Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Qupperneq 24

Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Qupperneq 24
24 Fjarðarfréttir MINNINGAR FRA SKOLADOGCIM Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að hin merka skólastofnun Flensborg varð 100 ára á þessu ári. Margt var gert til hátíðabrigða og m.a. var gefið út merkilegt rit þar sem saga skólans er rakin í stórum dráttum. Er það núverandi skólameistari, Kristján Bersi Ólafsson sem hefur tekið saman ritið. Er þar að finna margháttaðan fróðleik úr sögu skólans frá ýmsum tímum. Fjarðarfréttir vildu minnast þessa merka áfanga Flens- borgarskóia og höfðu samband við nokkra nemendur skólans bæði fyrr og nú. Því miður höfðu ekki borist til okkar í tæka tíð greinar frá öllum þeim sem beðnir voru að rifja upp minn- ingar frá skólaveru sinni. Við birtum því að þessu sinni einung- is minningabrot frá 2 fyrrverandi nemendum skólans og færum þeim kærar þakkir fyrir. Sr. Bjarni Sigurðsson frá Mosfelli. í Flensborg 1936 — 39 Við, sem settumst í 1. bekk Flensborgarskóla haustið 1936, nutum einstakra forréttinda. Við fengum umfram aðra að njóta þeirrar breytingar að leggja út á námsbraut okkar í gamla skólahúsinu, en flytjast svo undir eins næsta haust í þá „höll á bjargi," sem valinn hafði verið staður á þessu glæsileg- asta bæjarstæði heillar sýslu. Enn fremur var það sérstakt um okkar hóp, að í fyrsta sinn hófu þá svo margir nám, að 1. bekk varð að skipta. Ekki er samt al- veg sársaukalaust að hugsa til þessa stóra hóps nú, þegar það er jafnframt haft í huga, að gagnfræðaprófi lauk ekki nema rúmlega helmingur, hinir helt- ust úr lest, kannski þorri þeirra vegna knappra kosta kreppuár- anna. Vitanlega er ilmur úr þessari gróðurvin æskunnar tengdur skólasystkinum og kennurum fyrst og fremst, og það hefði varla skipt sköpum um árangur í námi, þó að við hefðum setið öll okkar ár á gömlu bekkjun- um í fjörunni. En núna eftir á að hyggja er eins og því hafi fylgt einhver sérstök lífsfylling, líkast því sem nokkuð hafi rétzt úr baki við það eitt að leggja leið sína í skóla og sitja á skólabekk einmitt á þvílíkum stað, hérna á Hamrinum. Mér fannst í barnaskóla allt af eitthvað heillandi við þetta gjörvulega unga fólk, sem oft sást á förnum vegi í Firðinum með skólapottlokin sín á skakk. Þó var langt frá því, að Flens- borgarar hefðu tilburði til að verða neins konar ríki í ríkinu. En líkast til gjörðum við okkur ekki grein fyrir því á Flens- borgarárunum, að skólinn okkar riaut vegna farsæls starfs í hálfa öld einstakrar virðingar um alla landsbyggðina. Mér hefur verið skapi næst að rifja upp hugfólgnar minningar um kennara og skólasystkini. Þess er þó ekki kostur hér. Félgasstarf var yfirleitt blómlegt að þeirrar tíðar hætti, en setan á skólabekk frá því í bíti á morgnana og iangt fram yfir há- degi hvern virkan dag var ekki síður þá en nú starf og iðja fyrst og fremst. Þó var einstaka sinnum út af því brugðið. Eg minnist morgunstundar fyrir um það bil hálfum 5. áratug. Nemendur og kennarar eru saman komnir í einum sal. Fyrir framan kennarapúltið stendur grannvaxinn maður með bjart yfirbragð, predikarinn, bind- indispostulinn og eldhuginn Pétur Sigurðsson (f. 1890). í ræðu sinni brýnir hann fyrir okkur, hvernig við eigum að bregðast við torleiði lífsins. Stef ræðu sinnar hefir hann sótt í Snorra-Eddu, þar sem segir frá því, hvernig Þór brást við, er- hann óð ána Vimur, sem var mesta ófæra. Og er hann kom í ána miðja, ,,þá óx svo mjög áin, að upp braut á öxl honum.