Börn og menning - 01.05.1999, Síða 7

Börn og menning - 01.05.1999, Síða 7
BÖRN OC mENN|N6 sex ára. En Englaspil var fyrsta sýningin sem ég var með ein ... Á sýníngu Bömin í leikskólanum Hofi sitja á lágum bekkjum og fylgjast eftirvæntingarfull með ferðum púkans Lúsifers og engilsins Gabríels. Helgu hefur auðveldlega tekist að toga þau með sér inn í annan heim og þau taka þátt í ævintýrinu af lífi og sál. Gabríel vill læra að fljúga því það er hálfasnalegur engill sem ekki kann að fljúga. Hann er bara alltaf svo þreyttur og lítill í sér. Púkinn Lúsífer vill hinsvegar verða góður svo hann geti eignast vini og það stendur ekki á krökkunum að segja honum hvemig á að vera góður. Það á: „Ekki að skilja útundan“, „ekki stríða“, „vera stilltur“ og „leika sér saman“. En bara guð er alltaf góður. Krakkamir ætla að aðstoða þá félagana við að komast til guðs svo hann geti kennt Gabríel að fljúga og Lúsífer að vera góður. En hvemig kemst maður til guðs? „Maður getur notað stiga“, „með geimflaug“, „með flugvél", „með lyftu,,, segja krakk- amir. Eða kannski eftir regnboganum? Já, en regn- bogaveran hleypir engum upp á regnbogann nema hún heyri svo fagran söng að hún tárfelli af hrifningu. Þá ætla krakk- amir að hjálpa Gabríel og Lúsífer með því að syngja fallega og haldast í hendur svo stjömumar sem Helga hefur sett með stimpli í . lófana á þeim snertist. Þetta virkar eins og töfrar. Gabríel lærir að fljúga og Lúsífer á áreiðanlega eftir að verða vinmargur. Englaspil Ég vann Englaspil þannig að lólarsögu ég byrjaði á því að skrifa söguna. Ég var að stúdera ævintýri, t.d. Galdrakarlinn frá Oz sem hefur ákaflega skýra uppbyggingu. Ég var reyndar alveg með á hreinu frá upphafi að ég vildi skrifa um engil sem kynni ekki að fljúga. Oft þegar ég strandaði í handritinu fór ég svo að búa til brúður - að skapa út frá myndinni - og það kveikti síðan á framhaldi í sögunni. Svona kastaði ég þessu á milli. Síðan fékk ég leikstjórann Ásu Hlín Svavarsdóttur til að leikstýra mér. Hún lagði til lokaáferð á persónumar, lét mig spinna með brúðumar til að dýpka persónumar. En ég gerði semsagt leikmyndina og brúðumar og samdi söguna sjálf. Siðaboðskapurinn kom einhvern veginn bara óvart, fylgdi bara með. Ég var alls ekki búin að hugsa upp eitthvert þema eða boðskap. Ég var hinsvegar dálítið þjálfuð í að vinna með leikskólabömum því áður en ég fór út í námið gerði ég eina sýningu með Hallveigu, móður minni. Sú sýning hét Músin Rúsína. Ég tók þátt í að búa til brúðumar og sýndi með henni. Við fómm hringinn í kringum landið með þá sýningu og sýndum út um allt í leikskólum. Fómm líka til Færeyja og Grænlands. Þannig var ég aðeins búin að kynnast því hvemig bömin bregðast við og hvemig svona sýningar em. Á sýníngu Nemendur í Grandaskóla, allt frá sex til tólf ára, hafa komið sér fyrir á gólfinu í salnum. Hver bekkur situr í einfaldri röð, þau yngstu fremst og elstu aftast. Við þeim blasa þvottasnúrur, sem snúast á súlu og em fullar af þvotti. Þær eru sviðsmyndin. Helga stígur fram í gervi þvottakellingar. En hún er engin venjuleg þvottakelling því hún þarf ekki annað en heyra nokkrar setningar úr Islendingasögu í útvarpinu og er þá óðara farin að spinna sögu. Hefst þá ævintýri Ketils flatnefs og áhorfendur sogast inn í annan heim. Ketill, sem er ákaflega mjósleginn víkingur, lendir í þeim hremmingum að þurfa að bjarga lífi sínu með því að komast að því hvað allar konur þrá heitast í lífinu. í leit að svari flækist hann víða og þvotta- snúmmar breytast í víkinga- skip, rúm og gegnsæjan vegg. Loks kemur Ketill til Hringa- ríkis og rekst þar á Yngvildi sem er hræðileg herfa en er fús til að hjálpa Katli að leysa gátuna gegn því að hann giftist henni. Ketill gengur að þessum afarkostum til að bjarga lífi sínu en eins og í öllum góðum ævintýrum er endirinn farsæll. Þegar Ketill kyssir Yngvildi nauðugur viljugur á brúðkaupsnóttina breytist hún í fagra snót. Og hvað er það sem allar konur þrá heitast? Að ráða eigin örlögum. Ketils saga flatnefs Eins og ég sagði áðan þá langaði mig að búa til brúðusýningu fyrir fullorðna þegar ég fór að vinna í Ketils sögu flatnefs. Kveikjan var upphaflega gömul flökkusögn sem er stundum sögð um Artúr konung en ég var að stúdera mýtur um hann á þessum tíma en þessi flökkusögn er líka stundum sögð um aðra. Á sama tíma var ég að búa til sýningu um íslendingasögumar. í sambandi við þær var ég að hugsa um hluti eins og hvaðan kem ég og hver er ég. Og ég er semsagt 5

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.