Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Blaðsíða 49
Fjarðarfréttir
49
Berglind Bjarnadóttir.
inni sjálfri, heldur tvinnast þar sam-
an, píanónám, kórstjórn, kennslu-
fræði, líkamleg virkni og tjáning
(kroppssprák) og tal.
Mér hefur verið mjög vel tekið af
skólafélögum mínum, sem eina út-
lendingum í hópnum. Við vinnum
mjög náið saman og höldum uppi
jákvæðri gagnrýni á hvert annað,
sem er okkur mjög mikilsvert. Ég
finn ekki fyrir neinni samkeppni
okkar á milli, við erum fremur eins
og ein fjölskylda.“
HVAD MEÐ HLJÓMLEIKA,
ÓPERUR OG ÞESS HÁTTAR?
ER ÞAÐ EINHVER HLUTI AF
NÁMINU?
„Jú það er náttúrulega stór hluti
af námi hvers tónlistarmanns að
vera duglegur að sækja konserta, og
Stokkhólmur hefur uppá mjög mik-
ið að bjóða i þeim efnum. Hér er
t.d. Konunglega Óperan ásamt
mörgum minni óperufélögum, sem
halda uppi reglubundnum sýning-
um. Eitt þeirra stendur t.d. núna að
nýstárlegri uppfærslu óperunnar
,,Carmen“. Sjálf tók ég einmitt þátt
í flutningi Þjóðleikhússins á
,,Carmen“ árið '75. Og þaðan á ég
góðar endurminningar því þar
kynntumst við Rúnar fyrst á mjög
rómantískan hátt, en hann tók líka
þátt í sýningunni.
Hér eru líka tvær stórar sinfóníu-
hljómsveitir, annars vegar Fíl-
harmóníuhljómsveitin með Konsert-
húsið sem aðsetur. Og hins vegar
Útvarpshljómsveitin í Berwald-
hallen, sem er nýstárlegt og afskap-
lega fallegt hljómleikahús, þar sem
húsnæði og dagvistun fyrir börnin
um lengri eða skemmri tíma. íslend-
ingar sem hér búa hafa jafnan verið
hjálpsamir í svona tilvikum, en það
er varla hægt að mæla með þess-
konar ævintýramennsku. Og margir
hafa þurft að hrökklast heim fyrr en
ella af þessum sökum, og ekki feng-
ið það út úr dvölinni sem það ætlaði
sér.
LÍKAR YKKUR VEL AÐ BÚA
HÉR EFTIR ÞENNAN AÐ-
LÖGUNARTÍMA?
Já því er ekki að neita. Þó ekki
væri nema vegna veðursins. Hér er
veðurfar til muna stöðugra en á ís-
landi. Sumarið í sumar var alveg
sérstaklega gott, og ólýsanlega
þægilegt að hafa ströndina hér beint
fyrir neðan og geta fengið sér sund-
sprett í sjónum eftir vinnu ef svo
býður við að horfa. En það er sama
hvort heitt er í veðri eða kalt, það
er mikill munur að vera laus (í bili)
við næðinginn eilífa og þessi tiðu
umskipti í veðurfari sem ríkir á fsl.
allavega suð-vesturhorninu.
Stokkhólmur er falleg borg,
gróðurrík, áberandi hreinleg og
þægileg til búsetu. Hvað varðar
fólkið sjálft, þá virðist mér að
grundvallar mismunur sé á mann-
gerðum Svía og íslendinga. Svíar
eru allir á yfirborðinu, eru ræðnir,
jákvæðir og þægilegir í allri um-
gengni, en hleypa í rauninni engum
nálægt sér, halda alltaf vissri fjar-
lægð. Hins vegar getur tekið lengri
tíma að kynnast íslendingum en þá
kemt líka oft á náinn og innilegur
vinskapur.
