Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Síða 45

Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Síða 45
Fjarðarfréttir 45 í BYRJUN BÚSKAPAR Alda, Ásdís og Guðmundur. „Við höfum þurft að vinna mikið og spara mikið“ Það var hálf hráslagalegt úti þegar við Fjarðarfréttamenn hröðuðum okkur á fund ungu hjónanna Guðmundar Arnar Jónssonar og Öldu Ingibergsdóttur en þau búa ásamt dóttur sinni Ásdísi að Sel- vogsgötu 6 hér í bæ. Við knúðum dyra og á móti okkur tók húsbónd- inn og bauð okkur i bæinn. Eftir að við höfðum komið okkur fyrir í þægilegum hornsófa hófum við að spyrja þau ungu hjónin. Hvenær byrjuðuð þið að búa? Við erum búin að búa í tvö ár eða frá 6. september 1980. Þá keyptum við hér á Selvogsgötunni en höfðum ekki eins og svo margir leigt neitt áður. Við hreinlega tímdum ekki að eyða pening'um í leigu. íbúðin hérna var auglýst til sölu, og við skelltum okkur í kaupin. Hún er um 65 fer- metrar. Hvernig gekk að fjármagna kaupin? Það gekk nokkuð vel. Við áttum sparifé, sem nægði fyrir úborgun í íbúðinni. Þar að auki tókum við húsnæðismálalán og nokkurn rétt til lífeyrissjóðsláns áttum við bæði. Reyndar var þetta nokkuð erfitt því að Guðmundur var að koma úr skóla, hann lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla um áramótin 1979 og 80. Alda sem einnig var í skóla hætti 1980 þar sem hún var ófrísk. Hún tók siðan upp þráðinn aftur og lauk prófi úr almennri verslunar- deild á þessu ári, 1982. Hvar vannst þú Guðmundur? Ég vann í Bæjarúgerð Hafnar- fjarðar þangað til núna í haust en þá tók ég til við nám í viðskipta- fræði í Háskóla íslands. En þú Alda? Nú ég vann allan daginn og jafn- framt bæði um kvöld og helgar ýmis verslunarstörf. En í febrúar 1981 hætti ég að vinna og eignaðist síðan stelpuna okkar hana Ásdísi í apríl. Þessir tímar voru jú erfiðir fyrir okkur enda markmiðið að komast yfir íbúðina. Nú, þá þurftum við líka að kaupa okkur innbú og ýmis- legt það sem þarf til þess að búa. Það var svo mikið að gera oft á tíðum að við hittumst varla nema yfir blánóttina. Lífið gekk varla út á annað en að vinna mikið og spara mikið. Urðuð þig að láta mikið á móti ykkur? Já, það er nú ekki hægt að segja annað. Það var ekki hægt að hlaupa hvenær sem var út í búð og kaupa það sem hugurinn girntist. Að öðru leyti hafði þetta nú ekki svo ýkja mikil áhrif. Við skemmtum okkur þegar okkur langaði til og vorum í skapi til þess. En hvernig gengurþá núna þegar Guðmundur er aftur byrjaður í skóla? Breytingin er mikil. Fyrirvinnan er nú aðeins ein. Alda vinnur vakta- vinnu í sjoppu og hennar laun verða að duga til að framfleyta fjölskyld- unni. Við erum svo heppin að Ásdís er hálfan daginn í pössun hjá ömmu og sparar það auðvitað heilmikinn pening. Varð einhver breyting á kunningjahópnum eftir að þið fórum að búa? Já, það er klárt að kunningja- hópurinn minnkaði talsvert eftir að búskapurinn hófst en það þýddi ekki að það yrðu nein vinslit. Við eigum marga og góða vini sem reka inn nefið við og við og stoppa þá stundum og fá sér kaffi og með því. Hafa áhugamálin breyst? Áhugamálin hafa ekki svo mikið breyst. En tíminn til þess að