Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1988, Blaðsíða 127

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1988, Blaðsíða 127
LÆKKUN BURÐARMÁLS- OG NÝBURADAUÐA Reynir Tómas Geirsson og Ingibjörgu Georgsdóttir, kvennadeild Landspítalans. Burðarmáls- og ungbamadauði hefur farið lækkandi á íslandi síðustu áratugi. Þótt ljóst sé að batnandi hagur þjóðfélagsþegna á þessum tíma geti hafa stuðlað að þessarri lækkun, hefur einnig verið talið að umbætur í mæðravemd, fæðingafræði og umönnun veikra nýbura hafi átt mikinn þátt í að koma íslandi á blað með þeim þjóðum sem best standa sig að þessu leyti. Burðarmálsdauði á íslandi er nú um 8- 9/1000, sem þýðir að á hverju ári lenda 30-40 foreldrar í því að missa ófætt eða nýfætt bam sitt. Markmið mæðraeftirlits og ungbamavemdar er að fækka þessum dauðsföllum. Til þess að svo geti orðið er nauðsynlegt ð gera sér grein fyrir því hvar gera megi betur með því að finna þá þætti í mæðraeftirliti, meðhöndlun fæðinga og nýbura, sem em ófullnægjandi (suboptimal factors). Við höfum athugað hvort koma hefði mátt í veg fyrir einhver þeirra dauðsfalla sem urðu á 10 ára tímabili, 1976-85, í því skyni að fá fram vísbendingar um hvar væri þörf átaks í mæðravemd, við fæðingar og umönnun nýbura (1,2). Á ofangreindu árabili fæddust alls 42.197 böm, nokkumvegin jafn mörg á tveim fimm ára tímabilum, sem borin voru saman. Áf þessum bömum dóu 406 fyrir fæðingu, í fæðingu eða á fyrstu fjómm vikum eftir fæðingu. Fæðingarskráningin (3) var lögð til gmndvallar við leit að öllum bömum sem fæddust andvana eða dóu á fyrstu viku eftir fæðingu. Þá var farið yfir öll dánarvottorð á Hagstofu íslands til að tryggja að öll dauðsföll á burðarmáls- og nýburatíma, allt að 28 daga aldri, yrðu talin með. Við mat á ófullnægjandi þáttum í meðferð voru undanskilin börn gengin með skemur en 26 vikur, með fæðingarþyngd undir 800 g eða með svo alvarlega vanskapnaði að þau gátu ekki lifað. Á lengstum hluta þessa tímabils var talið að lífslíkur bama fyrir 26 vikna meðgöngulengd og undir 800 g þyngd væm litlar. Farið var vandlega yfir kringumstæður við hvert dauðsfall, með hjálp allra tiltækra upplýsinga, þ.m.t. sjúkraskráa, mæðraskráa, barnablaða og kmfningaskýrslna. Mæðraeftirlit, meðferð í fæðingu og umönnun á nýburaskeiði vom athuguð með tilliti til þess hvort ófullnægjandi þættir hefðu verið til staðar. Erfið tilvik vom rædd af vinnuhópi, sem í voru auk höfunda, Jóhann Heiðar Jóhannsson, Gunnar Biering og Gunnlaugur Snædal. Ófullnægjandi þættir vom taldir vera til staðar þegar augljóst var af gögnum að ekkert eða ónóg var aðhafst, þegar merki um vanheilsu sáust hjá móður, fóstri eða nýbura. Dæmi um slíkt vom engin sjáanleg viðbrögð við ummerkjum um lélegan fósturvöxt, engin viðbrögð þegar kona fékk hækkaðan blóðþrýsting á meðgöngu, við sykursýki eða Rhesus-sjúkdómi í meðgöngu, þegar merki voru um fósturstreitu í fæðingu eða þegar nýbura var ekki veitt fullnægjandi meðferð. Ófullnægjandi þættir vom flokkaðir eftir því hvort þeir 125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.