Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1988, Síða 127
LÆKKUN BURÐARMÁLS- OG NÝBURADAUÐA
Reynir Tómas Geirsson og Ingibjörgu Georgsdóttir, kvennadeild Landspítalans.
Burðarmáls- og ungbamadauði hefur farið lækkandi á íslandi síðustu áratugi. Þótt
ljóst sé að batnandi hagur þjóðfélagsþegna á þessum tíma geti hafa stuðlað að
þessarri lækkun, hefur einnig verið talið að umbætur í mæðravemd, fæðingafræði
og umönnun veikra nýbura hafi átt mikinn þátt í að koma íslandi á blað með þeim
þjóðum sem best standa sig að þessu leyti. Burðarmálsdauði á íslandi er nú um 8-
9/1000, sem þýðir að á hverju ári lenda 30-40 foreldrar í því að missa ófætt eða
nýfætt bam sitt. Markmið mæðraeftirlits og ungbamavemdar er að fækka þessum
dauðsföllum. Til þess að svo geti orðið er nauðsynlegt ð gera sér grein fyrir því
hvar gera megi betur með því að finna þá þætti í mæðraeftirliti, meðhöndlun
fæðinga og nýbura, sem em ófullnægjandi (suboptimal factors).
Við höfum athugað hvort koma hefði mátt í veg fyrir einhver þeirra dauðsfalla sem
urðu á 10 ára tímabili, 1976-85, í því skyni að fá fram vísbendingar um hvar væri
þörf átaks í mæðravemd, við fæðingar og umönnun nýbura (1,2).
Á ofangreindu árabili fæddust alls 42.197 böm, nokkumvegin jafn mörg á tveim
fimm ára tímabilum, sem borin voru saman. Áf þessum bömum dóu 406 fyrir
fæðingu, í fæðingu eða á fyrstu fjómm vikum eftir fæðingu.
Fæðingarskráningin (3) var lögð til gmndvallar við leit að öllum bömum sem
fæddust andvana eða dóu á fyrstu viku eftir fæðingu. Þá var farið yfir öll
dánarvottorð á Hagstofu íslands til að tryggja að öll dauðsföll á burðarmáls- og
nýburatíma, allt að 28 daga aldri, yrðu talin með. Við mat á ófullnægjandi þáttum í
meðferð voru undanskilin börn gengin með skemur en 26 vikur, með
fæðingarþyngd undir 800 g eða með svo alvarlega vanskapnaði að þau gátu ekki
lifað. Á lengstum hluta þessa tímabils var talið að lífslíkur bama fyrir 26 vikna
meðgöngulengd og undir 800 g þyngd væm litlar.
Farið var vandlega yfir kringumstæður við hvert dauðsfall, með hjálp allra tiltækra
upplýsinga, þ.m.t. sjúkraskráa, mæðraskráa, barnablaða og kmfningaskýrslna.
Mæðraeftirlit, meðferð í fæðingu og umönnun á nýburaskeiði vom athuguð með
tilliti til þess hvort ófullnægjandi þættir hefðu verið til staðar. Erfið tilvik vom rædd
af vinnuhópi, sem í voru auk höfunda, Jóhann Heiðar Jóhannsson, Gunnar
Biering og Gunnlaugur Snædal. Ófullnægjandi þættir vom taldir vera til staðar
þegar augljóst var af gögnum að ekkert eða ónóg var aðhafst, þegar merki um
vanheilsu sáust hjá móður, fóstri eða nýbura. Dæmi um slíkt vom engin sjáanleg
viðbrögð við ummerkjum um lélegan fósturvöxt, engin viðbrögð þegar kona fékk
hækkaðan blóðþrýsting á meðgöngu, við sykursýki eða Rhesus-sjúkdómi í
meðgöngu, þegar merki voru um fósturstreitu í fæðingu eða þegar nýbura var ekki
veitt fullnægjandi meðferð. Ófullnægjandi þættir vom flokkaðir eftir því hvort þeir
125