Börn og menning - 01.05.1999, Side 17
BÖRN 06 ^ENN|N6
Það má líta þannig á að leiklist og leikræn tjáning
greinist í tvær áttir: Leiklist sem listgrein, þar sem
stefnt er að leiksýningu með listrænan metnað að
leiðarljósi. Og hins vegar leikræn tjáning sem
kennsluaðferð, þar sem leiklistin er notuð í
uppeldislegum tilgangi. Kennarar ættu að hafa hvort
tveggja á valdi sínu. í öllum skólum eru settar upp
leiksýningar við ákveðin tilefni. Einnig þekkjum við
sem vinnum með leikræna tjáningu hversu öflug
kennsluaðferð leiklistin getur verið. Það að setja sig
í spor annarra og í aðrar aðstæður vekur oft dýpri
skilning en það að heyra um eða lesa um ákveðnar
aðstæður og einstaklinga.
í skólakerfinu og almennt í okkar samfélagi á sér
stað mikil mötun sem dregur úr sjálfstæðri hugsun
og sköpunarmætti okkar. Böm eyða stöðugt lengri
tíma fyrir framan tölvu og sjónvarp. Foreldrar bama
vinna oftast langan vinnudag og bömin em mikið
ein. Fólk hittist á hlaupum og lítill tími er fyrir eðli-
leg mannleg samskipti. Þetta er lífsmynstur sem allir
þekkja. Því er eðlilegt að skólinn reyni að bregðast
við þessum aðstæðum, reyni að styrkja mannleg
samskipti, efla sjálfstæða hugsun og sköpunarmátt
og stuðla þannig að bættri líðan bamanna.
Við þurfum að spyrja okkur hvemig einstakl-
inga við viljum ala upp. Viljum við ala upp ein-
staklinga sem eru góðir í stærðfræði,. leiknir á
tölvur, góðir í stafsetningu og málfræði? Auðvitað
viljum við að börnin séu fær í öllum þessum
þáttum. En við megum ekki gleyma mannlega
þættinum. Til hvers að vera góður í öllum þessum
greinum ef einstaklingnum líður ekki vel og getur
ekki komið þekkingu sinni á framfæri? Það má líka
líta á leiklistarstarfið sem lið í forvörnum. Þeir
einstaklingar sem hafa góða sjálfsmynd og eru
öruggir með sig meðal félaganna eiga síður á hættu
að týna sjálfum sér á vit vímuefna eða annarrar
ógæfu.
Ég tel að ef leiklist og leikræn tjáning væri
stærri þáttur í skólastarfinu og unnið væri mark-
visst með tjáningu frá 1. bekk í grunnskóla
myndum við ala upp sjálfsöruggari og samstarfs-
hæfari einstaklinga
Greinarhöfundur er skólastjóri og kennari
við Andakílsskóla á Hvanneyri
*
Börn og bœkur — Islandsdeild IBBY
Ef þið viljið gerast meðlimir í Börnum og bókum, eða fáið góðar hugmyndir og viljið leggja eitthvað af
mörkum til starfseminnar eða tímaritsins, þá hafið samband!
Þið getið sent okkur línu:
Börn og bækur - íslandsdeild IBBY
Pósthólf 7191, Reykjavík
Einnig getið þið hringt í
formanninn, Iðunni Steinsdóttur í síma
553 2804, eða í
ritstjórann, Kristínu Birgisdóttur
í síma 566 7264.
15