Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1974, Blaðsíða 129
127
meðan heilsugæslustöðvar hafa áhuga á. Um þessa mælingu vísast til
fyrsta heftis ritsafns veirurannsóknadeildar við Eiríksgötu ásamt
eldri vinnu, sem unnin var að rannsóknum á mótefnum gegn rauðum hund-
um á vegum Félags læknanema árin 1972 - 73. Ritsafnið ber heitið:
"Um veirur - veirusýkingar á íslhndi og varnir gegn þeim."
Á árinu var gerð víðtæk könnun á árangri mislingabólusetningar hér á
landi, bæði endingu mótefna í dreifbýlisfólki og árangri bólusetning-
ar í þéttbýli, þar sem þeir bólusettu höfðu komist í kast við virka
mislinga. Náði sá þáttur könnunarinnar til um 1100 bólusettra, og
fengust svör frá um 700 manns við spurningum um snertingu við mislinga.
Ritgerð um þetta er prentuð í sama hefti ritgerðasafns veirurannsókna-
deildar og ritgerð sú um rauða hunda, sem áður getur. Einnig er þar
yfirlit um eldri tilraunir til að meta árangur mislingabólusetningar-
innar.
Á árinu hófust skipulegar athuganir á tíðni og gangi algengra kvefsótta.
Þær hófust með söfnun blóðsýna úr börnum yngri en 12 ára. Læknar
Barnaspítala Hringsins söfnuðu þeim. Við bættist svo alls konar að-
sent efni til veirurannsóknadeildar, bæði vegna kvefsótta og annarra
sýkinga. Er ætlunin að halda til haga allri þeirri vitneskju, sem
aflast um kvefsóttir með starfi deildarinnar við Eiríksgötu.
Vegna flutnings og truflana, sem þeim fylgdu, var starfsemi að veiru-
rannsóknum á aðsendum sýnum frá sjúkrahúsum og starfandi læknum með
minnsta móti. Framan af árinu voru send að Keldum sýni frá 159 sjúkl.,
en frá ágústlokum til áramóta voru send á Eiríksgötu 220 sýni frá 137
sjúklingum, eða samtals 296 sjúklingum á árinu. í þessum sjúklingum
greindust rauðir hundar, adenoveirusýkingar, para-inflúensa ætt I og
hettusótt. Hettusótt fannst, er leið á árið, einkum í fólki með hella-
himnubólgu.