hefir haft nóg að éta, og með svipuðum aðstæðum býzt ég við, að svo verði lengst af í Ólafsfirði. Þó að aflalaust sé talið, er allt árið um kring hægt að fá þar nógan fisk til matar. í Ólafsfirði er sá siður að selja aldrei fisk til matar, hann fá allir eftir því, sem þeir þurfa með. Svarfdæla. Þriðja aflaleysisárið í röð og þeirra lang-aflalægst. Hins- vegar bætti það mikið lir, að síldarafli var með bezta móti og verð sæmilegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.