Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Qupperneq 34

Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Qupperneq 34
34 Fjarðarfréttir vinna að marsters-ritgerðinni gripu mig hvað eftir annað efasemdir um að þær aðferðir sem ég notaði og voru viðurkenndar sem þær bestu sem völ væri á, væru í rauninni réttar. Mín reynsla var að þeim fylgdu aukaverkanir og þær höfðu önnur áhrif en til vað ætlast. Auk þess var ég sannfærður um að eldri aðferðir væru heldur ekki nothæf- ar. Ég fann mig því knúinn til að finna lausn sem ég gæti sætt mig við. Þess vegna hélt ég áfram að lesa og velta þessum málum fyrir mér eftir að heim kom og þegar nýjar hugmyndir fóru að fæðast með mér ákvað ég að stefna að nýju marki, doktorsritgerðinni, sem ég varði á dögunum. Þess má geta að ég fékk mikla hvatningu fólks sem ég met mikils, ekki síst frá erlendum ,,kollegum“, sem fylgdust með því sem ég var að þróa með mér. Um hvaðfjallar svo doktorsritgerð- in? Það er auðvitað útilokað að út- skýra það i stuttu blaðaviðtali. Ég brýt niður allar helstu rikjandi að- ferðir, þar með kenningar læri- meistara míns Robert Stake, sem alla tíð var mér mjög innan handar og hvatti mig til dáða. Þá blandast í þetta athuganir á sögu samræmdra prófa á íslandi og hvernig þau hafa mistekist á margan hátt og haft alvarlegar aukaverk- anir. Smám saman leiði ég fram mínar eigin kenningar. Þar varð ég að byrja á því að leysa viss grundvallar- atriði fyrir sjálfum mér og leiðist síðan út á eigin brautir í hug- myndum mínum sem áður hafa ekki verið notaðar í mínum fræðum. Ef til vill má segja að lykilorð í kenningum mínum sé sjálfsmat, sjálfsgagnrýni. Þessi sjálfsgagnrýni nær ekki aðeins til þess verkefnis sem verið er að vinna með hverju sinni heldur snertir jafnvel þá lífssýn sem menn hafa og hefur því varan- leg áhrif á önnur störf eða verkefni. Ríkjandi hefur verið, að sá sem metur kemur „utan frá“ og sá sem metinn er hefur litla sem enga möguleika til þess að hafa áhrif á forsendur matsins, því að þær eru gefnar fyrir fram. Því er hætta á að sá sem metinn er reyni að falla að matsforminu og neyti til þess allra bragða. Dæmi um slíkt er t.d. svindl á prófum. Öll viljum við að einstaklingurinn sé gagnrýninn ekki aðeins á sjálfan sig heldur einnig á allt umhverfi sitt. Einstaklingurinn á að vera ábyrgur bæði vegna þess sem hann gerir og einnig þess sem hann gerir ekki. Ég á við að við eigum að vera virk í af- stöðu okkar til umhverfis okkar og láta okkur málin einhverju skipta. Til þess að ná þessu sem ég kalla gagnvirkt mat þurfa báðir aðiljar, sá sem metur og sá sem er metinn er að ganga til þess verks með opnum huga, án hugrenninga um fyrirfram gefnar niðurstöður. í hefðbundnu mati, sem ég kalla svo, þarf sjálft matið ekki að hafa nein áhrif á þann sem metur. Það er niðurstaðan sem skiptir megin máli og allt snýst um. í gagnvirku mati er niðurstaðan ekki höfuðatriðið heldur sjálft ferlið, að sem flestir þættir sem mál- ið snerta séu skoðaðir og reynt að gera sér grein fyrir hvaða atriði það eru sem í raun hafa áhrif á árangur- inn, í hverju sem hann er svo fólg- inn. Ég vil taka það fram að ég er ekki aðeins að tala um skólastarf. Þetta er lögmál í öllu mati, hvaða stars- grein sem það snertir. Ef við höldum okkur við skólann, þá hefur matið nánast eingöngu far- ið eftir því hvort skólinn útskrifar nemendur með góðar einkunnir og stundum er undir hælinn lagt hvort tilgangurinn er ekki látinn helga meðalið. Lélegri skóli er þá sá skóli þar sem nemendur standa sig ekki eins vel á hefðbundnum prófum. En inni í þessu hefðbundna mati tel ég vera ýmsa þætti sem auki á firringu bæði þeirra sem meta og eins hinna sem metnir eru. Ein afleiðing þessa er hinn margnefndi skólaleiði sem er að finna hjá allt of mörgum nem- endum, og einnig vinnnuleiði kenn- ara og annarra þeirrra sem að skóla- starfi vinna, þegar þessir aðilar finna að eitthvað er að, en henda ekki reiður á hvernig á úr að bæta. Við höldum að með hefðbundnu mati getum við tryggt gæði. Ég er þess fullvisss að þvi er þveröfugt farið. Við veljum heldur ekki alltaf þá ,,hæfustu“ með hinu hefð- bundna mati. í einstökum tilvikum má auðvitað nota slíkt mat og ekki er ég meðmæltur því að leggja niður öll próf, síður en svo. En við meg- um aldrei líta á slíkt sem einhlítan Fjölskyldan að Hringbraut 48: Þau hjón Ólafur og Pétrún ásamt börnum sínum Óttari og Ragnheiði Huldu. Jón Sverrir, sonur þeirra stundar nám í heimspeki í Bandaríkjunum. — Rætt við Dr. Ólaf Proppé. Það er