Feta í fótspor barna sinna
Jóhannes Jónsson og Guðrún Þórhallsdóttir.
hljómburðurinn er sérstaklega
góður. Þar þýðir ekki að hósta,
hnerra og ræskja sig eins og algengt
er á hljómleikum sinfóníuhljóm-
sveitarinnar heima í Háskólabíói,
því hávaðinn sem af því skapaðist
myndi nánast yfirgnæfa hljómsveit-
ina!
Hér eins og heima eru Guðshúsin
mikið notuð til hljómleikahalds, og
hefur mér gefist kostur á að syngja
í nokkrum þeirra. Að sjálfsögðu
koma svo hingað þekktir tónlista-
menn hvaðanæva að úr heiminum
alltaf annað slagið. Hér er því mikið
og fjölbreytt tónlistarlíf.“
HVAÐ TEKUR SVO VIÐ HJÁ
ÞÉR AÐ NÁMI LOKNU OG
ÞEGAR HEIM ER KOMIÐ?
„Hinu eiginlega söngnámi lýkur
í rauninni aldrei, þó skólavist sé
lokið í bili. Ég vonast að sjálfsögðu
að mín verði þörf heima og kem lík-
lega til með að fást við tónlistar-
kennslu i mismunandi formi. Ég
mun halda áfram að þjálfa mína
rödd, og auðvitað væri gaman að
geta blómstrað sjálf sem söngkona.
Núna þann 9. janúar næstkomandi
ætla ég að stíga eitt skref á þeim
ferli með því að halda einsöngstón-
leika Norræna húsinu ásamt
Guðrúnu Kristinsdóttur, píanó-
leikara. Þar mun ég bjóða upp á
norrænt lagaval. Ástæðan fyrir
þessum tónleikum er fyrst og fremst
sú að láta vita af mér og að ég sé enn
að fást við tónlist. Að sjálfsögðu
býð ég alla Hafnfirðinga innilega
velkomna.“
NÚ HAFIÐ ÞIÐ LIFAÐ EIN JÓL
HÉR í SVÍÞJÓÐ, ER MIKILL
MUNUR Á JÓLUNUM HÉR OG
HEIMA?
Sennilega halda Sviar að ein-
hverju leyti annars konar jól en við,
t.d. hvað varðar mat og ýmsan
hefðbundinn undirbúning, ég þekki
það bara ekki nógu vel. Við höldum
hins vegar alltaf okkar ísl. jól sama
hver staðsetningin er. En hérna
vantar náttúrulega stóran þátt í jóla-
haldi þar sem flestir ættingjar og
vinir eru heima. En fyrir börnunum
eru jólin alltaf jafnmikið tilhlökk-
unarefni og maður reynir alltaf að
skapa hina réttu jólastemningu með
einhverjum ráðum.
HVERNIG ER SAMSKIPTUM
HÁTTAD MEÐAL ÍSL. ÍSTOKK-
HÓLMI?
Þau eru að mörgu leyti hverfis-
bundin. íslendingarnir eru dreifðir
um hin ýmsu stúdentahverfi hér í
borginni, og eðlilega hafa þeir sem
búa á sama stað mestu daglegu sam-
skiptin. En íslendingahúsið er
venjulega opið á hverjum laugar-
degi, og þar er hægt að hitta fólk,
lesa blöðin, fá sér kaffi og pönnu-
kökur og rabba saman, hafi menn
áhuga. Þar fyrir utan stendur ís-
lendingafélagið fyrir árvissum sam-
komum í ísl.húsinu, eins og t.d.
Þorrablóti, 17. júní hátíð, 1. des.,
jólaskemmtun ofl. Þess á milli hafa
svo komið ýmsir ísl. listamenn á
vegum félagsins t.d. hljóm- og
myndlsitarmenn.
Það þykir jafnan nokkuð ný-
næmi að því þegar fjölskyldur taka
sig upp og flytja til annarra ianda.
Oftast er það ungt fólk sem fer er-
lendis til að Ijúka sínu námi, áður
en það sest að heima til frambúðar.
