Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Blaðsíða 61
59
með góðu móti. Stúlkan fékk stercoral-fistil. Aðgerð á honum og
appendectomia í Reykjavík.
Vestmannaeyja. Botnlangabólga var með meira móti á árinu.
Keflavikur. Botnlangabólgutilfelli voru nokkur á árinu.
3. Beri-beri.
Vestmannaeyja. Ég tel mig hafa séð 2 sjúklinga á árinu með ótví-
ræðan B-fjörefnaskort, sem báðum batnaði við hentugt mataræði.
4. Ebrietas.
Norðfj. Mors subita in ebrietate: Mótorbátur var staddur á Seyðis-
firði. Einn farþeginn, fertugur verkamaður, kom mjög drukkinn á
skip og var lag'ður í koju í lúgarnum. Var svo látinn afskiptalaus,
þar til komið var að bryggju á Norðfirði, en þá átti að vekja hann.
Lá hann þá dauður í líkum stellingum og skilið var við hann. Var
áætlað, að hann hefði skilið við, skömmu eftir að hann Iagðist út af.
5. Erysipeloid.
Borgarnes. Sjaldgæft mót venju í sláturtíðinni í haust.
Flateyrar. í október bar mikið á erysipeloid á fólki, sem unnið hafði
við slátur eða slátrun. Sjúklingar munu hafa verið um 20, flest kon-
ur. Flestum batnaði eftir 2—3 penslanir með 10% krómsýru.
Ögur. 2 sjúklingar, er unnu að sláturstörfum.
Reykjarff. 2 tilfelli hafa komið fyrir hér. Annað taldist stafa af
hruflun á fiskbeini, hitt stóð í sambandi við sláturstörf. Báðum batn-
aði við penslun með 10% sol. ac. chrom.
Fljótsdals. Æðimörg tilfelli á sláturstíð, sum nokkuð þrálát.
Keflavíkur. 1 skráður með erysipeloid.
6. Granuloma.
Skipaskaga. Granuloma fengu 2 sjúldingar.
Borgarnes. Granuloma hafa oft látið töluvert til sín taka í slátur-
tíðinni, en voru sjaldgæf í haust.
Ögur. 1 tilfelli, í sláturtíðinni; batnaði við lapis-meðferð.
Reykjarfj. 2 tilfelli. Annað batnaði við vítissteinspenslun, hitt var
exciderað.
Hróarstungu. 1 tilfelli (eftir slátrun).
Mýrdals. Kom tvisvar fyrir í sláturtíðinni.
Grímsnes. Af granuloma komu fyrir nokkur tilfelli í haust og
framan af vetri. Eitt þeirra var á óvanlegum stað (nokkuð svo!), á
nefinu. Fingurmein voru sjaldgæf þetta ár.
Keflavikur. Sá 1 tilfelli af granuloma á nefbroddi. Sjúklingurinn
hafði rekið nefið í horn á kind.
7. Ischias. Lumbago.
Reykjarfj. 1 tilfelli af hvorum þessara sjúkdóma. Talsvert svæsin
og þrálát.
8. Lymphogranulomatosis.
Ögur. 1 sjúklingur, kona, 49 ára ára gömul. Mjög langt leidd, þegar
hún fyrst leitaði læknis, og dauðvona í árslok.
9. Morbus Basedowii. Struma.
Reykjarfj. 1 kona var gríinuð um þenna sjúkdóm.
Blönduós. I viðbót við þau strumata, sem ég hefi getið um í fyrri
skýrslum, sá ég mjög stórt struma hjá konu á Skagaströnd 70 ára