Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Síða 38
38
Fjarðarfréttir
Félag aldraðra
LAUNIN MÆLD í ÞAKKLÆTI, EN EKKI KRÓNUM
íHafnarfirði eru starfandi mörg félög. Þau eru auðvitað misjafn-
lega virk og hafa hin margbreytilegustu markmið.
Sum þeirra eru oft í sviðsljósinu en önnur láta minna yfir sér.
Þátttaka ímörgum þessara félaga miðast við einhver inntökuskilyrði
eða einhverja hœfni og í nokkur þessara félaga er enginn hœgðar-
leikur að verða þátttakandi.
Styrktarfélag aldraðra í Hafnarfirði hefur nokkra sérstöðu í
þessum efnum.
Það er því œtlunin að skyggnast dálítið að tjaldabaki og frœðast
um þennan merka félgsskap, sem hefur starfað að málefnum
aldraðra í nœr 15 ár hér í Hafnarfirði.
Við hittum að máli frú Láru
Jónsdóttur, formann félagsins og
Sverri Magnússon, lyfsala, varafor-
mann og í fylgd með þeim rifjum
við upp eitt og annað úr sögu félags-
ins og hvernig starfinu er nú háttað.
Einnig er stuðst við bækling sem
Eiríkur Pálsson hefur tekið saman
um stofnun félagsins og starfsemina
undanfarin ár.
JÓHANN ÞORSTEINSSON
FRUMKVÖÐULL AÐ STOFNUN
FÉLAGSINS.
Jóhann Þorsteinsson var forstjóri
Sólvangs um árabil. Hann lét af
störfum 1966 og fór þegar að undir-
búa stofnun styrktarfélgas aldraðra.
Hann ræddi þessi mál m.a. við þá
Sverri Magnússon, lyfsala og Gísla
Kristjánsson, fyrrum útgerðarmann
og brátt myndaðist góður kjarni
fólks sem hafði áhuga á félagsstofn-
un um þetta mikilvæga málefni.
Stofndagur félagsins var 26. mars
1968. Félagið verður því 15 ára í
mars nk.
SJÁLFBOÐASTARF
Við innum þau Láru og Sverri
eftir því hvort einhver skilyrði væru
til félgasþátttöku.
„Alls engin“ segir Lára. ,,í
lögum félagsins segir að einstakl-
ingar- félög og stofnanir í Hafnar-
firði og nágrenni geti orðið félagar.
Það er útbreiddur misskilningur að
fólk þurfi að vera orðið ellilífeyris-
þegar til þess að geta gengið í félag-
ið.“
Og Sverrir bætir við: „Við
þurfum mjög nauðsynlega á yngra
fólki til aðstoðar í starfinu. Því
miður hefur það orðið svo að mikil
vinna hefur lent á fáum herðum.
Það er ótrúlegt hve tiltölulega fáar
konur hafa áorkað í félagsstarfinu.
Ég vil því skora á sem flesta að
leggja hönd á plóginn og vinna að
þessu starfi með okkur. Launin eru
rikuleg, ekki mæld í krónum, heldur
því þakklæti sem við finnum svo vel
hjá þeim sem njóta þess sem gert
er.“
„Já“ segir Lára, „ég hef stund-
um verið spurð að því hvort við
séum ekki á launum við þessi störf.
Því er fljótsvarað að aldrei hafa
verið greidd laun í þessu skyni,
hvorki til þeirra sem annast skipulag
starfseminnar eða til þeirra sem
koma fram og skemmta, oft mætir
listamenn. En það tek ég hjartan-
lega undir með Sverri að launin eru
þó ríkuleg þegar við finnum fyrir
þeirri ánægju sem gamla fólkið
hefur af því sem fyrir það er gert.“
FRÆÐILEG A THUGUNÁ MÁL-
EFNUM ALDRAÐRA.
Árið 1969 var slík athugun gerð
í Hafnarfirði. Var Hafnfirðingum
67 ára og eldri sendur spurningalisti
um nokkur atriði er vörðuðu hag
aldraðra.
