Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1974, Blaðsíða 139
137
ÚRDRÁTTUR PR ÁRSSKÝRSLU
HEILBRIGÐISEFTIRLITS RlKISINS
Á árinu komu út eftirfarandi lög og reglugerðir, sem varða störf
Heilbrigðiseftirlits ríkisins.
a. Lög um verndun Laxár í S-Þingeyjarsýslu nr. 36/1974.
b. Reglugerð um tjald- og hjólhýsasvæði nr. 140/1974.
c. Reglugerð um gerð íláta undir hættuleg efni og merkingu þeirra
nr. 91/1974.
d. Reglugerð um flokkun eiturefna og hættulegra efna nr. 93/1974.
e. Reglugerð um varnir gegn mengun matvæla af völdum blýs og kadmíums
í matarílátum nr. 242/1974.
f. Reglugerð um íblöndun nítríta og nítrata í kjöt, kjötvörur og aðrar
sláturafurðir nr. 243/1974.
g. Auglýsing um skráningu eiturefna og hættulegra efna til nota í land-
búnaði og garðyrkju og til útrýmingar nr. 127/1974.
Þá voru birtar alls 46 auglýsingar, reglugerðir og samþykktir um ýmiss
konar heilbrigðismálefni svo sem hundahald, vatns-, skólp- og sorpmál.
Haldið var áfram vinnu við gerð reglugerðar um matvælaeftirlit með sér-
stakri skrá yfir leyfð aukaefni í matvæli.
Almennt heilbrigðiseftirlit
Yfirumsjón með heilbrigðiseftirlitinu í landinu fór fram með hefðbundn-
um hætti í samræmi við lög um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit.
Unnið var að lausn frárennslis-, skólp- og sorpmála í samvinnu við heil-
brigðisnefndir hinna einstöku sveitarfélaga, auk þess sem stofnunin
hafði forgöngu að framkvæmd stórhreinsunar á járnarusli í landinu öllu.
í samráði við Orkustofnun var unnið að rannsókn á olíumengun á Kefla-
víkurflugvelli og í nágrenni flugvallarins, einkum í Keflavík, og byrj-
að var á athugunum á hávaða frá flugvellinum í Reykjavík, en athugunum
ekki lokið á árinu.
Af öðrum málefnum, sem komu til afskipta Heilbrigðiseftirlits ríkisins
á árinu, má nefna mjólkursölu í skólum, en þar er gerð krafa um, að
mjólk sé gerilsneydd, reykingar í samgöngutækjum svo og athugun á hugs-
anlegum eiturverkunum frá naglalökkum, hárlökkum og hárlit, en þeim
athugunum var ekki lokið á árinu.
Verksmiðjur og vinnustaðir úti og inni
Haldið var áfram að vinna samkvæmt reglugerð um varnir gegn mengun af
völdum eiturefna og hættulegra efna nr. 164/1972 í sambandi við verk-
smiðjur og aðra vinnustaði. Á þessu ári var gert sérstakt átak, sem
var mjög tímafrekt og afdrifaríkt, í sambandi við undirbúning að leyf-