sunnudagskvöld. Við erum stödd á heimili Dr. Ólafs Proppé og konu hans Pétrúnar Pétursdóttur, að Hringbraut 48, hér í bæ. Umræðuefnið á að vera doktorsritgerð Ólafs og aðdragandinn að henni. En því er ekki að leyna að mörg fleiri málefni ber á góma og tíminn liður hratt. Þeir sem þekkja til Ólafs Proppé furða sig oft á því hve ótrúlega víða hann hefur komið við og einnig þeim eiginleika hans að geta sett sig inn í hin ólíklegustu málefni. Hann var lengi formaður Hjálparsveitar Skáta í Hafnarfirði og starfaði og starfar reyndar enn mikið að félagsmálum. Kokkur var hann til sjós, leiðsögumaður í öræfaferðum- barna- verndarfulltrúi i nokkur ár- erindreki Bandalags ísl. skáta- ritstjóri Menntamála- kennari um árabil- starfsmaður skólarannsókna, for- maður prófanefndar undanfarin ár og síðast en ekki sist ritstjóri FJARÐARFRÉTTA hinna fyrri á árunum 1969-1971. Þá er hann formaður nýstofnaðs félags áhugafólks um skóla og uppeldismál. Það er því af ýmsu að taka og erfitt að standast þá freistingu að vaða úr einu í annað en ætlunin er sem sagt að spjalla við Dr. Ólaf um námsferil hans að loknu kennaraprófi og aðdraganda og efni doktorsritgerðarinnar. Við höfum komið okkur notalega fyrir og spyrjum: Hver var kveikjan að þvíað þú réðst Ég var svolítið kvíðinn vegna íþetta nám? námsins, því ég hafði fengið fyrra Það má segja að þetta hafi verið að brjótast í mér lengi. Ég var aldrei fyllilega sáttur við ríkjandi aðferðir við að meta námsárangur nemenda og ég tók þátt í umræðum og nokkrum tilraunum til breytinga á þessu þegar ég kenndi í Öldutúns- skóla. Kveikjan að þvi að ég fór út í námið var hins vegar kynning á fyrirhuguðu námsefni framhalds- deildar Kennaraskólans 1972. Eftir að hafa fengið nasasjón af því ákvað ég að skella mér í deild- ina. Námsefnið var námsmat og - námsskrárgerð og var þetta eins vetrar nám. Eftir þennan vetur var ég ákveð- inn í að halda áfram og sótti um námsstyrk Unesco til háskólanáms erlendis í mati á skólastarfi. Ég sótti um í háskólanum í Illinois í Banda- ríkjunum sem talinn er einn fremsti háskóli heims í þessum fræðum. Ég fékk þennan styrk og jafn- framt ársleyfi á launum frá kennslu og þá var ekki um annað að ræða en að drífa sig út. Ég hélt svo til Bandaríkjanna með alla fjölskylduna sumarið 1974. Hvernig leist þér svo á skólann og námið þegar út kom? nám mitt metið til jafns við BA-nám og varð að sýna það á fyrsta misseri að ég réði við þetta. Þetta tókst mér sem betur fer, og fljótlega sökkti ég mér niður í námið og tókst fljótt að yfirvinna byrjuna- erfiðleikana. Þessi háskóli er einn af fáum stór- um ríkisskólum sem stofnaðir voru í Bandaríkjunum um miðja síðustu öld. Allt er svo stórt í sniðum þarna að háskólabærinn myndi teljast borg á okkar mælikvarða. Nemend- ur eru um 36000 og fastir kennarar um 6000 að ótöldum fjölskyldum þeirra og öðru starfsfólki. Bókasafn skólans er þriðja stærsta háskólabókasafn í heimi. Sem dæmi um ótrúlegan fjölda bóka í safninu þá kom kunningi minn í heimsókn og ég fór m.a. með hann í bókasafnið. Ég sagði honum að biðja um einhverja bók og hann bað um Foldu eftir Thor Vilhjálms- son. Eftir mínútu eða svo var bókin komin til okkar. Skólinn á heilan flota bifreiða til eigin nota auk flugvéla, enda fara prófessorar skólans vitt og breitt um Bandaríkin til fyrirlestra og ráð- stefnuhalds. Það er auðvitað ómetanlegt að hafa aðgang að slíku safni, og vilji svo ólíklega að bók sem beðið er um er ekki til á safninu er hún þegar í stað keypt, sé þess nokkur kostur. University og Illinois er einn fremsti háskóli Bandaríkjanna og í minni grein einn sá albesti. Hvernig gekk svo námið? Það gekk áfallalaust og raunar betur en ég hafði búist við. Ég lauk svokölluðu „master- prófi“ með lokaritgerð árið 1976. Þessa lokaritgerð vann ég að mestu hér heima. Hún var byggð á mati á nýju námsefni í samfélagsfræði. Ég vann þar m.a. úr viðtölum í skólum við nemendur og kennara, ræddi einnig við foreldra og þá aðila sem sömdu námsefnið. Þessar aðferðir við matið byggðust mest á því sem ég hafði lært áður, einkum kenn- ingum eins aðalkennara míns, Robert Stake. Hann kom með byltingarkenndra hugmyndir varðandi námsmat 1967 og hafði hann haft mikil áhrif á mig. En þú lést ekki staðar numið eftir mastersprófið. Var það alltaf œtlun- in að halda áfram? Nei, síður en svo. Ég ætlaði mér ekki að halda áfram, en þetta óf allt saman upp á sig. Þegar ég var að „ÉG FANN MIG KNÚINN TIL AÐ FINNA LAUSN, SEM ÉG GÆTI SÆTT MIG VIÐ.“

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.