Börn og menning - 01.05.1999, Blaðsíða 16

Börn og menning - 01.05.1999, Blaðsíða 16
BÖRN 06 /v\ENN|N6 hugsunum sínum á framfæri frá leikskólaaldri og upp úr. Það er ekki nóg að hafa eitthvað að segja, fólk verður líka að þjálfa hæfileikann til þess að koma hlutunum frá sér. Ég hef séð hvernig feimin og óframfærin börn geta blómstrað í leiklistarstarfi. Nýlega kom í litla skólann okkar nemandi úr stórum skóla í Reykja- vík, hann gekk með veggjum fyrstu vikurnar og þorði varla að opna munninn. Það var ótrúlegt að fylgjast með þessum nemanda í leiklistartímum. Þar sýndi hann á sér allt aðrar hliðar. Hann var ekki lengur hann sjálfur svo það var allt í lagi að tala hátt og breyta röddinni. Þarna hafði hann öruggt hlutverk og fann að hann var mikilvægur í þessum hópi. Ég er sannfærð um að leiklistar- tímarnir hjálpuðu þessum nemanda að tengjast hópnum betur og styrktu sjálfstraust hans. Þessi nemandi er ekkert einsdæmi því flest þekkjum við fólk sem getur ekki komið upp orði innan um aðra. Ég vil halda því fram að það sé eins konar fötlun. Hvað segir Aðalnámskrá grunnskóla um leiklist ogleikræna tjáningu? í drögum að nýrri Aðalnámskrá grunnskóla er að finna kafla um leikræna tjáningu og leiklist. Þar má merkja aukna áherslu frá Aðalnámskrá 1989 en þar er ekki fjallað um leiklistina í sérstökum kafla heldur er henni skotið inn sem kennsluaðferð í íslensku og samfélagsgreinum. I þessum drögum er tekið fram að leikrænni tjáningu og leiklist sé ekki ætlaður ákveðinn tími á viðmiðunarskrá grunnskólans. Litið sé á greinina sem þverfaglega og á hún að samþætta uppeldis- og mennta- markmið. Þama er að finna nokkuð ítarlegt yfirlit um það hvernig leiklistin tengist ýmsum fögum og ólíkar aðferðir nefndar um hvemig hægt sé vinna með leiklist í tengslum við fögin. Markmiðum er skipt í þrjá flokka; þrepamarkmið, áfangamarkmið og lokamarkmið. Einnig er að finna nokkuð ítarlegan kafla um námsmat í leiklist og leikrænni tjáningu og vil ég fagna því að leiklistin hafi fengið þetta pláss í námskránni. Þama er stigið stórt skref fram á veginn. Hverniggeta grunnskólakennarar fylgt markmiðunum eftir? Allir grunnskólanemendur eiga að fá tækifæri til að vinna með aðferðir leikrænnar tjáningar í almennu skólastarfi. Allir nemendur á yngsta- og miðstigi fái þjálfun í leikrænni tjáningu og skólar geti boðið upp á leiklist sem námsgrein í vali á unglingastigi. (Drög að Aðalnámskrá 1999) Þetta em háleit markmið en geta þau orðið að vem- leika? Nei ekki í bráð, grunnskólakennarar hafa flestir enga menntun eða reynslu í því að beita þessari kennsluaðferð eða kenna leiklist sem fag. í Kennaraháskólanum er leikræn tjáningdeiklist ekki skyldufag en boðið er upp á stuttan valkúrs í leiklist á 1. og 2. misseri. En þar sem um valgrein er að ræða nýtir aðeins hluti af kennaranemum leiklistamám- skeiðið. Nemar í íþróttavali taka allir stutt námskeið á 6. misseri. í leikskólaskori fá nemar nokkuð mikla kennslu í leiklist og leikrænni tjáningu en auðvitað þurfa gmnnskólakennarar ekkert síður að hafa þetta á valdi sínu. Nágrannaþjóðir okkar em komnar mun lengra í þessum efnum. Þar em leikræn tjáning og leiklist orðnar liður í kennaranáminu og víða boðið upp á framhaldsmenntun til viðbótar við kennara- námið. Sú áhersla sem leikræn tjáning og leiklist fá í drögum að nýrri aðalnámskrá er viðleitni í rétta átt sem Kennaraháskólinn hlýtur að bregðast við. En eflaust þurfum við að bíða í nokkur ár áður en almennir kennarar treysta sér til þess að nýta sér það sem leiklistin hefur upp á að bjóða. 14

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.