Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1974, Blaðsíða 138
136
DAGVISTUNARHEIMILI FYRIR VANGEFNA
Reykjavík. Á dagvistunarheimlli Styrktarfélags vangefinna (Lyngás
og Bjarkarás) komu 84 börn, en dvalardagar voru 20.845.
Akureyri, Á Sólborg voru í dagvistun 3 börn, en dvalardagar voru 1.095.
LYFJAEFTIRLIT
Lyfjaeftirlit ríkisins. Ráðinn var á árinu starfsmaður til eftirlits-
ins samkvaemt 29. gr. reglugerðar nr. 412/1973 um Lyfjaeftirlit ríkisins,
til, eins og segir í greininni, "að tryggja framkvaand reglugerðarinnar".
Skal starfsmaðurinn vera lyfjafræðingur að mennt.
Lyfjabúðir. Lyfjabúðir voru í árslok alls 31, og var framkvæmt venju-
legt eftirlit í 23. Einnig voru skoðaðar 12 útsölur apótekanna og
lyfjasala héraðslækna á 15 stöðum. Einnig voru skoðaðar lyfjageymslur
tveggja sjúkrahúsa.
Við framkvæmd eftirlitsins var einkum lögð áhersla á nýja reglugerð um
gerð lyfseðla og afgreiðslu lyfja, nr. 338/1973, sem tók gildi í febr.
1974. Var þar einkum áritun og umbúðir lausasölulyfja og áfyllinga-
skrár lyfjabúðanna, sem var ábótavant.
Ljóst varð við framkvaand eftirlits þetta ár, að heilbrigðisskoðun samkv.
37. gr. lyfsölulaga (berklaskoðun) var mjög ábótavant.
Færsla fyrirskipaðra bóka var yfirleitt góð. Enn voru þó gerðar ábend-
ingar um betri færslu fyrningabóka. Færsla bóka £ lyfjasölum héraðs-
lækna var takmörkuð, og var lögð áhersla á að fá þá til að færa a.m.k.
fyrningabók og þeim leiðbeint um gerð hennar.
Innflutningur lyfja. Tekið var upp eftirlit með innflutningi lyfja á
árinu. Til framkvæmda kom 9. gr. reglugerðar um lyfjaeftirlit (412/1973)
um, að óheimilt er að tollafgreiða lyf, nema innflytjandi leggi fram við
tollafgreiðslu vörureikning, sem lyfjaeftirlitið hefur samþykkt til inn-
flutnings.
Eftirritunarskyld lyf. Skil lyfjabúða og lyfjasala héraðslækna, ásamt
lyfjaheildsala og lyfjagerða á skýrslum yfir eftirritunarskyld lyf
fóru batnandi á árinu. Lyfjaeftirlitið hóf að fylgjast betur með ávís-
unum lækna til sjúklinga og eigin nota.
Hafin var á árinu nokkuð regluleg útgáfa dreifibréfa til þeirra, sem
hafa lyf undir höndum, lyfjabúða, sjúkrahúsa o.s.frv. Eru þau einkum
ætluð til leiðbeiningar varðandi meðhöndlun lyfja og útskýringar á lög-
um og reglugerðum og til fróðleiks almennt.