Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Blaðsíða 59
o /
Höfðahverfis. 1 sjúklingur skráður með ca. ventriculi, nú dauðvona.
Reijkdæla. 4 sjúklingar dóu á árinu.
Öxarfj. 1 gömul kona dó.
Þistilfj. 2 konur skráðar með ca. recti (dó) og ca. ventriculi.
Hróarstungu. Maður, 56 ára, með ca. ventriculi, og kona, 76 ára,
með ca. oesophagi. Dóu bæði eftir áramót.
Fljótsdals. 2 karlmenn skráðir á árinu, báðir með magakrabba, og
dóu báðir. Auk þess eru 2 á skýrslu með meinsemd í neðri vör; annar
var skorinn upp á árinu (í Landsspítalanum), sennilega albata. Hinn
hefir ekki fengizt til að láta gera við sig.
Seijðisfj. 62 ára ekkja með ca. intestini.
Fáskrúðsfj. 1 sjúklingur dó úr sa. orbitae frá cell. ethm. Annar fékk
recidiv eftir epithelioma palp. infer., sem ég opereraði fyrir 2% ári.
Berufj. 1 tilfelli af ca. recti, recidivum var opererað. Sjúklingurinn
allgóður.
Hornafj. 1 sjúklingur skráður á árinu með ca. ventriculi. Hefir láðst
að setja hann á krabbameinsskrá, og var ef til \áll heppilegt, því að í
árslok virðist sennilegt, að sjúkdómsgreiningin hafi verið skökk.
Síðu. 2 menn skráðir, og dóu þeir báðir á árinu. Var annar gamall
maður (76 ára) með ca. ventriculi. Hinn var karlmaður (57 ára),
einnig með ca. ventriculi. Dó eftir uppskurð í Reykjavik.
Rangár. 2 nýir sjúklingar skráðir á árinu — með mínnsta móti.
Krabbamein hér tíðasta dánarorsökin árlega í nokkur ár (næst
ellihrumleik).
Grímsnes. 3 sjúklingar á skrá, þar af 1 frá fyrra ári með ca.
ventriculi. Dó. Stúlka. 14 ára, dó úr sa. humeri. Hafði verið opereruð
í Reykjavík árið áður vegna sa. femoris. Þriðji sjúklingurinn dó
úr ca. hepatis, opereraður árið áður í Reykjavík vegna ca. mammae.
9. Drvkkjuæði (delirium tremens).
Töflur V.—VI.
Sjúklingafjöldi 1929—1936:
1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936
Sjúkl................... 4 4 „ 2 „ 6 5 1
C. Ýmsir sjúkdómar.
1. Algengustu kvillar.
Nokkrir læknar geta um algengustu kvilla, sem þeir fá til með-
ferðar, svo sem:
Hafnarfj. Algengustu sjúkdómar eru gigt, tannskemmdir og tauga-
veiklun. Síðastnefndi sjúkdómur er að ágerast. Það er eins og fólkið
hafi ekki við að samlaga sig hinum óðfluga breytingum í hugsunar-
hætti, störfum og stefnum.
Skipaskaga. Eins og að undanförnu eru tannskemmdir langal-
gengasti kvillinn. Þá iná nefna taugasjúkdóma, gigtveiki og blóðleysi.
Borgarnes. Helztu sjúkdómar, sem fyrir komu: Farsóttir 251, ígerð-
ir og bólga 101, slys (flest smá) 94, gigt 39, húðsjúkdómar 43, augna-
8