Var síðan unnið greinargott yfirlit
úr þeim svörum er bárust um hús-
næði og aðra þætti er snertu
aldraða. Skóp þetta grundvöll að
markvissara starfi að málefnum
aldraðra en ella hefði verið. Sam-
starf er mjög gott við Félagsmálaráð
og fer það vaxandi. í viðræðum sem
fram fóru milli félagsmálaráðs og
fulltrúa stjórnar félgasins kom fram
að verið væri að vinna að bæklingi
þar sem kynnt væri sú þjónusta sem
stæði öldruðum Hafnfirðingum -
„OPIÐ HÚS“ til boða.
„Þessi þáttur hefur verið hjá
okkur allar götur frá árinu 1969“ -
segir Lára. „Þessi starfsemi fer fram
yfir vetrarmánuðina annan hvern
fimmtudag frá kl. 14-17. Lengst af
vorum við í „Gúttó“ og þátttakan
var alltaf mikil, oft svo mikil að
húsið rúmaði vart alla þá sem
komu.
Segja má að nú verði þáttaskil í
starfinu, því við höfum fengið nýja
fundarsalinn í íþróttahúsinu við
Strandgötu til umráða í þessu skyni.
Bærinn hefur látið okkur hann í té
endurgjaldslaust og erum við afar
þakklát fyrir það“.
Sverrir Magnússon lyfsali.
Sverrir heldur áfram: „Já, þessir
fundir hafa alltaf verið mjög vel
sóttir. Við tókum fljótt upp þá
stefnu að leita til ýmissa félaga og
klúbba í bænum og þessi samtök
hafa síðan séð um dagskrá í „opnu
húsi“. Þetta er auðvitað ákaflega
vel gert og léttir okkur starfið. Sem
dæmi um hug manna til þessa starfs
get ég nefnt að það er orðinn fastur
liður árlega, að Níels Árnason hefur
boðið til kvikmyndasýningar og
síðan hafa þátttakendur þegið veit-
ingar á heimili hans eftir sýningu.
Því miður hafa karlmenn ekki verið
nógu duglegir að koma á fundina
okkar og er þeirra auðvitað sárt
saknað. Ég vil nota þetta tækifæri
til þess að hvetja þá sem allra flesta
til þess að koma og skemmta sér
með okkur.“
Og Lára heldur áfram: „Við
erum nú ákveðin í að hafa opið hús
á hverjum fimmtudegi. Annan
fimmtudaginn verður dagskrá með
sama hætti og verið hefur og munu
hin ýmsu félagssamtök sjá um hana.
Hinn fimmtudaginn sjá þátttak-
endur sjálfur um að stytta sér stund-
ir, spjalla saman, grípa í spil eða
eitthvað annað sem því dettur í hug.
Við vonum að þetta gefist vel og
verði vinsælt hjá fólkinu.
Eftir áramót munum við vera
með föndurnámskeið sem við í fél-
aginu ætlum að annast. Við byggj-
um þau námskeið þannig upp að
bæði karlar og konur hafi gagn og
gaman af því að vera með.“
ORLOF ALDRAÐRA.
Frá árinu 1976 hefur félagið stað-
ið fyrir orlofsferðum fyrir aldraða.
Hefur verið dvalist að Bifröst í
Borgarfiði, viku i senn. Hin síðari
ár haf verið farnar tvær viku-ferðir.
Þátttökugjaldi hefur mjög verið
stillt í hóf, því styrkur sá sem frá
Hafnarfjarðarbæ kemur fer allur í
þessar orlofsferðir. Þessar ferðir
hafa allar heppnast mjög vel og eru
ávallt tilhlökkunarefni þeim sem
fara.
JÓLAFUNDURINN 9.
DESEMBER.
Við höldum alltaf veglegan jóla-
fund reynum að hafa hann sem
vandaðastan í alla staði,“ segir
Sverrir: „Þar kennir oft margra
grasa og margt til skemmtunar. Fél-
agið sér þá til þess að allir fá jóla-
gjöf, lesnar eru sögur, flutt jólahug-
vekja og mikið sungið. Ávallt hefur
verið húsfylli á jólafundinum og
þröngt setinn bekkurinn. Rótaryfél-
agar annast dagskrárátriði nú eins
og áður.
