Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Side 3

Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Side 3
Fjarðarfréttir 3 LJOÐ Þorleifur Jónsson, „Skálateigs- strákurinn“hefur talsvert fengist við að yrkja um ævina. Hér á eftir fer örlítið sýnishorn ljóða Þorleifs. HAUSTKVÖLD Sólin I vestri vakir, vafur á tindum logar, niður við hafsbrún hverfast hárauðir skýja-bogar. Nóttin ( austri eygist, ylgeislar falla ( valinn. Skin fer af skálaburstum. — Skuggarnir nema dalinn. Röðull að mari rennur, rökkvar um fjöll og grundir. Norðurljós bærast, blika, bláhveli stjarna undir. Máni um Skjaldfell skyggnist, skýin i vestri blikan. Hrimgeislum stráin stafa. Stjörnur á himni kvikna. Haustljufur friður faðmar foldu og ægis-veldi. Dásemdir dulins máttar drottna á sliku kveldi. Andann úr efnisdróma alverusálin dregur. — Hnattbrautum ofar opnast endalaus himinvegur. SPURT Hvort mun eg þá andast annan bústað kanna, æðri, ofar sólu — yndislegt þar myndi. Eða geymir gröfin grand fyrir hold og anda — og endir llfs og yndis einlægt myrkur reynast? SVAR Umlyki sálir allra upprisubirtan skær, drjúpi' á þær drottins friður dýrðin Guðs nær og fjær. Ljómi frá Ijóssins stóli llfsvonin þln og mín. Af orðum Jesú: „Ég lifi“, Eillfðarvissan skln. (Á Páskadag 1976). Ljóðabréf (á gamla vísu) til nafna míns á Norðfirði 1922. 1. Nafni sæil jeg sezt nú við og sem þér nokkrar bögur. Leti veldur langri bið og lítið efni í sögur. 2. Letin þó að lami mig Ijóðasmíð skal reyna víst er gáfan söm við sig! sagnir byrja' eg greina. 3. Svá er efni sendibréfs sífellt skipað niður: tíðin, líðan, kvillar kvefs, kveðjur, endaliður. 4. Tíð einmuna minnast má mestrar seinni ára, svo elstu menn ei munað fá meiri blíðu „Klára“. 5. Víst er líðan veðri háð — verður slíkt ei hrakið — Svo hefir okkar Saga skráð sanniega jafnan rakið. 6. Lands — hefur — manna líðan góð líkt sem tíðin verið, þó einhverjir hafa endað slóð í ár við dauða-skerið. 7. Enda þótt að ári vel — ei má sköpum renna — allir verða örmum Hel einhvern tíma' að spenna. 8. Heimspekin ei hentar mjer — heldur stirð í bögum — alla jafnan andinn fer eftir sínum lögum. 9. Meðan andinn aðstoð Ijer ætla eg best að reyna, svolítið frá sjáifum mjer í söngvabroti greina. 10. Lifi eg glaður laus við raun — Ijóða — þvaður spara — yfirmaður upp á laun, ær tii svaðilfara. 11. Borða gyllta og bláan skjöld ber jeg á týgjum mínum, húfu skreytta og hæztu völd. — Hermannlegur sýnum! 12. Alla daga út um borg eg svo haga verki: rukka, klaga, rápa um torg, reiði laga merki. 13. Stefni fólki, færi í bönd fyllirafta og dóna Tuska stráka traustri hönd. Trútt svo lögum þjóna. 14. Hreinlætinu hjer í borg hefi jeg eftir litið, að ekki sé á opin torg af almenningi skitið. 15. Skattanefnd er skipuð þrem Skörungsmönnum vöfdum. Ár hvert þar jeg eyða nem átján vikna kvöldum. 16. Eitt er að vinna erfið störf annað að gjöra ei hæti, en leitt er að þræla í landsins þörf sem launar með vanþakklæti. 17. Nær jeg fer þú náir sjá nafni, af skrifi mínu, að tómstundir ég engar á að yrkja og hripa línu. 18. Oft eg minnist Austurlands og allra vina minna, mun jeg arinn-æskuranns — ylinn jafnan finna. 19. Ótal marga unaðsstund átt hef jeg þarna heima Vonir bjartar, vinafund, sem vart er unnt að gleyma. 20. Man jeg vorsins vinarorð, vatna og fossa niðinn, fjallatign og fagra storð, fjörgan lóukliðinn. 21. Man jeg sumars sólskinstíð, sefgræn engi og bala fjóluangan, fjallahlíð, — fegurð innstu dala. 22. Man jeg haustsins mánadýrð, mjöll á fjallabrautum. Kát um svellin krystalskírð krakkar Ijeku á skautum. 23. Man jeg vetrar dimman dag, dapran, frostaraman og úfinn Norðra, nístingslag nöldra vikum saman. 24. Eins jeg man hans kyrru kvöld —■ klaka bundna voga — norðurljósa leiftra fjöld Ijóma um himinboga. 