Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Qupperneq 33

Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Qupperneq 33
Fjarðarfréttir 33 Tai“. í þessu sambandi er ástæða til að taka fram að Kínverjar virð- ast kunna öðrum mönnum betur að umgangast görótta drykki án þess að vandræði hljótist af. Af öllum þeim aragrúa fólks er við hittum við margvísleg tækifæri á ferðum okkar sáum við aldrei ölvaðan mann. Gætum við margt af þeim lært í þeim efnum eins og svo mörgum öðrum. Kínverjar eru meistarakokkar og Peking- öndin er eitt mesta lostæti sem ég hef smakkað. Peir eru líka snillingar í að skreyta réttina. Clr radísum og rófum skera þeir hinar fínlegustu rósir og krúsin- dúllur, og úr grænmeti og eggjum búa þeir til furðulegustu fugla og fiska og aðrar fígúrur svo hrein unun er á að horfa hvað þá að borða. í HITABYLGJU Á FÖGRUM STAÐ í Canton héldum við tvenna tónleika við ágæta aðsókn og undirtektir. Og við fengum tæki- færi til að heimsækja marga merka og fagra staði, t.d. suð- ræna garða með unaðslegum blómum og öðrum gróðri. Postu- línsverksmiðju, þar sem stúlkur mótuðu með eldings hraða fagrar styttur af miklum hagleik, Budda- og Taó- pagóður, stórkostlega fimleikasýningu sáum við og heimsóknin í barnahöllina var eftirminnileg. Loftslagið í Canton er mjög heitt á þessum árstíma eða 36-38° daglega og það er mikill raki í loftinu. Það kom sér því sannarlega vel hve hótelið og bílarnir voru vel loftkældir. Síð- ustu dagana okkar í Canton frétt- um við að von væri á „Tai Fang“ þ.e. hvirfilbil og þegar svo stendur á hitnar og hitnar í veðri og loftið verður algerlega stillt og mjög molllulegt. Hvirfilbylurinn kom ekki fyrr en við vorum farin frá borginni, en seinna sáum við strókinn úr flugvélinni og sumir náðu ágætum myndum af þessu náttúrufyrirbæri. PEKING HÁPNKTUR ÓGLEYM- ANLEGRAR FERÐAR 30. júlí komum við svo til Pek- ing, höfuðborgar þessa fjöl- mennasta ríkis veraldarinnar. Nokkur blæmunur fannst mér vera á Canton og Peking. Fólkið í Peking virtist heldur hávaxnara og alvörugefnara og e.t.v. ekki eins fljóttekið, en merkileg saga borgarinnar og hinar stórkost- legu byggingar bæði nýjar og gamlar setja sérstakan virðuleika og menningarblæ á staðinn, og í mínum huga er dvölin í Peking ásamt ferðinni á Kínamúrinn mikla hápunkturinn á þessari annars ógleymanlegu ferð. Það rigndi er við komum til Peking, og raunar rigndi mestan tímann sem við vorum þar, sem kom sér mjög vel, því við það snarlækkaði hitastigið eða úr 36° niður í 26°, sem gerði okkur lífið mun bæri- legra en ella. í Peking héldum við þrenna tónleika í ágætum kon- sertsal og lokatónleikunum var sjónvarpað um allt Kínaveldi. Sjálfsagt höfum við aldrei haft jafn marga áheyrendur og í það skiptið, því við urðum vör við að mikið er horft á sjónvarp í Kína eins og raunar annarstaðar í heiminum. Auk þess komum við einnig fram í Radio Peking með kórnum þar og var það ánægju- leg stund. Fyrsta kvöld okkar í Peking var efnt til stórkostlegrar veislu í hinni geysistóru alþýðu- höll er stendur við torg hins himneska friðar í hjarta borgar- innar. Mér verður það alltaf minnistætt að er við komum inn í stóran fagurlega skreyttan sal- inn þar sem hófið fór fram, sást þar ekki einn einasti maður. En brátt vorum við leidd bak við eins konar skerm í hinum enda salar- ins, og þar biðu okkar ýmsir fyrir- menn staðarins og buðu okkur velkomin. Var síðan sest að snæðingi og skeiðað í gegnum 14-15 rétta máltíð með tilheyr- andi skálaglamri og ræðuhöld- um. KÍNAMÚRINN — EITT AF FtlRÐUVERKGM VERALDAR- INNAR í Peking er margt að sjá og skoða m.a. hinn fagra Beihai- garð, torg hins himneska friðar, keisarahallirnar fornu (forboðnu borgina og sumarhöllina), Ming grafhýsin, Pekingóperuna,, en sjálfsagt verður okkur öllum ógleymanlegt að standa á Kína- múrnum mikla, sem er eitt af furðuverkum veraldarinnar og eina mannvirkið á jörðinni, sem sést frá tunglinu. Bygging múrs- ins var lokið fyrir 2200 árum og tók verkið um tvær aldir. Hann er 6350 km. langur, sem þýðir að hann næði rúmlega fjórum sinn- um kringum hringveginn hjá okkur. Mao formaður lét eitt sinn svo um mælt að enginn væri hetja, sem ekki hefði staðið á múrnum mikla, og hefur nú Hafnarfirði bæst mörg góð hetjan eftir þessa ferð, a.m.k. ef taka má mark á orðum Maos formanns. Hér eru Hafnfirðingarnir á siglingu á vatninu við hina fornu Sumarhöll keisarans. Egill ræðir við ,,kollega“ sína hjá útvarpsstöðinni í Peking. r r -- 1 f A i %’ 1 A 1 + v Æ á }y 1 ...... HAFNFIRÐINGAR! Leitið ekki langt yfir skammt. Leikföng í fjölbreyttu úrvali. LEIKBÆR Reykjavíkurvegi 50, sími 54430 Með lögum skal land byggja! Hljómplötur og kasettur í úrvali. Filmuframköllun (samdægurs, sé komið með filmuna fyrir kl. 11°°) Verið velkomin! Hljómplötuverslunin MARS/steinar hf. Strandgötu 37, Sími 53762 * ATHUGIÐ: Verið tímanlega fyrir jólin með permanent, klipp- ingar og strýpur. Einnig andlits- snyrtingu, litanir og fótsnyrtingu. ATH.: Við höfum opið á laugardögum frá 9°° - 1°° Óskum viðskiptavinum okkar GLEÐILEGRA JÓLA HÁRGREIÐSLCI— OG SNYRTI- STOFAN Reykjavíkurvegi 62 sími 51938 Við kínverska múrinn.

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.