Börn og menning - 01.05.1999, Blaðsíða 9

Börn og menning - 01.05.1999, Blaðsíða 9
BÖRN OC /v\ENN|N6 og kennara í einum skóla. Ég skipti þeim í hópa, nemendum og kennurum saman, og svo setti hver hópur upp stuttan leikþátt. Síðar frétti ég að þau hefðu ekkert hætt heldur haldið áfram að nota það sem þau lærðu, t.d. á árshátíðinni. Það er endalaust hægt að nota skuggaleikhús og brúðuleikhús í kennslunni. Þetta er líka allt að koma. Mér finnst allir miklu opnari fyrir brúðuleikhúsinu núna heldur en þegar ég kom heim. Sköpun og tjáning Brúðuleikhúsið nýtist mjög vel fyrir kennara til að ná til barnanna. Þetta er svo mikið ævintýri. Um leið og þú ert komin með ljós byrja krakkar að búa til fígúrur. Þau þrá að nota hugmyndaflugið og sköpunina sína, fá að skapa og leika. Það er þeim svo eðlilegt. Það þarf ekkert að kenna krökkum að leika sér eða kenna þeim að skapa en aftur á móti þarf að kenna fullorðnum að gera það því þeir hafa tapað þessu á leiðinni. Þess vegna held ég að það sé svo mikilvægt í skólunum að halda þessum þætti við í okkur. Leyfa honum að halda sér við. Ef þú færð aldrei að ganga þá gleymir þú kannski á endanum hvernig á að gera það. Ég held að þetta sé afar mikilvægt fyrir okkur, líka þegar við erum orðin fullorðin. Ég held maður hafi til dæmis miklu betri sjálfs- mynd ef maður getur nýtt sér sköpunina sína. Þú getur skrifað eða teiknað eða mál- að, það geta þetta allir. Þetta er spurning um að halda því við. Það er enginn tveggja, þriggja ára krakki sem segir ég kann þetta ekki. Það teikna bara allir. Þetta tapast ein- hvem veginn á leiðinni. Börn eiga mjög auðvelt með að taka inn það sem brúða segir þeim og að spyrja hana. Þau eiga auðveldara með að tjá sig ef þau eru bakvið brúðu eða bakvið tjald í skuggaleikhúsi; þá geta þau kannski allt í einu sungið heilt lag sem þau geta alls ekki standandi frammi fyrir öllum bekknum. Brúðu- leikhús hefur verið notað til að komast í samband við einhverf börn og reynst vel. Leiklistí skólana Mér finnst sjálfsagt að taka leiklist inn í námsskrána rétt eins og tónlist. Þetta er viss tjáning, hluti af okkur sem þarf að vaxa. Alveg eins og við þurfum að læra að skrifa og þjálfa þann hluta af okkur til að virka í lífinu þá þurfum við líka að þjálfa þennan hluta, ekki bara til að vera leikarar heldur til að verða heilar persónur. í dag þurfum við svo mikið að móta störf okkar út frá okkur sjálfum. Út frá því hver við erum og hvað við getum boðið uppá í heiminum. Og það er stór hluti af því að vera heil manneskja - að kunna að tjá sig. Það er einstaklega gott að geta tjáð tilfinningar sínar í gegnum leikhús. í myndlistarkennslunni hefur verið einblínt um of á útkomuna, t.d. verið lagt uppúr að leiðrétta sem mér finnst alveg fáránlegt. Myndlistin er bara ein leið til að tjá sig með litum og formi. Brúðuleikhús tengir saman myndlist og leiklist og er enn ein leiðin til að tjá sig. Mjög grípandi leið. Það þarf yfirleitt ekkert að dekstra krakka til að taka þátt í brúðuleikhúsi. Framtíðin Já, það er alveg hægt að lifa af þessu. Alltaf meira og meira að gera. Maður þarf þó að vera duglegur að kynna sig og hringja. Þetta þykir alltaf sjálfsagðara og sjálfsagðara í skólunum. Það er orðið hluti af náminu að fara á leiksýningar en skól- amir hafa bara ekki nógu mikla peninga. Flestir skól- amir kaupa samt eina sýningu á ári, eða tvær. En auðvitað stefni ég á að breikka mark- aðinn, fara út og kynna mig, til dæmis í Kanada og á Norðurlöndum. Núna er ég bara í skólum, leikskólum og á bókasöfnum. Fer út um allt land - set dótið í bílinn minn og keyri af stað - og lendi í öllu mögulegu. Ég sýni bara á vetuma - frá miðjum maí til svona 20. september er ekkert í gangi. Þá hef ég tíma til að gera nýjar sýningar. Nú ætla ég að fara smíða nýja sýningu fyrir leikskólana. Mig langar til að gera ævintýri um ljós- álfa, hafa andstæður, raun- veruleika og ævintýri, og flétta inn í töfrabrögð. Guðlaug Richter 7

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.