Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Síða 36

Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Síða 36
36 Fjarðarfréttir Lífsreynda konu, á besta aldri, dreymdi eitt sinn að hún væri stödd í frumskógi, fáklædd mjög. Skyndilega birtist stór svertingi í skógarþykkninu, kviknakinn og ákaflega vel vaxinn. Konan tók á rás og svertinginn á eftir og upphófst nú mikill eltingar- leikur sem barst víða um skóginn. Svo fór þó að lokum, að svertinginn náði konunni og hún spurði með titrandi röddu: Hvað ætlarðu að gera við mig? -,,Hvað ég ætla að gera við þig“, - svaraði surtur hryssingslega, - Hvernig í ósköpunum á ég að vita það. Þetta er þinn draumur en ekki minn...“ * Svo var það Hafnfirðingurinn sem ákvað að fara í sumarleyfinu til Rómar. ,,Þú verður aldeilis að gæta að þér,“ sagði vinur hans, „Það er allt að 40 stiga hiti í forsælu í Rom.“ „Hver segir að ég ætli að vera í forsælunni," sagði Hafnfirðingurinn. * Þrír brekkusniglar komu á bar og pöntuðu sér þrjú glös. Þegar þeir ætluðu að borga kom í Ijós, að þeir voru ekki með peninga með sér. Varð úr að einn færi heim til að sækja peninga og bað hann hina að bíða og hreyfa ekki við glasinu sínu á með- an. Þeir lofuðu því og hinn lagði af stað. Þegar sniglamir tveir á barnum höfðu beðið í þrjár vikur ákváðu þeir sín á milii að bíða ekki lengur eftir hinum heldur drekka úr glasinu hans til að drepa tímann. Þá heyrðist reiðileg rödd við hinn enda bar- borðsins: Ef þið snertið glasið, sný ég við og hætti við að sækja peningana..." Einn góðviðrisdag síðastliðið sumar var lögreglan að gera könnun á notkun öryggisbelta. Hún stöð- vaði 3 unga Garðbæinga, reyrða í örygginsbelti, tók í hönd bílstjórans og óskaði hónum til ham- ingju með að vera fimmtugasti bíllinn sem stöðvað- ur væri þar sem allir væru með öryggisbeltin spennt. „Fyrir þetta færðu fimm þúsund krónur í verðlaun. Hvernig geturðu best varið þessum pen- ingum? spurði lögreglan. Bílstjórinn svaraði án umhugsunar: „Ætli það sé ekki best að drífa sig í bílprófið." Þá gellur við í vininum í framsætinu: „Blessaður taktu ekki mark á honum, hann lætur alltaf svona þegar hann er fullur." Þá sagði óróiegur farþegi í aftursætinu: „Eg vissi alltaf að við kæmumst aldrei á Selfoss í stolnum bíl.“ * Kona ein lagði mikla áherslu á það við umboðs- mann happdrættisins að fá mið nr. 21. (Jmboðs- maðurinn lagði hart að sér og tókst að ná númerinu sem konan óskaði eftir. Þegar dregið var í happdrættinu kom stærsti vinn- ingurinn á miða nr. 21. „Þú hlýtur a hafa fundið þetta á þér kona góð,“ sagði umboðsmaðurinn við konuna. „Já, ekki get ég neitað því“, sagði konan. „í sjö nætur í röð dreymdi mig töluna sjö og eins og allir vita er 7x7 = 21“. * Annars er hann alltaf góður þessi með son Mafíu- foringjans sem svaraði þegar faðir hans spurði hvernig hefði gengið í prófinu: - „Það gekk mjög vel. Þeir yfirheyrðu mig í tvo tíma en ég sagði ekki orð..“ GAFLARAGRÍN Maður einn spurði lögregluna hvernig hann gæti komist inn í miðborgina. Taktu strætisvagn númer 52 sagði lögreglan. Mörgum klukkustundum síðar gekk lögreglan fram á manninn sem spurt hafði og var hann ennþá á strætisvagnastöðinni. Hvað er ekki vagn númer 52 kominn ennþá, spurði lögreglan. Nei, en hann hlýtur að fara að koma, svaraði maðurinn. Það eru nú þegar komnir 50. í hundaverslun. Heyrið þér góði maður. Haldið þér að ég muni borga 400 kr. fyrir hund sem lýgur. Lýgur! Hvað eigið þér við? Hundur getur auðvitað ekki logið. Ja, ég heid því nú samt fram að þessi hundur er uppfullur af lýgi. Ja, ef þér getir sannað það, þá skulu þér fá hundinn ókeypis. Komdu hérna, hvutti minn. Geturðu sagt mér hvað kisa