Sjaldgæfara er að fólk á miðjum
aldri, sem búið er að vinna í mörg
ár og koma upp sínum börnum, taki
sig upp og fari erlendis til frekara
náms. Þó eru til dæmi um það. Jó-
hannes Jónsson handmenntakenn-
ari við Öldutúnsskóla og kona hans
Guðrún Þórhallsdóttir mynd-
menntakennari við sama skóla eru
eitt slíkt dæmi. Þau dvelja nú í Osló
og stunda þar nám við Statens
lærerhogskole í Forming Blaker.
En þetta er reyndar ekki í fyrsta
sinn sem þau flytjast milli staða.
Jóhannes er fæddur og uppalinn á
Siglufirði en Guðrún er frá Akur-
eyri. Þau hófu sinn búskap á Siglu-
firði og bjuggu þar í 13 ár og þar
fæddust öll þeirra börn, sem eru sjö
að tölu. Þeim varð það fljótlega
ljóst að erfitt yrði að styðja allan
barnahópinn til mennta frá Siglu-
firði, og ef ætti að gefa öllum
börnunum kost á framhaldsnámi
var ekki um annað að ræða en að
flytjast brott af staðnum á höfuð-
borgarsvæðið, þannig að þau gætu
búið í foreldrahúsum meðan á nám-
inu stæði. Og er það ein aðalástæð-
an fyrir því að þau fluttu til Hafnar-
fjarðar á sínum tíma, þar sem þau
hafa nú búið í rúmlega 20 ár.
Nú eru börnin öll vaxin úr grasi
og farin að heiman, og Jóhannes og
Guðrún komin á þann aldur, þegar
flestir fara að setjast í helgan stein
og njóta hvildarinnar eftir langan og
strangan vinnudag. En í stað þess
feta þau í fótspor barna sinna, ef
svo má að orði komast, rífa sig upp
og fara erlendis til framhaldsnáms,
sem teljast verður frekar óvenjulegt
fyrir fólk á þeirra aldri.
HVORT VAR NÚ ERFIÐARA
AÐ FLYTJAST TIL HAFNAR-
FJARÐAR Á SÍNUM TÍMA, EÐA
TIL OSLÓAR NÚNA ?
„Það var að sjálfsögðu miklu
erfiðara að rífa sig upp frá Siglufirði
með allan barnahópinn, bæði fjár-
hagslega og eins vegna þess hversu
margir áttu þá undir því að vel tæk-
ist til með breytinguna.
Það sem nú er erfiðast, er að fara
í skóla sem nemandi eftir svo langt
hlé frá námi, sérstaklega þar sem
hér er talað allt annað tungumál. En
það má kannski segja að jákvæð
reynsla okkar af flutningunum frá
Siglufirði hafi gert okkur óhræddari
við að taka áhættuna á ný, þegar
við fengum nú ársleyfi frá störfum.
Við höfum reyndar átt kost á þessu
fyrr, en það er ekki fyrr en nú að
aðstæður leyfa að við notum okkur
þetta tækifæri.“
HVERS VEGNA VARÐ NOR-
EGUR FYRIR VALINU?
„Ja, það er nú þannig að flest okkar
börn hafa farið erlendis til náms, 2
til Sviþjóðar, 2 til Kaupmanna-
hafnar og 2 hingað til Noregs. Við
höfðum heimsótt þau öll meðan þau
dvöldu erlendis og þannig kynnst
aðstæðum betur en ella. Við vorum
því búin að koma hér áður og leist
vel á land og þjóð. Við vissum að
við áttum möguleika á að komast
hér inn sem íslendingar, og sóttum
því um skólavist við háskólann
Blaker í framhaldsnám í okkar
kennslugreinum, og sjáum ekki eftir
því þar sem námið er bæði spenn-
andi og skemmtilegt.
HVAÐ FINNST YKKUR UM
NOREG OG NORÐMENN ÞAÐ
SEMAFER?
„Það sem við höfum séð af land-
inu er stórkostlegt og fólk hefur sýnt
okkur mikla alúð og hlýju. Norð-
menn virðast finna til tengsla við ís-
lendinga og láta þá njóta þess í sam-
skiptum við þá. Og það að við
skyldum fá pláss í þessum skóla sem
er mjög eftirsóttur og þéttsetinn
finnst okkur sýna vel velvilja Norð-
manna í garð íslendinga.
