Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1974, Blaðsíða 69
67
1. ARFERÐI OG ALMENN AFKOMA
Tíðarfar var hagstætt nema í janúar, febrúar og desember. Hiti var
0,3° yfir meðallagi. Sjávarhiti var um meðallag samkvæmt mælingum
5 stöðva. Orkoma var 15% umfram meðallag. I Reykjavík voru sólkskins
stundir 1236 eða 13 færri en í meðalári. Á Akureyri mældust þær 165
umfram meðallag eða 1127.
Veturinn (desember 1973 - mars 1974) var óhagstæður fram í febrúar,
en í mars var tíðarfar mjög hagstætt. Hiti var 0,1° yfir meðallagi.
Orkoma var 23% umfram meðallag. ^
Vorið (apríl - maí) var óvenjuhagstætt. Hiti var 2,7° yfir meðallagi.
Orkoma var 29% yfir meðallagi.
Sumarið (júní - september) var hagstætt, en þó voru óþurrkar norðaust-
an lands og um tíma á Austurlandi. Hiti var 1,0° undir meðallagi.
Örkoma var 10% umfram meðallag.
Haustið (október og nóvember) var hagstætt. Hiti var 0,1° undir meðal
lagi. Orkoma var 4% umfram meðallag.1)
Þróun efnahagsmála: Eftir mikla grósku í íslensku efnahagslífi árin
1970 - 1973 snerist þróunin mjög til hins verra á árinu 1974. Stöðnun
varð í verðþróun útflutnings, jafnframt því sem almennt innflutnings-
verðlag fór stöðugt hækkandi. Á árinu varð verðbólgan örari en dæmi
eru um á Islandi frá því að heimstyrjöldinni fyrri lauk. Þjóðarfram-
leiðslan jókst um 3,2%. Viðskiptakjörin við útlönd rýrnuðu um 10%,
eða sem svaraði til tæplega 3% af aukningu þjóðarframleiðslunnar.
Þjóðartekjur í heild stóðu því nokkurn veginn í stað, en minnkuðu um
1% á mann. Þróun utanríkisviðskipta snerist mjög til hins verra á
árinu. Hin öra útflutningsverðhækkun, sem gætti á árinu 1973, stöðv-
aðist í ársbyrjun 1974, og þegar kom fram á árið, fór verð ýmissa
1) Tekið upp úr Veðráttan, ársyfirliti sömdu af Veðurstofu íslands.