Börn og menning - 01.05.1999, Side 37

Börn og menning - 01.05.1999, Side 37
BÖRN OC /aENN|N6 íslensku bókmenntaverðlaunin. Það þyrfti ekki að koma í vegfyrir að haldið væri við þeirri hefð að afhenda verðlaunin síðasta vetrardag. í öðru lagi var rœtt í dómnefndinni að gaman vœri að hafa Barnbókaverðlaun Frœðsluráðs veglegri við nœstu afhendingu, á menningarborgarárinu 2000 og verðlauna þá sérstaklega fyrir œvistarfog heildarframlag til barna- og unglingabókmennta. Fjölmargir fulltrúar meirihluta borgarstjórnar voru viðstaddir verðlaunaafhendinguna að þessu sinni og verður fróðlegt að sjá hvort fjallað verður um þessar vangaveltur dómnefndarinnar á komandi ári. Báðir verðlaunahafar þökkuðu fyrir sig með skemmtilegum rœðum og er tala Sigrúnar Árnadóttur birt hér á eftir lesendum til skemmtunar og umhugsunar. Guðlaug Richter Ég þakka Fræðsluráði Reykjavíkur þann sóma sem það sýnir mér með því að veita mér þessi verðlaun og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra fyrir að afhenda mér þau. Ég ólst upp í stórum systkinahópi. Við urðum ellefu áður en lauk. Það mun hafa verið sumarið 1933 sem mér var fyrst falin af alvöru umsjón með bami. Það var lítill bróðir sem fæddist þá um vorið. Oft sat ég ein hjá vöggunni hans meðan aðrir voru utanhúss við störf og leik. Skömmu síðar gaf faðir minn mér ljóðabók Jónasar Hallgrímssonar sem móðir hans hafði átt. Þrátt fyrir ungan aldur gerði ég mér ljósa grein fyrir þeirri ábyrgð sem mér var falin á hendur með hvom tveggja: að gæta barnsins og að varðveita bókina sem hafði að geyma eftirlætisljóðin hennar ömmu minnar sem ég fékk aldrei að sjá. Upp frá þessu hafa börn og bækur aldrei verið mér fjarri og það hefur farið vel á með okkur. Og bókina hans Jónasar á ég enn þótt eitthvað séum við nú báðar famar að láta á sjá. Hvernig getur gömul manneskja þýtt bækur handa ungum bömum, kynni einhver að spyrja. Reynsla mín er sú að það þurfi ekki að búa til sérstakt barnamál til þess að börn lesi bækur. Þau þurfa að vísu einfaldan texta í fyrstu, og þar gefur Jónas góða fyrirmynd, en þau eru flest svo forvitin að þeim þykir gaman að rekast á skrýtin og hljómfalleg orð og orðtök sem láta vel í eyrum. Og svo lengi sem einhver er viðlátinn til að tala við þau og lesa fyrir þau og skýra um leið ný orðtök em þau tilbúin að veita þeim viðtöku og fella þau inn í orðaforða sinn. En þá má spyrja: Er einhver viðlátinn? Þar er það kannski sem skórinn kreppir. Allir eru önnum kafnir, ungir sem gamlir, af nauðsyn eða þrá. Ég heyri stundum ávæning af því hjá minni kynslóð að hún telur sig vera búna að gjalda torfalögin og eigi nú skilið að gera eitthvað fyrir sjálfa sig. Og víst má það til sanns vegar færa. En þó við keppumst við að kasta ellibelgnum með því að iðka íþróttir, söng og dans og ferðast um heiminn og fylgjast með fréttum, sem síst ber að lasta, megum við ekki gleyma hve það yljar um hjartarætur að umgangast börn og finna á ný þá fersku undrun yfir lífinu og tilverunni sem varpaði ljóma á bernsku okkar sjálfra. Og vegna þess að nú er ár aldraðra heiti ég á mína kynslóð að gera öðru hverju hlé á kjara- baráttu og líkamsrækt og leyfa litlum höndum að teyma sig að sögustólnum. Setjast þar niður með bam í fangi og finna hvemig leikskólaþreytan líður úr litlum kroppi og ellistirðleikinn yfirgefur aldna limi og ungur hugur beggja gefur sig ævintýrinu á vald. Sigrún Árnadóttir 35

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.