Börn og menning - 01.05.1999, Side 4
BÖRN oc /AENN1N6
Þduðer
Einn daginn er ég var á leið heim úr vinnu sá ég
auglýsingu frá Leiklistarskóla Mosfellsbæjar um nám-
skeið í júní fyrir sex til tólf ára krakka. Ég virti fyrir mér
áhugasama krakkana sem hópuðust í kringum aug-
lýsinguna og hugsaði til Barna og menningar sem er
einmitt að þessu sinni tileinkað leiklist.
Svo virðist sem leiklist á íslandi standi nú með
miklum blóma og þar á meðal leiklist fyrir börn. Leik-
sýningum sem eru sérstaklega ætlaðar börnum hefur
fjölgað og þeim bjóðast æ fleiri leiklistarnámskeið. Því
hlýtur að vera nauðsynlegt að gefa sér tíma til að horfa á
þessa þróun og velta fyrir sér hvemig til hefur tekist og
hvert er stefnt. Hvert er markmiðið með leiklistarnám-
skeiðum fyrir börn og með þeim sýningum sem eru
ætlaðar börnum; er verið að ala upp leikara, ræðusnill-
inga, efla sjálfstraustið eða þjálfa hæfileika til að upplifa
galdur leikhússins og læra að njóta lista? Eða eru
leiksýningar fyrir börn mestmegnis holdi klædd
afþreying? Er þetta kannski ekki rétti vettvangurinn til að
„ala upp“ og „þjálfa“? Eflaust er hér á ferðinni sitt af
hverju tagi og kannski kominn tími til að spyrja sig
hvaða þáttur vegur þyngra en annar og hvers vegna.
Hér í blaðinu em ýmsir þættir leiklistarlífsins reifaðir
þar sem bæði er talað um leiklist með bömum og fyrir
böm; meðal annars er sagt frá leiklistamámskeiðum fyrir
nemendur Andakflsskóla á Hvanneyri og Borgarholtsskóla
í Grafarvogi. Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið skýra frá
kynningum fyrir böm og unglinga sem þau bjóða upp á og
Viðar Eggertsson leikari og leikstjóri segir frá uppfærslu
sinni á Bróðir minn Ljónshjarta og afdráttarlausum
skoðunum sínum á leiklistarlífi bama. Einnig er spjallað
við Helgu Amalds brúðuleikara um brúðuleikhús hennar
Tíu fmgur, þar sem til dæmis magnaðar persónur úr ull
toga áhorfendur með sér inn í annan heim.
Þegar við í ritnefnd fómm á stúfana til að leita að efni
um leiklist sáum við fljótlega að af nógu var að taka.
Meira að segja varð efnið svo mikið að vöxtum að bók-
menntaumfjöllun sem er fastur liður í blaðinu, varð að
víkja. í næsta blaði verður bætt úr því og lítur út fyrir að
haustblaðið verði sneisafullt af greinum um barna- og
unglingabækur.
Undanfarin ár hafa börn og unglingar getað sótt ýmis
konar námskeið í leiklist, myndlist og tónlist. Hins vegar
leíkur a.ð leíka
er ekki ennþá hefð fyrir bókmenntanámskeiðum fyrir
þennan aldurshóp þar sem texti er kmfínn og gæti þannig
hjálpað ungum lesendum að upplifa skáldskap, fá
sterkari tilfinningu fyrir rituðu máli og ýtt undir
hugmyndaflug þeirra. Þannig lestur á texta hlýtur að
einhverju leyti að skila sér á leiklistamámskeiðum því
þar þurfa krakkarnir að túlka textann til að geta tekist á
við hlutverkið.
Leiklist er eflaust mjög spennandi listform fyrir
krakka og virðist henta þeim vel. Á leiklistamámskeiðum
kveðja bömin hvunndagslífið og breytast í hvers kyns
hetjur. Ég þekki stelpu sem ákvað fjögurra ára gömul að
verða leikkona eftir að hafa séð Ronju ræningjadóttur
tvisvar á fjölum Borgarleikhússins. Þegar ég spurði hana
hvemig persónur hún vildi leika, stóð ekki á svari og hún
horfði á mig hissa: „Nú, auðvitað Ronju!“ Lengi á eftir
var hún Ronja í öllum leikjum, hvort sem hún var í barbí,
tölvuleik eða úti að hjóla með vinum sínum. Á vissum
aldri virðist leiklist vera í sterkum tengslum við
hlutverkaleiki bama og þá liggur kannski beinast við að
verða leikari þegar maður er orðinn stór - svo maður geti
haldið áfram að leika sér. Vegna þeirrar hliðstæðu sem
hægt er að sjá í hlutverkaleikjum og leiklist bama er
kennsla í leiklist vænlegur kostur til að efla með þeim
sjálfstraust og góða framsögn. Einnig læra þau að túlka
textann og sjá þannig út fyrir hann - uppgötva galdur
hans.
Leikrit geta sprottið upp víða; ekki bara í leikhúsi
heldur í skólum, strætóskýlum, sjónvarpi, útvarpi og í
sumar verður einmitt Útvarpsleikhúsið í Rfldsútvarpinu
með svokallað Sumarleikhús bamanna annað árið í röð. I
fyrra var Lísa í Undralandi flutt í sex þáttum og í sumar
verður flutt leikgerð Illuga Jökulssonar á þríleik
Guðrúnar Helgadóttur, Sitji guðs englar, Saman í hring,
Sænginni yfir minni í alls tólf þáttum.
Það em spennandi tímar í leiklistarlífi fyrir böm. Þeir
sem em nú að alast upp hafa meira val en fyrri kynslóðir,
og er það vel. - En það erum við fullorðna fólkið sem
höfum um það að segja hvaða sýningar bömin sjá. Því er
um að gera að horfa jákvæðum augum á það sem er að
gerast í leiklistinni og bjóða þeim upp á sem fjölbreyttust
verk sem auðga anda þeirra og sýna þeim inn í annan -
en jafnframt sinn eigin heim.
Kristín Birgisdóttir
2