Börn og menning - 01.05.1999, Blaðsíða 5

Börn og menning - 01.05.1999, Blaðsíða 5
BÖRN 06 MENN|N6 Gunnar Helgason: Mérfwnst... Mér finnst íslenskir barnabókahöfundar illa launaðir. Mér finnst þeir ekki metnir að verðleikum. Mér finnst Magnús Scheving snillingur. Mér finnst alveg hreint óskaplega gaman að lesa barnabækur. Enda er ég svo heppinn að eiga einn fimm ára strák sem vill láta lesa mikið fyrir sig. Því er það svo að ég les mikið af bamabókum og þá sérstaklega þær sem ætlaðar eru fyrir yngri bömin. Það hefur meira að segja komið fyrir að ég lesi erlendar bækur, bæði þýddar og óþýddar. Þessar óþýddu reyni ég þá að þýða á staðnum eins og mamma gerði í gamla daga. Hún var alltaf að lesa fyrir mig og bróður minn og aldrei tókum við eftir neinu þótt hún læsi sömu bókina mörgum sinnum með nýrri og nýrri þýðingu. Við héldum bara að hún væri að lesa eitthvað vitlaust eða væri að mismæla sig ef eitthvað var ekki alveg eins og síðast. Svo fyrir svona ári síðan komst ég í bókabunka heima hjá mömmu minni og fann þá allar uppáhaldsbækurnar mínar frá því í gamla daga. Þar var ekki eina íslenska bók að finna. Svona var hún snjöll. Flestar, ef ekki allar þessar bækur hafa komið út síðan á íslensku. Astæða þess að ég er að nefna þetta hér er sú að ég hef svona, eftir því sem ég les fleiri bækur fyrir son minn, verið að bera saman gæði erlendra og íslenskra bóka. Fyrst fannst mér sem einungis væru til erlendar smábarnabækur. Allt sem ég las var erlent. Svo opnuðust augu mín. Ég fór að finna gamlar, góðar, íslenskar bækur og svo komu jól og þá streymdu inn á markaðinn nýjar íslenskar barnabækur. Auðvitað eru þær misjafnar að gæðum en þær bestu eru virkilega góðar. Og samanburðurinn leiddi ekki í ljós neinn sérstakan gæðamun á íslenskum og erlendum bókum. Ég geri ráð fyrir því að þegar erlend barnabók er gefin út á íslandi, þá hafi hún sannað gildi sitt í sínu heimalandi og oft einnig á öllum hinum Norður- löndunum og víðar. Samt sem áður eru hinar erlendu bækur, eins og þær íslensku, líka mjög misjafnar að gæðum. Ég las um daginn ameríska barnabók. Hún var ágæt og syni mínum fannst það líka. Þá fór ég að hugsa. Hér sit ég í Hafnarfirði og les bók sem gerist í Brooklyn og við skemmtum okkur vel. Skyldi nú, á þessari stundu, vera maður úti í Brooklyn sem er að lesa bók fyrir sinn strák sem gerist í Hafnarfirði? Alveg örugglega ekki. Og af hverju ekki? Það er maður á Spáni núna, nákvæmlega á þessari stundu, að lesa bók eftir Guðberg Bergsson. Þjóðverji að lesa einhvern Einar-inn. Af hverju er enginn að lesa Guðrúnu Helgadóttur? Eða jafnvel Gunnar Helga- son? Af hverju les ég ekki í blöðunum að nú sé búið að gera samning um að gefa bækur einhvers bama- bókahöfundar út úti í heimi? Ef það gerðist gætu barnabókahöfundar kannski farið að sinna ritstörfum sínum af einhverjum mætti því að allir vita að barnabókahöfundar lifa ekki á því að vera barna- bókahöfundar. Því segi ég: Barnabókahöfundar eru illa launaðir, einfaldlega af því hvað markaðurinn er lítill. Og ég skil ekki af hverju íslenskar barnabækur eru ekki útflutningsvara. Barnabókahöfundar eru ekki metnir að verðleikum. Og ég skil ekki af hverju þeir eru ekki fluttir út. Maggi Scheving er snillingur. Hann flytur sig sjálfur út. Er hann að skrifa bestu bækur á íslandi? Nei, en samt getur hann selt þær erlendis. Mér finnst alveg óskaplega gaman að lesa bama- bækur. Það finnst líka milljónum annarra pabba út um allan heim. Gerum þeim greiða og látum þá kaupa og lesa íslenskar barnabækur. Þeim finnst þær alveg áreiðanlega skemmtilegar. Greinarhöfundur er leikari og barnabókahöfundur 3

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.