Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Side 50

Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Side 50
50 Fjarðarfréttir Y\» tsV- Morgundagurinn yyWW'’ t\ð oð lítið stef um dag- inn í dag . V\WÓ ,rt\9 ,\a'a Svavar Þorsteinsson og Hjörtur Sverrisson. í sumar hafa tveir ungir hafnfirskir kvikmyndagerðarmenn, þeir Svavar Þorsteinsson og Hjörtur Sverrisson unnið að gerð 8 mm kvikmyndar sem ber nafnið „Morgundagur- inn“. Mynd þessi er með veigameiri 8 mm kvikmyndum sem gerðar hafa verið. Með henni kom út hljómskífa með lögum úr kvikmyndinni sem eru öll frumsamin. Blaðamaður frá Fjarðarfréttum fóru á stúfana og tók þessa tvo pilta tali. Blm.: Hver voru tildrögin að gerð þessarar myndar? H: Okkur hefur lengi langað til að gera leikna mynd en ekki getað það vegna fjárskorts og tímaleysis. Svo var það einn dag í maí í vor, þegar Svavar kom til mín, að við ræddum í fyrsta skipti alvarlega um þetta mál. Nú, ég var búinn að stúdera þetta dálítið áður og var kominn með uppkast að handriti. Svavari leist strax vel á hugmyndina, og mánuði síðar var handritið tilbúið. Blm.: Um hvað fjallar myndin? S: Myndin fjallar um hvað það getur verið erfitt að vera til, inn í hana blandast erfiðleikar milli föður og sonar, áfengisvandamál o.fl. o.fl. einnig spilar hljómsveit, sem Gunni, aðalpersónan í myndinni, er meðlimur í, stórt hlutverk. Þetta er eins konar þverskurður af vanda- málum dagsins í dag. Blm.: Af hverju þetta nafn, ,,Morgundagurinn "? H: Eins og Svavar sagði er þetta nokkurs konar erfiðleikamynd, en þó með von um að morgundagurinn leysi úr þessum erfiðleikum með betri tíð og blóm í haga. Blm.: Er þetta ekki dyrt fyrirtæki? S: í beinum peningum kostaði kvik- myndin rúmar 20.000 kr. plús alla símreikningana sem foreldrarnir bera að mestu leyti skaðann af og áhyggjurnar, en við berum að öllu leyti skaðann af þeim. En þegar áhuginn er fyrir hendi , þá er allt hægt. Blm.: Nú gáfuð þið út plötu með myndinni. Segðu mér svolítið nánar frá því. H: Við fengum til liðs við okkur mjög efnilegan lagasmið, sem einnig leikur aðalhlutverkið, til að semja lög við kvikmyndina. Þegar þau komu úr stúdíói sem við kjósum nú að kalla hljóðritunarver, þá sáum við að þarna var gott efni í plötu á ferðinni, en þá töldum við kostnað- inn of mikinn. Seinna talaði tón- smiðurinn við félaga sinn um útgáf- una og í samráði við okkur var plat- an gefin út. Blm.: Hverjir eru aðalleikendurnir? S: Það eru: Stefán Hjörleifsson sem leikur Gunna, Delia Howser sem leikur vinkonu hans, Mæju og Arnar Jónsson sem við töldum að væri sá eini sem gæti meðhöndlað með góðum árangri það sterka hlut- verk sem Steingrímur faðir Gunna er í myndinni, enda sannaðist það. Blm.: Hvað tók kvikmyndunin langan tíma? H: í upphafi var reiknað með þrem vikum en vegna veikinda, veðurs og annarra vandræða liðu þrír mánuðir frá fyrstu til síðustu töku. Blm.: Haldið þið að þetta borgi sig? S: Ja, þetta er dýrt fyrirtæki og það þarf að fá mikið inn til að þetta geti gengið, en það verður bara tíminn og undirtektir að skera úr um. H: Jafnvel þó að það borgi sig ekki peningalega, þá er mjög þroskandi að vinna svona með öðru fólki, maður lærir mikið af þessu. Mér finnst að þeir peningar sem við