sinna þeim hefur minnkað til muna. Við vorum t.d. bæði í badminton af miklum krafti en hættum bæði þegar við byrjuðum að búa. Alda sinnir að nokkru því áhugamáli sínu að syngja. Hún syngur í kór, en Guðmundur hefur ekki haft tíma til að sinna sínum vegna námsins. Því má skóta inn í að Alda var meðal annars í söngnámi hjá kattavininum Guðrúnu Á. Símonar. En framtíðin? Ja, það er nú klárt að við viljum hvergi annars staðar vera en hér í Hafnarfirði. Við höfum nú auð- vitað i kollinum að stækka við okkur með árunum en það verður allt að bíða meðan Guðmundur lýkur sínu námi og þá hefur Alda einnig hug á því að ljúka frekara námi og þá í hjúkrun. Eins hefur hún áhuga á því að læra söng. En hvað með stœkkun fjölskyld- unnar? Hver er að ykkar áliti hin ákjósanlega fjölskyldustœrð? Við komum nú bæði úr stórum systkinahópi, Guðmundur kemur úr hópi sjö systkina en Alda úr sex systkina hópi. En að okkar áliti er besta fjölskyldustærðin 3 börn það er að segja fimm manna fjölskylda. Hún má eiginlega ekki vera mikið stærri því að í dag er bæði erfitt og dýrt að framfleyta stórum fjöl- skyldum og menn þurfa að hafa meiri tíma fyrir börnin. Hér áður virtist duga ein fyrirvinna en í dag virðist það borðliggjandi að tvær fyrirvinnur þarf til. En þið erum bœði ánægð og bjartsýn? Já, við erum það og við horfum björtum augum til framtíðarinnar. Þar með þökkuðum við Guðmundi og Öldu kærlega fyrir viðtalið. Nú var búið að bera á borð dýrindis kræsingar sem Fjarðarfréttamenn gerðu góð skil áður en þeir hurfu út í myrkur skammdegisins. „Töldum hagstæðara að byggja í rólegheitum, en að kaupa litla íbúð“ Eins og fuglinn fljúgandi hófum við okkur tii flugs á upphækkuninni á Hringbrautinni og lentum við hús númer 50. Þar búa í kjallara, Guðjón Sigurðsson og Herborg Friðriksdóttir, ásamt dóttur sinni Elínu Gróu. Minnugir þess að ef knúið er dyra þá muni upp lokið verða gerðum við það. Húsbóndinn kom til dyra og bauð í bæinn. Eftir að öllum formlegum kveðjum var lokið fengum við okkur sæti í stof- unni hjá þeim hjónum. Hvenær byrjuðuð þið að búa? Við byrjuðum að búa búa vorið 1978. Þá leigðum við íbúð við Holtsgötu 21 og vorum þar, þar til síðastliðið vor en þá fluttum við hingað í þessa kjallaraíbúð. Ibúðina á pabbi Guðjóns, Sigurður, og lík- lega verðum við hér þar til við höfum lokið við raðhúsið sem við erum að byggja. Eruð þið að byggja? Já, já. Við fengum lóð undir rað- hús að Klaustuhvammi 17 árið 1979 og byrjuðum vorið eftir, 1980. í dag er húsið fokhelt. Og hvenær verður hægt að flytja inn? Það er nú ekki ákveðið. Efni og ástæður munu segja til um það. Reyndar er á áætluninn hjá okkur að leggja inn hita og pússa að utan á næsta ári. Hvernig hefur svo gengið aðfjár- magna bygginguna? Það er búið að vera ansi erfitt en allt hefur það gengið þokkalega. Við höfum bæði tvö unnið mikið sjálf. Nú, við tókum bankalán og í vetur höfum við verið að vinna að því að greiða það upp og létta þar með á. Byggingin hefur að mestu verið fjármögnuð með okkar launum. Upphaflega stóðum við frammi fyrir því að ákveða hvort við ættum að kaupa tveggja her- bergja íbúð eða fara út í það