“ Og í miðjum straumnum Ijóðar Þór á foraðið: „veistu, ef þú vex, að þá vex mér ásmegin jafnhátt upp sem himinn." Og sem mælskumaðurinn flytur okkur boðskap sinn, er engu líkara en leiftri af ásjónu hans og höndum. Við skin þessa útmánaða morguns í Flensborgarskóla fölna allar ræður síðan. Álfheiður Kjartansdóttir. í Flensborg 1938 — 41 Sé reynt að hverfa í huganum til Flensborgaráranna fyrir meira en fjórum áratugum, er engu líkarg en þar sér ekkert að finna nema ánægju og skemm- tilegheit. Minningarnar eru að vísu dálítið þokukenndar en það sem tínist fram úr „langtíma- minninu" virðist allt standa í einhverju sambandi við gaman og gott veður. Hvað vorum við eiginlega að læra þessi ár? Jú, þetta vana- lega sem krakkar eru enn að læra, en eitt lærðum við þó sem þau læra ekki í dag: Við lærðum að þéra. Það var merkileg reynsla fyrir ungviði sem „aldrei hafði áður verið þérað" að þramma upp hundrað tröppur (er það misminni?) til að láta þéra sig. Allt kennaraliðið þéraði okkur (gamlir húsvinir hixtuðu þó stundum á því). Það fór því ekki á milli mála að við vorum orðin fullorðin. Á þessum tímamótum fóru strákarnir að klæðast jakka- fötum; þó mátti sjá eina og eina hrekkjusvínapeysu í l.bekk og fáein pör af hvítbrydduðum gúmmískóm, en síðan var sá einkennisbúningur lagður af. Stelpurnar voru í „skóla- kjólum." Engin kvenvera með sjálfsvirðingu hefði látið sjá sig úti eða inni í síðbuxum, nema hún væri að koma úr fiskvinnu ellegar á leið í ferðalag og þá að sjálfsögðu í pokabuxum. Það var ekki búið að finna upp nælonsokkana, hvað þá sokka- buxurnar og engan gat órað fyrir þeirri byltingu sem plast- pokinn átti eftir að valda í íláta— og hirslumálum þjóðar- innar. Hápunktur félagslífsins var að sjálfsögðu kennara- skemmtunin. Þá voru langvinn ræðuhöld og sameiginleg kaffi- drykkja nemenda, kennara, skólanefndarmanna og stór- menna af ýmsu tagi. Bakkelsið var framleitt og framreitt af námsmeyjum og gestirnir oft ansi þaulsætnir yfir kaffi og ræðum áður en dansinn gat hafist. Á slíkri skemmtun henti það eitt stórmennanna að segja í eldheitri ættjarðarræðu: „Jafnvel þeim sem eru sunnan með sjó, þykir vænt um sínar æskustöðvar.“ Suðurnesja- menn sátu gneypir undir þessu. Við vorum ekki sérlega vin- sæll árgangur hjá kennurum — létum illa í tímum. Við vorum auðvitað engin hrekkjusvín eða ,,kvæ“ en við gátum hvorki setir kyrr né þagað í tímum. Kennurum gekk því misvel að halda þessum svonefnda aga. Einn þeirra brást við á dálítið sérstæðan hátt; hann gerði við okkur samning. Hann átti að fá að kenna í friði hálfan tímann meðan við þögðum og hlustuð- um, gegn því að við hefðum okkar hentisemi það sem eftir var tímans og þá gæti hann setið og lesið Moggann. Þetta líkaði okkur stórvel og hugðum gott til glóðarinnar. En hinir kennararnir komu í veg fyrir að þessi merkilega tilraun yrði prófuð til þrautar. IIlu heilli var hljóðbært í skólanum og ekki heyrðist mannsins mál í stofun- um í kring meðan „stundin okkar“ stóð yfir. Tilraunin varð því endaslepp. Við byrjuðum í Flensborg á kreppu— og atvinnuleysis- tímum en þegar við útskrifuð- umst var komin heimsstyrjöld, hernám og Bretavinna og ólíkur svipur á tilverunni. Það var allt í einu næg atvinna, efnahagur fólks var að batna og líklega höfðu orðið einhvers konar straumhvörf í hafnfirsku (íslensku) þjóðlífi, — það var búið að ræsa fyrir lífsgæða- kapphlaupið. Ég held að fæst okkar hafi gert sér rellu út af þessu á Flensborgarárunum. Þau ár voru tími til að gleðjast og hafi einhver lærdómur seytlað inn í okkur svona með- fram, þá var bara að taka því og segja takk fyrir og það geri ég hér með. Við höfum fötin á ykkur. Hlaupið ckki langt yfir skammt. Jólin nálgast Kjörorð okkar er góð þjónusta. e'k Strandgötu 31 sími: 53534 \i/ Ferðaskirfstofan CJRVAL óskar Hafnfirðingum gleðilegra jóla og þakkar ánægjuleg sam- skipti á árinu, sem er að líða. Á næsta ári mun ÚRVAL, eins og endranær, bjóða upp á ÚRVALS-ferðir á ÚRVALS- verði. VELKOMÍN í ÚRVALS- FERÐ. FERDASKRÍFSTOFAN ÖRS/AUW 2 69 00

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.