Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1974, Page 136

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1974, Page 136
134 Heimahjúkrun Heimahjúkrun fengu á árinu 372 sjúklingar, eða 89 fleiri en árið áður. Af þeim voru 215 nýir. Vitjanir voru alls 14.972 eða 1.655 fleiri en árið áður. Unnt var að sinna öllum beiðnum, sem bárust. Geðvernd barna Starfsemi geðverndardeildar barna dróst mjög saman á árinu. 30 börn voru tekin til athugunar, og komu flestar tilvísanir frá barnadeild- inni, en einnig nokkrar frá læknum utan stofnunarinnar. Tannlækningar í barnaskólum A starfsárinu komu 11.400 börn til viðgerðar, skoðunar og burstunar hjá skólatannlæknum Reykjavíkur. 1 þessum börnum voru 21.303 fullorð- instennur viðgerðar áður, en nýskemmdar voru 11.071. Samanlagt voru á árinu fylltar 35.649 tennur, og eru þar meðtaldar barnatennur. Rótfylltar voru alls 373 tennur og úrdregnar 1.594. Greinilegt er, að rótfyllingar og úrdrættir minnka ár frá ári. Plasthúðun fullorðinsjaxla virðast gefa góða raun, og var þess konar meðhöndlun veitt 141 barni. 131 gull- og plastkrónur voru smíðaðar. Astæðan fyrir þessum aðgerðum eru slys í skólum. Framtennur brotnuðu við árekstra í leik eða voru beinlínis slegnar úr. Flúorburstun fengu öll börn 4 sinnum á árinu, eins og æskilegast er talið. Haldið var áfram að gefa börnum 2ja til 5 ára í leikskólum og á barnaheimilum Reykjavíkurborgar flúortöflur. Nú eru liðin 4 ár frá því að byrjað var með flúortöflugjöf, og hefur þessi flúorinntaka ótví- rætt styrkt tennur þessara barna. Atvinnusjúkdómar Starfsemi atvinnusjúkdómadeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur á ár- inu beindist einkum að áframhaldandi rannsóknum á heyrn starfsfólks á hávaðasömum vinnustöðum. Rannsóknum, sem hófust 1973, var haldið áfram, og tókst að ljúka þeim. Var gefinn út bæklingurinn "Heyrnarmælingar á vinnustöðum” varðandi niðurstöður rannsóknanna og honum dreift um hávaðasama vinnustaði og reyndar víðar. Þá var framhaldið sýningum á sjónvarpskvikmynd, sem gerð hafði verið, í auglýsingaformi, um skað- semi hávaða á vinnustöðum. Aðstoðarborgarlæknir sá um, að lagt væri til efni í ýmiss konar fræðslunámskeið, í því skyni að kenna mönnum að koma í veg fyrir atvinnusjúkdóma. A árinu hafði atvinnusjúkdómadeild náið samstarf við efnaverkfræðing, á sama hátt og árið áður. Aðalverk- efnin voru þau að ganga úr skugga um, að ekki væri verið að vinna á vinnustöðum með skaðleg eða hættuleg efni, sem slys eða mengun gæti stafað af. Haldið var áfram að gera athuganir á blýinnihaldi í blóði starfsmanna, er vinna við framleiðslu rafgeyma. Þá voru á árinu keypt nokkur mælitæki og/eða fylgihlutir í eldri tæki til endurnýjunar. Eins og undanfarin ár hafði aðstoðarborgarlæknir náið samstarf við heilbrigðiseftirlit á vinnustöðum. Að undirlagi þess var nokkrum starfsmönnum vísað til atvinnusjúkdómadeildar til rannsóknar. Engin alvarleg tilfelli komu þó fram. 504 starfsmenn voru rannsakaðir á ár- inu, þar af voru 463 heyrnarmældir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.