að byggja og ráða byggingarhraðan- um. Okkar niðurstað varð sú að það væri hagstæðara að byggja. Við vorum í hagstæðri leigu og erum reyndar, og getum þess vegna leyft okkur að vera nokkuð lengi. Hvað er raðhúsið stórt? Eigum við ekki að segja að það sér vel stórt. Það er kjallari, hæð og ris. Við ætlum okkur að ljúka fyrst hæðinni og koma henni í varanlegt horf áður en við tökum til við kjallarann og risið. Hvar vinnið þig? Við vinnum bæði í versluninni Nýform sem er í eigu föður Guðjóns, Sigurðar. Guðjón vinnur þar allan daginn og Herborg hálfan. Og hvar hafið þið Elínu Gróu á meðan? Hún er í Kató, hálfan daginn eða meðan Herborg er í vinnunni. Þar líkar henni mjög vel við allt og alla. Hvað með nám? Við lukum bæði gagnfræðanámi frá Flensborg og síðan var nú mein- ingin að gera smáhlé á náminu en þetta smáhlé stendur nú enn. Bæði höfum við þó fullan hug á því að nema eitthvað meira í framtíðinni og þá kemur þá helst til greina að athuga með öldungadeild. Urðu einhverjar breytingar á ykkar högum þegar þið fóruð að búa... ? Það má segja að fyrsta árið urðu engar breytingar. Kunningjahópur- inn var sá hinn sami og verið hafði í langan tíma. En eftir að Elín Gróa fæddist þann 18.janúar 1979 breytt- ist margt. Kunningjunum fækkaði skyndilega, við vorum bundin heima og fórum þess vegna ekki eins mikið út. Þessi breyting var samt ekki eins slæm og menn ef til vill halda. Sumir halda að þessa sé eitthvað voðalegt en okkur báðum líkar þetta prýðilega. Og auðvitað eigum við okkar kunningja og vini. Hvað með áhugamál ykkar? Við vorum bæði á kafi í skáta- starfinu. En þegar Elín Gróa fæddist hættum við því alveg. Guðjón er reyndar í dag í nokkurs konar baksveit hjálparsveitarinnar. Hvað snertir önnur áhugamál var ekki eftir neinu að sjá, því við helguðum okkur eingöngu skáta- starfinu. En urðuð þið ekki að láta ýmis- legt á móti ykkur þegar þið fóruð að búa? Við urðum auðvitað að spara og neita okkur um ýmislegt og gerum það enn þann dag í dag. Við áttum til dæmis góðan bíl og seldum hann til þess að fá pening fyrir lóðinni í Hvömmunum. í dag eigum við gamlan Bronkó sem dugar ágætlega við að draga að efni til byggingar- innar. Við fórum mjög lítið út að skemmta okkur þannig að þar varð ekki svo mikil breyting. Við höfum aldrei haft neinn sérstakan áhuga fyrir skemmtanalífinu. Þá höfum við líka verið að spara og fjárfesta í innbúi. Við eigum orðið talsvert mikið innbú sem við munum flytja með okkur í nýja húsið. Hvað með fjölskyldustærð og framtíðaráætlun ? Við ætlum nú engu að spá um fjölskyldustærðina. Við erum bæði úr fjölskyldum þar sem systkinin voru þrjú og höfum því reynslu af því að sú stærð er ágæt. en við viljum nú ekkert fullyrða í þessu máli. Við ætlum í framtíðinni að búa hér í Hafnarfirð, því hvergi er betra að vera. Við erum ánægð með lífið og tilveruna og lítum björtum augum fram á veginn. Að loknu spjalli þáðum við veit- ingar sem ekki voru af verra taginu og gerðum þeim góð skil, þökk- uðum fyrir með virktum og kvödd- um. Herborg og Guðjón ásamt dótturinni, Elínu Gróu. I

x

Fjarðarfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.