Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Blaðsíða 60
58
sjúkdómar 19, eyrnasjúkdómar 14, meltingarkvillar 28, taugaveiklun
23, blóð- og hjartasjúkdómar 25, þvagfærasjúkdómar 8.
Dala. Tannskemmdir 64, taugaveiklun 31, gigtarsjúkdómar 26,
adenitis 21.
Reijöarfj. Tannskemmdir eru afar algengar í héraðinu frá unga
aldri. Heita má, að varla sjáist nokkur munnur með óskemmdar
tennur. Taugaveiklun er talsvert algengur kvilli hér svo og meltingar-
truflanir. Talsvert ber einnig á blóðleysi, sérstaklega hjá börnum
og kvenfólki.
Miðfj. Algengustu kvillar, sem skráðir voru á árinu, voru: Farsóttir
og aðrir sjúkdómar á mánaðaskrám 310, tannsjúkdómar 136, tauga-
og gigtsjúkdómar 77, slys allskonar 59, ígerðir og bráðar bólgur 52,
meltingarkvillar 41, húðsjúkdómar 38, og af öðrum sjúkdómum færra.
Hróarstungu. Algengustu sjúkdómar eru tannskemmdir, taugaveikl-
un, gigtarsjúkdómar, smáslys og ígerðir, húðsjúkdómar, sjúkdómar
í hjarta og æðum.
Fljótsdals. Algengustu kvillar eru tannskemmdir og taugaveiklun,
bæði karla og' kvenna.
Berufj. Algengustu kvillar eru tannskemmdir, taugaveiklun og gigt
ýmiskonar.
Hornafj. Um algengustu kvilla er svipað að segja og áður. Þó vildi
ég bæta við adenitis í börnum, sem er mjög tíð, þótt hún geti eigin-
lega sjaldan talizt til veikinda, enda virðist hún naumast geta átt rót
sína að rekja til berkla, þar sem börnin eru flest Pirquet ~, en
þar sem kirtlarnir eru tíðast undir kjálkabarði og sjaldan annars-
staðar, mætti kannske setja þá í samband við tannskemmdir. Hyper-
trophia tonsillaris er einnig algeng og er oft samfara adenitis, en
hvort og hvaða samband er þar á milli, skal ég ekki um dæma.
Vestmannaeyja. Taugaveiklun er tíð, einkum í konum, og sálar-
veiklun, sem lýsir sér í því, að konur, sem fá börn eiga og hafa við
sæmileg kjör að búa, ætla af göflunum að ganga, þegar þær verða
þungaðar. Eiga læknar stundum erfitt með að fá þær til að sansast
á þessum eðlilega atburði.
Rangár. Langtíðustu sjúkdómar hér eru tannskemmdir og gigt,
blóðleysi og allskonar taugaveiklun.
Keflavíkur. Tíðustu kvillar eru tannskemmdir, taugaveiklun, fing-
ur- og handarmein, — þó minna í ár en undanfarin ár. Ennfremur
töluvert hjá sjómönnum um vöðva- og lendagigt.
2. Appendicitis.
Skipaskaga. Hefir komið fyrir 4 sinnum.
Ögur. Appendicitis acuta: Aðeins 1 tilfelli, op. á Isafirði.
Reykjarfj. 4 tilfelli hafa komið fyrir siðan ég kom. 2 þeirra voru
all-alvarleg. 1 öðru var peritonitis með perforeruðum appendix. Allir
lifðu. Konservativ meðferð var viðhöfð í öllum tilfellum. 2 þessara
sjúklinga nú verið opereraðir.
Hróarstungu. Appendicitis acuta: Skráð 5 tilfelli.
Fljótsdals. 1 sjúklingur skráður á árinu.
Norðfj. 7 sjúkl. Af þeim var einn 11 ára stúlka. Perforation. Við
skurðinn fundust þarinarnir syndandi í pus. Appendix fannst ekki