Okkur virðist fólk hér oft að-
gengilegra en heima, ef svo má
segja. Hér heilsast allir bæði í stiga-
göngum og annarsstaðar, hvort sem
þeir þekkjast eða ekki. Og t.d.
kemur það oft fyrir í verslunum að
bráðókunnugt fólk víkur sér að
manni og fer að spjalla. Tillitssemi
er meiri hér en heima, bæði í dag-
lega lífinu og umferðinni, sem hefur
komið sér vel fyrir okkur, því við
erum á bíl hér og þurfum að aka um
80 km. daglega í og úr skóla. En hér
er mikil umferð og það tekur sinn
tíma að læra inn á gatnakerfið."
HVERNIG GENGUR YKKURAÐ
LIFA HÉR, ER VERÐLAG HÉR
SVIPAÐ OG HEIMA?
„Við erum á einum og hálfum
kennaralaunum, og margur gæti
haldið að við lifðum góðu lífi af
þeim. En því er ekki að heilsa, því
þau duga ekki til að halda okkur
uppi. Húsaleiga hér er síst lægri en
heima og bensín og allar nauðsynja-
vörur á svipuðu verði. Enda hefðu
endar hjá okkur enganveginn náð
saman nema af því að við leigjum
út íbúðina okkar heima.
En það má líka geta þess að það
mun vera einna dýrast að búa hér
af öllum Norðurlöndunum (fyrir
utan ísland) og öll félagsleg þjón-
usta hér er mun minni en t.d. í Sví-
þjóð og Danmörku. Okkur sýnist
Norðmenn eiga jafnerfitt með að
lifa af sínum launum og við íslend-
ingar.“
HAFIÐÞIÐ MIKINN SAMGANG
VIÐAÐRA ÍSLENDINGA HÉRÍ
BORGINNI?
„Hér býr nú einn sonur okkar
með sína fjölskyldu sem við höfum
að sjálfsögðu mikið samband við.
En hér er líka fleira gott fólk. T.d.
eru hér tveir Hafnfirðingar sem
margir munu kannast við, Kjartan
Guðmundsson (Steingrímssonar
trommuleikara) sem hér stundar
nám í félagsráðgjöf, og Gunnar
Friðþjófsson sem einnig er hér í
námi. En um mikinn samgang er nú
ekki að ræða af okkar hálfu þó við
hittum íslendingana alltaf annað
veifið.“
AÐ LOKUM, HAFIÐ ÞIÐ EIN-
HVER RÁÐ AÐ GEFA ÞEIM
SEM HUG HAFA Á NÁMI
ERLENDIS?
„Við ráðleggjum öllum sem fá
tækifæri á dvöl erlendis að notfæra
sér það, þar sem slík dvöl getur ver-
ið bæði skemmtileg og víkkar út
sjóndeildarhringinn. En einnig
viljum við ráðleggja fólki að ætla
sér ekki of mikið í byrjun, hvað
tungumálið snertir. Okkur virðist
nefnilega að flestir telji það „ekkert
mál“ að komast inn í tungumálið,
þar sem norðurlandamálin séu svo
skyld, og flestir íslendingar geta les-
ið eitthvert hrafl í þeim flestum. En í
raun er því ekki þannig farið. Það
tekur mun meiri tíma en margir álíta
að ná það góðu valdi á tungumálinu
að hægt sé að taka þátt i samræðum
með góðu móti. Skilningur á skrif-
uðu máli kemur mun fyrr, en talmál
og skrifmál er tvennt ólíkt, eins og
mörgum mun ljóst vera. Fyrstu 3-6
mánuðirnir í landinu fara í að ná
undirstöðuatriðunum í tungumálinu
en það tekur enn lengri tíma að
ná góðu valdi á því.“
Jóhannes, Guörún, Þórir og Erla Björg.