Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1974, Blaðsíða 70
68
mikilvægra afurða lækkandi í erlendri mynt. Otflutningsframleiðsla
jókst einnig mjög lítið, jafnframt því sem mjög dró úr eftirspurn
eftir áli og sjávarafurðum. Magn vöruútflutnings minnkaði því nokkuð
á árinu. Viðskiptajöfnuðurinn við útlönd var óhagstæður um 15.530
m.kr. Sem hlutfall af þjóðarframleiðslu nam viðskiptahallinn 11,7%
samanborið við 2,9% 1973 og 2,6% 1972. Frá upphafi til loka árs 1974
hækkuðu kauptaxtar launþega að meðaltali um nær 42%, en atvlnnutekjur
landsmanna jukust um 50% að meðaltali. 1 nóvember var vísitala fram-
færslukostnaðar 51,2% hærri en á sama tíma árið áður. Hækkun á vísi-
tölu vöru og þjónustu var hin sama eða 51,1%. Á síðari hluta ársins
dró úr kaupmætti, en samt sem áður var kaupmáttur ráðstöfunartekna
heimilanna 9% meiri á árinu 1974 en 1973, og er þá miðað við verðlag
einkaneyslu. Á árinu jókst samneysla um 6% að magni, og er þetta nær
sama aukning og næstu þrjú árin á undan og nálægt meðalvexti áranna
1963 til 1972. Fjármunamyndun á árinu varð um 7% meiri en árið áður.
f heild jukust þjóðarútgjöld um rúmlega 10% að birgða- og bústofns-
breytingum meðtöldum, en um rúmlega 7% að þeim frátöldum. Almenn
þjóðarútgjöld, þ.e. heildarþjóðarútgjöld að frádregnum birgða- og
bústofnsbreytingum og vissum fjárfestingarliðum, jukust um 8% eða um
svipað hlutfall og gert var ráð fyrir í spám á árinu.l)
1) Tekið úr Þjóðarbúskapurinn, rit Þjóðhagsstofnunar, nr. 5,
Reykjavík - Október 1975.