lögðum í þetta séu aðeins auka- atriði, þó er sjálfsagt að reyna að fá þá til baka. S: Ég vil taka undir það sem Hjörtur segir og finnst mér að reynslan og ánægjan af góðum árangri séu næg laun. (... og í þeim svifum datt eitt af hinum fjölmörgu kvikmynda- plakötum Hjartar í gólfið eins og það vildi mótmœla síðasta ræðu- manni og Hjörtur límdi það upp aftur.) Blm.: Spilar kvikmyndagerð stórt hlutverk í lífi ykkar? H: í dag gerir hún það, það eru áhyggjur frá morgni til kvölds, ei- lífir bömmerar út af ýmsum vanda- málum. En þrátt fyrir alla erfið- leikana er þetta mjög skemmtilegt. Aðalkosturinn fram yfir flest önnur áhugamál er að kvikmyndagerðin skilur eitthvað eftir sig. S: Já, ég á allnokkur áhugamál og ber kvikmyndagerðina þar hæst. Meðan á vinnslu kvikmyndar stendur verða öll önnur áhugamál að þoka fyrir þessu eina, og í þessa sex mánuði sem vinnsla myndar- innar hefur tekið hef ég ekki getað sinnt öðru og vi_ það þannig á tíma- bili að maður hugsaði ekki um annað en myndina og aftur mynd- ina. Sem sagt eins og Hjörtur sagði áðan, áhyggjur frá morgni til kvölds. Samt er þetta mjög skemmtilegt og ég sé ekki eftir að hafa látið önnur mál víkja fyrir þessu. (Nú datt plakatið hans Hjartar aftur niður) S: Ó nei, ekki aftur. (Og Hjörtur hengdi það upp á ný). Blm.: Ráðleggið þið jafnöldrum ykkar að fara út í svona fyrirtæki? H: Það sem þarf til eru peningar, áhugi og tími. Ef að jafnaldrar okkar hafa nóg af þessu öllu, þá mæli ég með því. S: Já, ég vil bæta því við að það verður að hafa allt skipulag á hreinu áður en farið er út í svona og vanda vel til vals á samstarfsfólki því að áhugi og mórall innan hópsins geta oft ráðið úrslitum um gæði myndar- innar. Blm: Eitthvað að lokum? H: Við viljum bara þakka öllum þeim sem að veittu okkur stuðning við gerð þessarar myndar með von um að þeir séu búnir að jafna sig eftir álagið í sumar. S: Já, án þeirra hefði þessi mynd aldrei orðið til og ég vil bara enda þetta með því að óska öllum Hafn- firðingum gleðilegra jóla. (Þegar undirritaður opnaði dyrnar og gekk út heyrði hann hvar plakatið féll í gólfið enn einu sinni) Nú er rétti tíminn til að tryggja sér fallegt einbýlishús frá Siglufirði til afgreiðslu næsta vor! Einingahúsin frá Siglufirði hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir gæði. Enda sitja efnisgæði, vöruvöndun og framleiðslutækni í fyrirrúmi hjá Húseiningum h/f. Fleiri og fleiri gera sér grein fyrir kostum timbur- húsa, og þá ekki síst einingahúsa úr völdum viðar- tegundum. Sérstaklega hafa tvílyft hús frá Húseiningum h/f vakið mikla athygli. Það er staðreynd að einbýlishús frá Húseiningum h/f þurfa ekki að kosta meira en 4-5 herbergja íbúð í fjölbýlishúsi, en kaupendur ráða verðinu að nokkru leyti sjálfir þar sem hægt er að kaupa húsin á mismunandi byggingarstigum frá verksmiðju. Möguleikarnir á út- færslu þeirra eru því sem næst óendanlegir. Þeir sem hafa hug á því að fá Siglufjarðarhús til uppsetningar á fyrri hlutanæstaárs eru beðnir að hafa samband við Húseiningar h/f, sími (96) 71340 eða söluskrifstofuna í Reykjavík, hjá Guðmundi Óskarssyni, verkfræðingi, Skipholti 19. sími (91) 15945. HUSEININGAR HF

x

Fjarðarfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.