Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Page 13
Fjarðarfréttir
13
Þeir feðgar Arngrímur Guðjónsson og Þórir í vinnusalnum.
TREBORG
Á ferð okkur um bæinn nú fyrir
skömmu vakti athygli okkar reisuleg
bygging við Bæjarhraun í nýja
iðnaðar- og versiunarhverfinu
handan Reykjanesbrautar. Þarna
ræður ríkjum Arngrímur Guðjóns-
son, eigandi að Tréborg við Reykja-
víkurveg. Við tókum Arngrím tali
og spurðum hann hvenær hann
hefði byrjað byggingafram-
kvæmdir.
„Ég byrjaði á sökklinum í júní sl.
og fyrstu vélarnar setti ég í húsið 15.
október. Framleiðslan hófst strax í
byrjun nóvember svo það má segja
að þetta hafi gengið nokkuð vel.“
Hve stór er þessi bygging?
„Hún er um 700 m2 að grunnfleti.
Þetta hús er fyrsti áfangi því ég hef
hugsað mér að reisa verslunarhús-
næði hér fyrir framan og stefni að
því að ljúka því innan tveggja ára.“
Hvað er svo framleitt?
„Fyrst og fremst húsgögn í barna og
unglingaherbergi. Framleiðslan
hefur nánast öll miðast við það“.
Þú ert þá óhræddur við innflutt
húsgögn?
byggir stórt
„Já, það er ég. Ég hef einnig flutt
inn húsgögn en það fer mjög minnk-
andi. Ég tel að eitt stærsta vandamál
hjá okkur íslendingum sé þessi mikli
innflutningur á hinum ólíklegustu
vörum sem við hæglega getum verið
sjálfum okkur nóg um. Ég er alveg
ósmeykur við samkeppni og er
bjartsýnn á framtíðina í þessum
efnum“
Hversu margir vinna við fyrirtækið?
„Eins og er vinna 7 manns hérna
hjá okkur. Þetta er ekki komið í
fullan gang enn og við eigum von á
mjög fullkomnum vélasamstæðum
innan skamms.“
Það er ekki til setunnar boðið og
í mörg horn að líta hjá þeim feðgum
Arngrimi og Þóri. Við kveðjum þá
með óskum um gott gengi og það er
ekki laust við að við höfum smitast
af þeirri bjartsýni sem við höfum
orðið vitni að, mitt í ölium þeim
drunga og dróma sem virðist ein-
kenna svo þessa siðustu og verstu
tíma.
egi 64J 1HOS/Ð f
Reykjavíkurv iafnarfirði, sími 54499
\Ov
Gleðileg jól
Farsælt komandi ár
þökkum viðskiptin.
lllll
HAFNARBORG
■■■■■
Hafnarborg.
Strandgötu 34
Sími: 50080
SHARP örbylgj'uofnar
Rafbúðin
Álfaskeiði 31 - S. 53020