Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Blaðsíða 84
82
Reykdæla. 75 ára gömul kona datt úr stiga og fékk fract. costae.
Fékk upp úr þessu lungnabólgu og dó. Lux. cubiti 1: Karlmaður,
20 ára gamall, í Laugaskóla. Slysið vildi til í leikfimi.
Öxarfj. Slys fá, er að kvað. Drengur á 6. ári datt tvöfaldur ofan i
pott með heitu vatni frammi á Svínadal. Hann brann mjög mikið á
baki, rassi og lærum. Var illt við þetta að fást þarna frammi á heiði,
en tíð þá ill og snjóþungi. Greri vel að lokum. — Maður fór úr liði
á öxl. — Maður skeindist eitthvað \ið skotslys.
Þistilfj. Fract. antibrachii: Telpa, sem datt af hestbaki. — Fract.
costarum: Karlmaður, sem datt niður í 8 álna djúpa hlöðu í bygg-
ingu. Var verið að reisa, og steig hann á borðenda, sem sporðreistist.
— Vuln. cont. pedis perforans: Karlmaður, sem varð undir þungu
járnstykki í síldarverksmiðjunni á Raufarhöfn. — Fract. claviculae:
Gamall maður, hálfblindur. Strákur á ljóslausu reiðhjóli reið hann
um í myrkri. — Fract. cruris: Karlmaður, sem varð undir staur, er
valt á fótinn. Var staurinn notaður sem hlunni við að setja niður
mótorbát. — Vulnus incisum abdominis c. prolaps. omenti: Karl-
maður frá Eskifirði (á sildarbát), sem var að tálga spýtu, og hljóp
hnífurinn í kviðinn. Fann lítið til og aðgætti þetta ekki nánar. Mað-
urinn fór á síld í bátnum og orðaði þá eitthvað, þegar hann var biiinn
að rembast þar, að kviðurinn væri ekki samur. Fóru þeir þá að
skoða, og var netjan komin út. Til allrar lukku reyndu félagar hans
ekki að reponera, en komu strax til hafnar. Laparatomia & resectio
omenti, og greri per primam. — Maður fyrirfór sér með fjárbyssu.
Skotsár á enni. Lifði nokkra daga. — Maður fannst drukknaður í
Hafralónsá. Var einn á ferð og vafamál, hvort slys á að telja eða
suicidium.
Vopnafj. Fract. cruris 1 (ostemalacia congen.), radii typic. 1, costae 1,
humeri supratrochlearis (et intraarticularis) 1, ossis front. 1. Luxatio
pollicis 1, mandibulae habitual. 1. Vulnus punctum 1, contus. 4, incis.
5. Contusiones 4. Combustiones 6. Commotio cerebri 1. Sjálfsmorð 1.
Incarceratio glandis 1. — Drengur, 10 ára, sleginn af hesti í ennið.
Húðsár frá hársrótum niður í canalis lacrimalis. Mölbrotið hægra
ennisbein og augnabrún. Beinbrotin tekin og sárið hreinsað og saum-
að saman. Greri per primam. — Maður á Bakkafirði skaut sig í
ennið með kindabyssu. Kúlan fór inn í heila. Var með dálitla rænu
fyrsta sólarhring. Sárið exciderað (með aðstoð héraðslæknis á Þórs-
höfn). Gat eftir kúluna í glabella. Kúlan komin inn úr himnum. Út
í sárið vellur heilagrautur. Hreinsað og bundið um. Maðurinn dó
eftir 6—7 daga. — Stúlka datt á svelli og féll í rot. Væntanlega fract.
baseos cranii.
Hróarstungu. Fract. femoris 1: 10 ára drengur var að renna sér á
skíðum. Skall á hliðina og braut lærbeinið í miðju. — Vulnera
sclopetaria 2: 1) Maður sat í baðstofu og var að stinga ónvtar (!)
hvellhettur úr hlöðnum patrónum. Var búinn að losa 4, en sú 5.
var þá ekki alveg ónýt. Skotið reið af, og patrónan fór í tætlur. Neglur
og hold rifnaði framan af þumli, vísifingri og löngutöng. Þar að auki
rifnaði upp í greipina milli þumalfingurs og' vísifingurs, fyrir utan
ýmsar smáskeinur og rifur. Það má merkilegt heita, hvað menn geta