Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Síða 88

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Síða 88
8fi fram úr rúmi), radii 3 og malleoli 1. — Skorin sár 16, engin stórvægi- leg. Marmeiðsli og distorsiones 39. Eitt þeirra var 19 ára gömul stúlka, er meiddist mjög. Hún klemmdist á milli hlassins á bíl, er ólc fram hjá henni á Olfusárbrúnni og handriðsins á brúnni. Meiðslin ytri voru ekki næsta mjög áberandi og ekkert bein brotið, og bvergi blæddi um náttúrleg op, en líðan hennar var svorill og fór síversnandi, svo að álíta varð, að sprungið hefði í innri liffærum. Hún var flutt á Landsspítalann og nokkru síðar gerður á henni skurður og tekið hægra nýrað, er hafði rifnað. Hlassið var torfhlass, sennilega illa hlaðið eða hafði haggazt í ferðinni, því að það hafði náð lit fyrir bílhlerann, þeim megin, sem að stúlkunni vissi. — Annað var karl- maður með 2—3 þuml. rifu í höfuðleðrið. Hann rakst upp í þverbita á bílhúsi, er bíllinn hentist upp úr hvarfi í veginum við óvarlegan akstur. — Enn eitt var á tvítugum unglingi, er meiddist mjög á hægra læri, er hann „setti í gang“ bátmótor. Sveifin snerti framanvert þykkalærið og reif allmjög linu partana undir húðinni, en særði húðina lítið sem ekki. — Corpora aliena 12, flest í conjunctiva og smávægileg. — Brunasár 10. Eitt þeirra var á 11 ára gömlum dreng, utast á aug'anu og commissura lateral. palbebrae. Drengurinn stóð í smiðju og horfði á, er smiðurinn rak glóðheitt járnið. Hrökk af því teningslagað brot, ca. 3X^X2 mm. að stærð í augað, inn undir commissuruna í milli hennar og conjunctiva og sat J>ar, er drengur- inn kom til mín. Sjónin skemmdist ekki. — Annað var á 21 árs gamalli stúlku. Hún var snemma morguns að kveikja upp í stónni og þótti seint loga eldurinn. Hún skvetti á steinolíu, og gýs þá frain- an í hana strókur logandi lofttegunda, er brenndi andlit, báðar hend- ur og handleggi upp undir axlir (handléggirnir voru berir). Bruninn varð reyndar í þetta sinn hvergi dýpri en á II. stigi — stórar blöðrur — og urðu hvergi ör til muna, né skemind á sjón, en sýndi þó, að æði hættulegt er að skvetta á steinolíu til að lífga eld í eldstæðum. — Enn eitt var á cornea. Ung stúlka var að „krulla“ sig og rak járnið i röndina á cornea. En bruninn var þó ekki djúpur og greri án skemmdar á sjón. — Tvítugur unglingur brenndi sig illa á steinolíu. Hann hafði fengið smávægilegt sár á fótlegg við meiðsli. Hann hafði búið um sárið með steinolíu og það svo rækilega, að ca. helmingur af innfleti fótarins var í sári. Slík slys eru ekki óalgeng hér í héraði. Grímsnes. Af slysförum voru helztar: 1 drukknun, 4 brunar, 3 bein- brot (fract. fibul., clavicul., humeri), auk annara smærri, svo sem skurðsára, distorsiones og contusiones. — Drukknunin vildi þannig til, að þriggja ára gamall drengur var að leika sér einn úti við annan páskadag á Söndunum við Geysi. Stór opin sundlaug er þar við íþrótta- skólann, nokkra rnetra frá ibúðarhúsinu. Drengsins var fljótt saknað, og var talið, að liðið hefði % klukkustnnd frá því að drengurinn hvarf, þar til hann fannst í lauginni. Voru nú lífgunartilraunir reyndar, fyrst af föður barnsins og svo af mér, sem náði þangað ekki fyrr en 2 tímum eftir slysið, vegna fjarlægðar. Reyndust jiær árangurslausar. — Brunarnir vildu til við hveri, sem mikið er af í héraðinu. — Piltur frá Laugarvatni var að horfa á Gejrsisgos, steig óvart ofan í hverholu og brenndist upp að hné. — Roskin kona var
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.