25. Öllum vinum austur þar auðnu vil jeg biðja, gefi þeim dísin gæfunnar gull og marga niðja. 26. Þó efnishyggju aldafar andanum hóti dauða, þá hrífist ei tii helfarar hugsjón „Egils rauða“. 27. Berðu kveðju Bagalstind, brúnum, hlíðum, lyngi, túnum, engi, læk og lind, lóum á söngvaþingi. 28. Ef jeg lifi og auðgur verð, istru fæ og skalla, kem jeg nafni í kynnisferð og kyssi vini alla. 29. Efni þrýtur anda þver, enda hlýt jeg braginn, einskins nýt er nóttin mjer nenni' ei að kríta á daginn. 30. Lifðu heill og gæfan góð götu þína jafni. Vaxi æ þín vonaglóð. — Vertu sæll. Þinn Nafni. Haukur Sigtryggsson er þekktur hagyrðingur og fæst nokkuð við Ijóðagerð. Hér birtast eftir hann tvö ljóð. KERTALOG Stundum hafa stormar og stóru veðrin grimm reynt að kæfa kertalog svo kæmi nóttin dimm, reynt að blása um brotinn skjá, berja inn á gafl, harðan kaldan hvltan snjá, kynlegt dauðans afl. Inni rlkti óttinn og andann næstum kól, en kynlegt, að eitt kertalog kraft hafði sem sól, veifði burtu vofu klfs, von I huga sló, nægði til að neisti llfs nærðist, ekki dó. JÓLAÞULA Bráðum eru horfin bernsku minnar ár, bráðum er sorfinn kletturinn hár, bráðum eru orfin brotin öll I mél, bráðum eru horfin leggur og skel Bráðum er myndin sú máð og breytt. Mikið var á jólunum ketið feitt, mikið var á jólunum öskunum f, allir gátu borðað fylli af þvf Allir gátu borðað, þv( borið var með bæði ö! og kaffi, og fleira varð séð, rúsfnur og sveskjur sáust ( graut, svo var l(ka mandla sem einhver hlaut. Svo var llka mandla, mikið þing, meyjarnar dönsuðu allar f hring, meyjarnar dönsuðu marsúka og ræl, mörg var I draumi heilluð og sæl. Mörg var I draumi drottning um stund f dýrðlegri höll við fagurblá sund. Upp stytti drauma, en indælt var þó inni að vaka f baðstofukró, inni var vaka og vita sig fá vænustu munngát að dreypa á. Piltarnir brostu og brugðu á leik, björt voru augu og meyjan var keik, björt voru augu og bjarmi um þil, börnin sér undu við jólaspil. Kveðin var rfma og reykelsi brann, ró færðist yfir konu og mann, Ró færðist yfir og röddin varð hljóð, raulað að endingu vögguljóð. Styttist nú vakan og verður um sinn værð yfir fólki og svæfill við kinn. Mikið á jólunum jetið var feitt, jafnan verður myndin sú máð og breytt. Bráðum eru horfin bernsku minnar ár, bráðum er sorfinn kletturinn hár, bráðum eru orfin brotin öll f mél, bráðum eru horfin leggur og skel. Rifjaði fólk upp rfmur og ramman galdrastaf, kvað þá við eitt kertalog kvæði um þann sem gaf orku I hvert óðaspil, andans löndin tvenn, vit og kjark og vilja til að vera eins og menn. Við sem núna veljum og virðum allt til gulls, ættum að kenna kertalog og kunna þó til fulls að meta verk og vilja þann sem varðað hefur leið, gleymda konu, gleymdan mann og gengin æviskeið. SPORIN MIN Einn sða annar gengur ávallt í sporin mfn. Fari ég villt þá villist hann, af veginum tapar sýn. Hann sefur ef ég hef sofnað. Hann sér hvernig ég stend vakt. Einhver gengur á eftir mér ávallt f sama takt. Trúr Guði eða trúlaus. Hvort táp eða veikleika ber þá gengur einn eða annar ávallt að baki mér. Ef krýp ég á bæn, hann krýpur. — Hjá krossinum friður er. —" Á eftir mér gengur ávallt einhver sem Ifkist mér. Ef feilspor minn fótur tekur á ferð eftir bröttum stig er þjónustan ill við þann bróður af þörf sinni er treysti á mig. Hann stendur ef ég get staðið, en steypist ég, fall hans gfn. Einhver nálgast svo nákvæmt, nákvæmt f sporin mfn. Elska ég heimsins unað eða sný syndinni frá? Berst ég af öllu afli eftir Guðs rfki að ná? Ó —, á komandi dögum mun Kristur kalla sitt nei eða já til mln — og til eins eða annars, sem eftir mig fótspor sá. Margrét Guðmundsdóttir (skálda- nafn Björk) á létt með að yrkja Ijóð. Hér sýnir hún á sér hlið ijóðaþýð- anda og þýðir kvæði úr norsku.

x

Fjarðarfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.