Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1974, Blaðsíða 128
126
Réttarlæknisfræði:
I. Blóðflokkanir:
a) Afgreidd barnsfaðernismál 86
Varnaraðilar 107
Þar af útilokaðir 27 (25,23%)
Rannsókn erlendis á 62 aðilum í 15 málum
8 útilokanir
1) Blóðflokkanir á málsaðilum .................... 278
2) Blóðflokkanir á fjölskyldumeðlimum ................ 4
3) Blóðflokkanir aðrar (niðurfelld mál o.fl.) .... 10 = 292
b) Réttarkrufningar ..................................... 1
c) Aðrar blóðflokkanir ................................. 15 = 16
Alls 308 = 308
II. Aðrar rannsóknir (blóð-, sæðisblettir o.fl.) .... 1 mál
RANNSÖKNARSTOFA HáSKÖLANS I VEIRUFRÆÐI
1 ágúst tók til starfa ný rannsóknastofa í veirufræði í húsnæði því
á Landspítalalóð, þar sem áður var þvottahús Ríkisspítala. Ríkisspít-
alar lögðu til húsnæðið og greiddu kostnað af þeim breytingum, er gera
þurfti. Háskólinn lagði til tæki og glervöru. Báðir þessir aðilar
lögðu til starfsfólk, en ekki var gengið endanlega frá skiptingu rekstr-
arkostnaðar. Aðalverkefni þessarar veirurannsóknadeildar verður að
vinna að rannsóknum á gangi bráðra veirusýkinga af ýmsu tagi og að eft-
irliti með ónæmisaðgerðum gegn veirusóttum. Vísir að þessari starfsemi
hefur árum saman verið til húsa að Keldum, en vinnuaðstæður batna til
muna við tilkomu þessarar nýju deildar, einkum vegna þess að þar er
ráðið starfsfólk sérstaklega til að sinna þessum verkefnum. A árinu
gekk faraldur af rauðum hundum, er hafði byrjað 1972. Þegar flutt var
frá Keldum á veirurannsóknadeildina, höfðu borist sýni frá 91 sjúklingi
vegna gruns um rauða hunda. Frá ágústlokum til áramóta 1974 bættust
við 55 sjúklingar, þannig að alls var óskað greiningar á rauðum hundum
í 146 sjúklingum á árinu. f þessum hópi voru allmörg börn grunuð um
vanskapanir af völdum rauðra hunda. Einungls 7 börn reyndust hafa mót-
efni gegn þeim og ekki alltaf hægt að útiloka sýkingu eftir fæðingu
í þessum sjö.
A árinu varð mæling gegn rauðum hundum fastur liður í mæðraskoðun á
flestum heilsuverndarstöðvum landsins, og verður þeim haldið áfram,