Börn og menning - 01.05.1999, Blaðsíða 21
BÖRN OC /AENN|N6
Ljóð unga fólksíns
Ljóðasamkeppni almenningsbókasafna, Ljóð unga
fólksins, var haldin á útmánuðum í samvinnu við Mál
og menningu. Þöll, samstarfshópur um barna- og
unglingastarf á bókasöfnum sá um framkvæmd keppn-
innar. Verðlaunaafhending fór fram á Sumargleði Bama
og bóka á sumardaginn fyrsta í Norræna húsinu.
Þátttakendum var
skipt í tvo aldurshópa, frá
níu til tólf og þrettán til
sextán ára. Ógrynni ljóða
bárust en 96 þeirra voru
birt í bók sem Mál og
menning og Þöll gáfu út
og heitir Ljóð unga
fólksins.
I dómnefnd sátu
Iðunn Steinsdóttir, for-
maður nefndarinnar, Jón
Kalman rithöfundur,
Hildur Hermóðsdóttir
frá Máli og menningu
og Kristín Birgisdóttir
og Kristín Viðarsdóttir fyrir hönd Þallar.
Auk þess að sjá um útgáfu bókarinnar og aug-
lýsingaveggspjalds, gaf Mál og menning verðlauna-
höfum ljóðabækur, Parkerumboðið á íslandi gaf þeim
áritaða blekpenna og frá Börnum og bókum fengu
ungu skáldin veggspjald með ljóðum og myndum af
þeim bemskuskáldum sem hafa birst hér í seinustu
tveimur tölublöðum.
Yggdrasíll
Yggdrasill er tölvuleikur sem gerist á sögusviði nor-
rænu goðafræðinnar. Sagan er í grófum dráttum byggð
á efni Þrymskviðu, en höfundar leiksins hafa tekið sér
skáldaleyfi til að laga söguna að tölvuleikjaforminu.
Leikurinn er af gerð svokallaðra ævintýraleikja og
sver sig þar með í ætt við leiki á borð við Monkey Island
og Broken Sword, en þeir em á meðal vinsælli tölvuleikja
síðari ára. Leikandinn
bregður sér í hlutverk Loka
Laufeyjarsonar og stýrir
honum um hinn ævin-
týralega heim goða, manna
og jötna. I upphafi leiksins
sjáum við hvar Þrymur
konungur jötnanna stelur
Mjölni, hamri þmmu-
guðsins Þórs. Þór fær Loka
til að aðstoða sig við að
leita að hamrinum. Hann
fellst á það og þar með er
ævintýrið hafið. Myndmálið í leiknum er í teikni-
myndastíl og inn á milli bregður fyrir myndasögubútum,
sem eiga stóran þátt í frásögninni.
Leikurinn er framleiddur af margmiðlunarfyrir-
tækinu Gagarín. Hann er gerður jafnt fyrir PC og
Macintosh vélar og er væntanlegur á markað hér á landi
fyrir næstu jól.
Hjálmar Gíslason
Raddír ba.rna.boka.nna.
Fyrir skömmu gaf Mál og menning út ritið Raddir
barnabókanna sem hefur að geyma safn af greinum um
barnabókmenntir. Silja Aðalsteinsdóttir valdi grein-
arnar, skrifaði formála og sá um ritstjóm ásamt Hildi
Hermóðsdóttur. Sjálf ritar Silja þrjár af níu greinum en
þær heita: Islenskar barnabækur - Sögulegt yfirlit,
Raddir barnabókanna — Um frásagnartækni í barna-
bókum og Trú og siðferði í íslenskum barnabókum.
Aðrar greinar í ritinu eru: Yfirlit yfir útgáfu íslenskra
myndabóka og Setið í kjöltunni - Um myndabœkur sem
bókmenntaform, greiningu þeirra og sérstöðu íslenskra
myndabóka báðar eftir Margréti Tryggvadóttur, /
œvintýraskóginum - Um textatengsl í Skilaboða-
skjóðunni eftir Jón Yngva Jóhannsson, Útfyrir borgar-
veggina -' Um þjóðlegan menningararf og sýn á
íslenska náttúru í nokkrum nýlegum unglingabókum
eftir Þuríði Jóhannsdóttur, Heimur Sossu eftir Brynju
Baldursdóttur og Helgu Kjaran og A aldarafmæli Enid
Blyton eftir Ármann Jakobsson.
íslenskir bókmenntafræðingar hafa því miður lítið
sinnt barnabókum fram að þessu og sárafáir hafa gert
þær að sérgrein sinni. Það er því mikið fagnaðarefni að
fá þetta rit upp í hendumar, jafnt fyrir höfunda barna-
bóka og þá sem hafa áhuga á þessari bókmenntagrein.
Við getum áreiðanlega öll tekið undir lokaorð Silju
Aðalsteinsdóttur í formála ritsins:
„Barnabækur
eru verðugt rann-
sóknarefni, ekki
aðeins sem nokk-
urs konar undan-
fari „alvörubók-
mennta“ heldur í
sínum eigin rétti.
Fyrst og fremst
vegna þess hve
auðugur garður
þær em að gresja,
fullur af óvænt-
um tegundum og
táknum. Kannski
skipta engar bók-
menntir meira
máli.“
19