Börn og menning - 01.05.1999, Blaðsíða 26

Börn og menning - 01.05.1999, Blaðsíða 26
BÖRN 06 MENN|N6 annars konar leiklist, ekki Kardimommubæjar- leikstíllinn. En þá virðast foreldrar stundum ekki hafa áhuga á að fara með börnin sín á þess konar sýningar. Við leikhúsfólk erum kannski of undanlátssöm, við erum ekki nógu ákveðin í að setja upp öðruvísi metnaðarfullar sýningar. Ég sakna þess svolítið að við séum ekki djarfari í verkefnavali fyrir börn. Ég held að það yrði þakklátt verk og gott fyrir okkur jafnt sem áhorfendur. Það eru til dæmis víða í heiminum til leikhús og leikhópar sem taka fyrir fullorðinsverk fyrir börn. Það má alveg hugsa sér að hægt væri að útbúa kynningu fyrir börn á Heimsljósi Halldórs Laxness. Eða Sölku Völku? Já, hvort tveggja eru í raun verk sem fjalla um böm og unglinga, þroskasögur. Rómeó og Júlía hefur einnig verið unnið sem barnaleikrit. I Leiklistar- skólanum setur hópurinn á þriðja ári alltaf upp barnasýningu og í hitteðfyrra voru nemendur Úr Bróður mínum Ljónshjarta Ljósm. Grímur Bjamasqn einmitt með leiksýningu á Rómeó og Júlíu fyrir börn. Leikhópurinn Unga Klara, kom hingað á Listahátíð með sýningu sem heitir Irenas nya liv og fjallar um stelpu sem er með Down Syndrome. Þetta er mjög frægur leikhópur sem var upphaflega stofnaður sem barnaleikhús innan Borgarleik- hússins í Stokkhólmi. Hópurinn varð frægur fyrir sýningu sem hét Hitlers barndom, og fjallar um æsku Hitlers, það er hvernig Adolf litli varð Hitler. Við verðum að passa okkur á að vera ekki svo upptekin af því að fara troðnu slóðina að áhorf- endur þurfi að troða slóðina fyrir okkur. - Ef þú spyrð áhorfanda hvað hann vill sjá þá nefnir hann auðvitað leikrit sem hann hefur séð, hann nefnir ekki eitthvað sem hann hefur ekki séð. Svoleiðis skoðanakönnun segir akkúrat ekkert. Auðvitað ber bamaleikhús svolítinn keim af öðru því sem er að gerast í leikhúsi. í dag er froðustefnan svolítið áberandi í leikhúsum. Eins konar „entertainment commercial“ stefna; ungt leikhúsfólk setur upp Rommí, söngleikir eru í sviðsljósinu og þar fram eftir götunum. Eins og til dœmis Grease? Já, og Grease varð meira að segja barnaleikrit. En er Grease barnaleikrit og er það þá gott bama- leikrit? Þetta er nefnilega líka okkar sök því við tökum krakkana með. En auðvitað koma alltaf öðru hvoru upp mjög metnaðarfullar sýningar þar sem er verið að prófa aðra hluti. Margar þeirra eru þó unnar við mjög svo bágar aðstæður, til dæmis hjá Möguleikhúsinu sem er barnaleikhús en mér finnst mjög virðingarvert að halda úti svoleiðis stofnun. Vœri þá kannski ráð hjá þessum stœrri leikhúsum að nota peninginn sem er eyrna- merktur barnaleikriti í tvœr eða þrjár sýningar, ekki eyða svona miklu í umgjörðina? Það hefur stundum verið gert, bamasýningar standa varla undir sýningarkostnaði en það er auðvitað alveg jafn dýrt að setja þær upp, leikmyndin er alveg jafn dýr. Laun leikaranna og svo framvegis. Þetta kostar allt jafn mikið. En þær borga sig samt sem áður því bamasýning sýnir góða aðsókn, tölumar í lok ársins líta þá vel út. Við búum nefnilega í þjóðfélagi þar sem sætanýtingin er undir sama siðferði og hjá Elugleiðum, sætanýtingin skiptir öllu máli eða eins og Guðbergur Bergsson sagði ein- hvem tímann, þá fljúga Flugleiðir bara hærra... En það væri óskandi að hægt væri að taka leikhúsmál fyrir börn fastari tökum, til dæmis með því að sviðsetja heimsbókmenntimar fyrir þau. Þyrfti þá ekki að ná til foreldranna fyrst? Jú, svo þeir viti að þarna sé kannski eitthvað á ferðinni sem er ekkert minna virði en sprikl og hopp og hí. Það þarf ekki bara að huga að leik- listaruppeldi barna því við gleymdum að ala foreldrana upp. En þessar stóm sýningar sem ég er að tala um eru óskaplega fallegar og vel unnar, það má ekki 24

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.