Jólafundurinn i ár verður 9. des-
ember og við vonum að sem allra
flestir láti sjá sig því nú er húsrýmið
loksins nægjanlega stórt.“
Frú Lára Jónsdóttir.
MARGIR LAGT FÉLAGINU
LIÐ.
Félaginu hafa borist góðar gjafir
á liðnum árum.
Þegar Húsmæðraskólafélag
Hafnarfjarðar hætti störfum 1971
afhenti það styrktarfélagi aldraðra
það fé sem það hafði í sínum fórum.
Var það veruleg upphæð þá og
hefur komið sér ákaflega vel.
Þá hefur Gísli Sigurbjörnsson,
forstjóri Grundar, verið félaginu
afar rausnarlegur. Hann hefur
margoft fært félaginu peninga- og
bókagjafir og einnig hefur hann
látið í té endurgjaldslaust, vikudvöl
fyrir tvo að vistheimilinu að Ási í
Hveragerði.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur
veitt félaginu styrk sem hefur gert
félaginu kleift að standa fyrir orlofs-
ferðunum og húsnæðið í íþróttahús-
inu er mikil lyftistöng fyrir starfsem-
ina.
Þá ber þess að geta að Prent-
smiðja Hafnarfjarðar hefur alltaf
prentað fyrir félagið þegar þörf er
á og aldrei tekið neitt gjald fyrir.
í fjölda ára hafa félagar úr
Kiwanisklúbbnum í Hafnar firði
staðið fyrir dagsferð með aldraða.
Sjá þeir félagar bæði um akstur og
veglegar veitingar.
Með Kiwanis félögum í sumarferð
„Margfalt fleiri mætti nefna og
fyrir allt þetta er stjórn félagsins
ákaflega þakklát“, segir Lára. -
Hjálp sem þessi gerir okkur kleift að
halda starfinu gangandi og er okkur
mikils virði.“
I'BÚÐIR FYRIR ALDRAÐA
Segja má að Styrktarfélag
aldraðra í Hafnarfirði hafi átt stór-
an þátt i því að íbúðir fyrir aldraða
voru byggðar við Sólvang. Forsvars-
menn félagsins ræddu við ráðamenn
bæjarins á sínum tíma og lögðu þá
mikla áherslu á að hafist yrði handa
með byggingu slíkra íbúða.
Nú eru 30 íbúðir á þessu svæði.
„Ég tel mjög brýnt verkefni að
byggja fleiri íbúðir sem henta vel
fyrir aldraða“, segir Sverrir. „Það
á jafnvel að gefa öldruðu fólki kost
á að eignast slíkar íbúðir. Margt
aldrað fólk býr í óhentugu húsnæði,
jafnvel of stóru og miklir erfiðleikar
á nauðsynlegu viðhaldi húsanna.
Þvi þarf fólk að geta skipt án mikils
tilkostnaðar“.
ALLIR VELKOMNIR í
FÉLAGIÐ.
„Já, ég vil eindregið hvetja fólk
til þess að ganga í félagið,“ segir
Lára að lokum. „Við þurfum á
fólki á öllum aldri að halda og það
get ég fullvissað alla um að þeir sem
lagt hafa fram sinn skerf til aðstoð-
ar sjá ekki eftir þeim tíma sem í það
fer. Þakklæti og blessunarorð eru
meira virði en allt annað“.
Við látum spjallinu lokið.
Hér er greinilega unnið gott starf
í þágu allra bœjarbúa. Ekki aðeins
þeirra sem nú njóta þess sem félagið
stendur fyrir og beitir sér að, heldur
einnig hinna sem eru að feta sig þá
leið sem við öll förum.
Því fleiri sem taka þátt í starfinu
með einum eða öðrum hœtti, því
léttara verður að koma í verk mörg-
um þeirrra hugmynda sem Styrktar-
félag aldraðra í Hafnarfirði hefur á
stefnuskrá sinni.
Því ekki að leggja hönd á plóginn?
gP*.■■ ......
Gleðileg jól!
Farsælt nýár!
Þökkum viðskiptin.