Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Page 53

Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Page 53
Fjarðarfréttir 53 Hinn kunni hagyrðingur, Sófus Berthelsen, sendi FJARÐAR- FRÉTTUM ágœta veiðisögu í bundnu máli. Þennan formála lét hann fylgja: ,,Ég hef lengi gengið með veiði- dellu í höfðinu, og hef með tím- anum komið mér upp mjög góðum veiðiútbúnaði, en vegna stöðu minnar í þjóðfélaginu hef ég ekki haft efni á því að renna fyrir lax, en látið mér nægja smásprænur og druliupolla, þar sem silungslontur halda sig. Nú varð ég fyrir þeirri ánægjulegu lífsreynsiu í sumar, að mér var boðið að renna í á, þar sem ég mátti eiga von á að setja í lax. Sú varð líka raunin á. Ég setti í 13 punda lax. Þar sem ég hafði enga reynslu í að þreyta lax og áin stór- grýtt og straumhörð, en ég stórlega hræddur um að missa svona mikil- fenglega veiði, þá voru víst viðbrögð mín og aðferðir í viðureigninni við laxinn kátbroslegar. Þegar ég kom heim úr hinni velheppnuðu veiðiferð settist ég niður og páraði veiði- söguna á pappír.“ VEIÐSAGA „Stríðið við fyrsta laxinn“ En línuna illa þá laxinn skók lést ætla á steini að skera, úti í vatnið mig tvívegis tók í tugum hann rann ána þvera. Með ánægju og gleði ég gekk að á, góð von er þannig vaxin, viðbúinn stóð ég straumnum hjá í stríðið við fyrsta laxinn. Að lokum flaut veiðin á vatni góð víst snéri upp kviðnum ljósa, og örþreytt gamla manneskjan móð mátti þá sigrinum hrósa. Með græðgi maðkinn stökk á strax og stefndi til minna funda, ég æstur með fumi leitaði lags en laxinn var þrettán punda. Á viðbragði ekki mér varð um sel en vonandi byrjar nú glíma. ,,Æ góði minn besti gleyptu nú vel ég gef þér sko rúman tírna." Með hamagangi ég hart tók á og hafð'ann um síðir að landi. Eg vildi nú eiga viðureign þá á videó — myndseglubandi. Auk veiðisögunnar lét Sófus fylgja með þetta smáljóð um telpu, sem er mikið uppáhald ömmu sinnar: Laxinn tók sér þá sprækan sprett en spólubremsu ég gleymdi. Með buslugangi naskur og nett nauðugan mig áfram teymdi. Ég rann til á bakka, rak upp óp, það reyndist þó ekki til saka. En niður með ánni haltraði og hljóp og hentist svo aftur til baka. ÖMMGSTELPA. Það falla tár hjá telpu smárri tregablandin er sorgargrátur, en fljótlega er í skapi skárri skín við bros og mildur hlátur því bilið milli skins og skúra skipast fljótt án neinna tafa finnst þá henni ljúft að lúra litla stund hjá ömmu og afa. IA3SIN3 RAKARAfe HÁRSMYBTigiDFA SIRAHDGÖnj 37 SÍMI53955

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.