Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1974, Blaðsíða 136
134
Heimahjúkrun
Heimahjúkrun fengu á árinu 372 sjúklingar, eða 89 fleiri en árið áður.
Af þeim voru 215 nýir. Vitjanir voru alls 14.972 eða 1.655 fleiri en
árið áður. Unnt var að sinna öllum beiðnum, sem bárust.
Geðvernd barna
Starfsemi geðverndardeildar barna dróst mjög saman á árinu. 30 börn
voru tekin til athugunar, og komu flestar tilvísanir frá barnadeild-
inni, en einnig nokkrar frá læknum utan stofnunarinnar.
Tannlækningar í barnaskólum
A starfsárinu komu 11.400 börn til viðgerðar, skoðunar og burstunar
hjá skólatannlæknum Reykjavíkur. 1 þessum börnum voru 21.303 fullorð-
instennur viðgerðar áður, en nýskemmdar voru 11.071. Samanlagt voru
á árinu fylltar 35.649 tennur, og eru þar meðtaldar barnatennur.
Rótfylltar voru alls 373 tennur og úrdregnar 1.594. Greinilegt er, að
rótfyllingar og úrdrættir minnka ár frá ári.
Plasthúðun fullorðinsjaxla virðast gefa góða raun, og var þess konar
meðhöndlun veitt 141 barni. 131 gull- og plastkrónur voru smíðaðar.
Astæðan fyrir þessum aðgerðum eru slys í skólum. Framtennur brotnuðu
við árekstra í leik eða voru beinlínis slegnar úr.
Flúorburstun fengu öll börn 4 sinnum á árinu, eins og æskilegast er
talið. Haldið var áfram að gefa börnum 2ja til 5 ára í leikskólum og
á barnaheimilum Reykjavíkurborgar flúortöflur. Nú eru liðin 4 ár frá
því að byrjað var með flúortöflugjöf, og hefur þessi flúorinntaka ótví-
rætt styrkt tennur þessara barna.
Atvinnusjúkdómar
Starfsemi atvinnusjúkdómadeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur á ár-
inu beindist einkum að áframhaldandi rannsóknum á heyrn starfsfólks á
hávaðasömum vinnustöðum. Rannsóknum, sem hófust 1973, var haldið áfram,
og tókst að ljúka þeim. Var gefinn út bæklingurinn "Heyrnarmælingar
á vinnustöðum” varðandi niðurstöður rannsóknanna og honum dreift um
hávaðasama vinnustaði og reyndar víðar. Þá var framhaldið sýningum
á sjónvarpskvikmynd, sem gerð hafði verið, í auglýsingaformi, um skað-
semi hávaða á vinnustöðum. Aðstoðarborgarlæknir sá um, að lagt væri
til efni í ýmiss konar fræðslunámskeið, í því skyni að kenna mönnum að
koma í veg fyrir atvinnusjúkdóma. A árinu hafði atvinnusjúkdómadeild
náið samstarf við efnaverkfræðing, á sama hátt og árið áður. Aðalverk-
efnin voru þau að ganga úr skugga um, að ekki væri verið að vinna á
vinnustöðum með skaðleg eða hættuleg efni, sem slys eða mengun gæti
stafað af. Haldið var áfram að gera athuganir á blýinnihaldi í blóði
starfsmanna, er vinna við framleiðslu rafgeyma. Þá voru á árinu keypt
nokkur mælitæki og/eða fylgihlutir í eldri tæki til endurnýjunar.
Eins og undanfarin ár hafði aðstoðarborgarlæknir náið samstarf við
heilbrigðiseftirlit á vinnustöðum. Að undirlagi þess var nokkrum
starfsmönnum vísað til atvinnusjúkdómadeildar til rannsóknar. Engin
alvarleg tilfelli komu þó fram. 504 starfsmenn voru rannsakaðir á ár-
inu, þar af voru 463 heyrnarmældir.