segir? Voff, voff. * Ég verð að biðja þig að flytja úr íbúðinni strax. Þú skuldar mér núna sex mánaða húsaleigu. Flytja án þess að borga? Hvers konar maður heldurðu að ég sé eiginlega? Ákafur golfáhugamaður, sem nokkuð var kominn til ára sinna fór til spákonu og vildi fá að vita hvort golfvellir væru á himna- ríki. Spákonan lofaði að komast eftir því að bað hann að líta við hjá sér daginn eftir. Þegar hann kom sagðist spákonan hafa bæði góðar og slæmar fréttir. Leyfðu mér fyrst að heyra þær góðu. Já, það eru margir góðir golf- vellir í himnaríki, sléttar iðja- grænar brautir í dýrlegu um- hverfi. Engin völlur er þar undir 18 holum og klúbbhúsin eru alveg stórkostleg. Bravó, sagði maðurinn. Og slæmu fréttirnar? Ja, ég tók eftir því, að það er búið að skrá þig í keppnina sem hefst næstkomandi miðvikudag. Byggingarmeistarinn. Karl múrarameistari var sjúkur og fór til læknis. Ég er svo aumur í hnjáliðunum, sagði hann við lækninn. Vatn, vatn, það er vatn, sagði læknirinn. Svo er ég slæmur í mjó- hryggnum, sagði karl. Það eru steinar, steinar, sagði læknirinn. Og svo á ég í mjög miklum erfið- leikum með minnið, sagði Karl. Það er kalt, það er kalk, sagði læknirinn. Nú jæja, þá vantar nú ekkert nema stillansinn, sagði Karl. * Sigga var alltaf lægst í öllum fögum í sínum bekk. Dag einn hélt kennslukonan langa ræðu yfir henni og sagði meðal annars: Þegar Vigdís Finnboga var á þínum aldri var hún hæst í sínum bekk. Og þegar hún var á þínum aldri varð hún forseti íslands, svaraði Sigga. Úr fjölskyldulífinu. Ég er ekki sú einasta sem viil vita hvað þú varst aö gera í gær- kvöldi það bíða blaðamenn og lögreglumenn eftir þér frammi í forstofu. Gæti yðar, góði maður, að detta ekki út af svölunum. En ef þér skylduð detta þá horfið til vinstri. Útsýnið er alveg stór- kostlegt. Óli minn, hvaða hávaði er þetta inni í stofunni? Hafðu engar áhyggjur, mamma mín, afi er bara að hjálpa pabba með heimadæmin mín. * Ég heyrði að veiðiferðin hjá þér hefði endað með ósköpum. Fórstu ekki úr axlarliðnum? Var fiskurinn virkilega svona þungur? Nei, nei, Óhappið gerðist nú þegar ég var að segja frá hversu stór hann var. * Eins og allir vita er nautakjöt oft bragðbest þegar það hefur hangið nokkurn tíma. Maðurinn kom í kjötverslun. Ég ætla að fá nautakjöt sem hefur hangið lengi. Hafið þér það? Já, já, hvað segið þér til dæmis um uxahala. * Ég fór með konuna á útsölu í gær. Jæja, og hvað fékkstu fyrir hana? Ég hitti manninn þinn í bænum í gær. Hann sá mig ekki. Nei, hann sagði mér það. * Sveitamaður einn kom í heim- sókn til Hafnarfjarðar og greindi frá lífinu í heiðardalnum. Er ekki kalt þar? spurði Hafn- firðingurinn. Jú, hvort það er. í fyrra var svo kalt að ef hitamælirinn hefði verið tommu lengri hefði öll sveitin frosið í hel. * Hann sótti um starf hjá sirkus- stjóranum og var að segja honum frá því atriði sem hann gæti framkvæmt. Ég get stokkið úr þrjátíu metra hæð og niður í tóma flösku. Það er nú alveg útilokað, sagði sirkusstjórinn. Ja, reyndar og til þess að vera alveg heiðarlegur þá eru brögð í tafli Ég nota nefnilega trekt. * Frómur starfskraftur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar mun einhverju sinni hafa viðhaft sérstakar merkingar á bæjarbúum á þar til gerðum eyðublöðum, sem einkum voru fyrir hann sjálfan til hægðarauka og aðgreiningar. Sumir voru merktir hinum og þessum bókstöfum, en lang- flestir bókstöfunum AA. Lengi vel fékkst ekki uppgefið hvað þetta átti að merkja. Eftir þrá- látar beiðnir og fortölur var gátan leyst þegar viðkomandi starfsmaður svaraði: „Æ, það þýðir bara Aðfluttur Andskoti."

x

Fjarðarfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.