Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1974, Blaðsíða 140
138
isveitingu fyrir rekstur Málmblendiverksmiðjunnar á Grundartanga.
Af öðrum málum, sem falla undir þessa reglugerð, má nefna, að unnið
var að mengunarvörnum við Kísiliðjuna við Mývatn, en á árinu fékk
verksmiðjan starfsleyfi með sérstökum skilyrðum um bætta loftræstingu
og ýmislegt annað, sem varðar hreinlætismál utan húss og innan.
Við Alverið í Straumsvík kom upp svokallað kerbrotamál, en kerbrotunum
hafði verið komið fyrir á stað, sem ekki var talinn æskilegur með til-
liti til blásýrumengunar, en blásýra getur myndast frá þeim við rétt
skilyrði. Kerbrotunum var endanlega fundinn staður við sjó innan svæð-
is verksmiðjunnar, og er ekki talið, að nein hætta stafi af blásýru-
mengun frá þeim förgunarstað.
Gisti- og veitingastaðaeftirlitið
Með ferðum um landið var fram haldið eftirliti með gistihúsum, matsölu-
stöðum og söluskálum. 1 sambandi við þennan þátt heilbrigðiseftirlits-
ins er sérstaklega brýnt fyrir þeim, sem við matvælaframleiðslu, afhend-
ingu eða matreiðslu fást, að fara sem hreinlegast að öllu.
Gefin voru út ný eyðublöð vegna leyfisveitinga til veitingasölu og/eða
gististaðahalds, sem munu auðvelda störf lögreglustjóra og heilbrigð-
isyfirvalda.
Matvælaeftirlit
Eins og áður var mjólkureftirlit framkvæmt af Heilbrigðiseftirliti rík-
isins og sérstök áhersla lögð á hreinlæti í mjólkurstöðvum og mjólkur-
flutningatækjum. Þá var fylgst með fúkalyfjum í mjólk og mjólkurmagni,
sem framleitt var til sölu innanlands.
Mjólkurmagn á hvert mannsbarn í landinu reyndist vera nokkuð á annað
hundrað lítrar á árinu samkvæmt skýrslu framleiðsluráðs. Smjörneyslan
reyndist vera 9,31 kg á mann.
Af rannsóknum mjólkuriðnaðar má sjá, að tankvæðing ryður sér nú óðum
til rúms og er komin í flestöll landbúnaðarhéruð landsins. Safnað
var saman niðurstöðum matvælarannsókna, og sýnir tafla 3 útkomu á
rannsóknum 2558 matvælasýna, en allar þessar rannsóknir voru gerðar á
rannsóknarstofu fiskiðnaðarins.
Ljóst er, að bæta þarf hreinlæti í matvælaiðnaðinum og ganga rösklega
eftir því, að hreinlætlsreglur séu haldnar.
Á töflu 4 er yfirlit yfir rannsóknir á fúkalyfjum í mjólk á tímabilinu
1967 -1974, og kemur þar í ljós, að kringum 3% sýna að meðaltali eru
jákvæð í flestum stöðvum eða í stærstu stöðvunum, þ.e. Mjólkurstöðinni
í Reykjavík og hjá KEA á Akureyri, aftur á móti er minna um slíkt í
Borgarnesi. Frá Selfossi fengust engar skýrslur.
Þegar talað er um hreinlæti í matvælaiðnaði, er að sjálfsögðu ástæða
til að líta eftir vatninu, sem notað er í matvælaiðnaðinum, og kemur
þar í ljós, sbr. töflu 5, að víða er pottur brotinn í þessum efnum £
sláturhúsum. Það er ekki nema á einstaka stöðum, sem fram fer klór-
hreinsun, þótt vatn sé víða óhæft til neyslu og þar með til þvotta