Börn og menning - 01.05.1999, Blaðsíða 34

Börn og menning - 01.05.1999, Blaðsíða 34
BÖRN oc MENN|N6 Ingibjörg MöIIer Ingibjörg er fædd á Siglufirði 12. júlí 1944. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1964, kennaraprófi frá Kennaraháskóla Islands 1965 og sér- kennaraprófi frá Kennaraháskóla íslands 1978. Hún stundaði nám í finnsku og uppeldisfræði við Háskólann í Helsingfors (Helsingin Uliopisto) 1970-1972 og lauk þaðan prófi í finnsku fyrir útlendinga. Ingibjörg kenndi í Kópavogi um nokkurra ára skeið en árið 1978 hóf hún störf við Hlíða- skóla í Reykjavík og starfar þar sem kennari og aðstoðarskóla- stjóri. Árið 1986 gaf Námsgagna- stofnun út bók Ingibjargar Til sjós og lands en sú bók er notuð í lestrarkennslu víða í grunn- skólum landsins. Auk hennar hefur Ingibjörg samið margs konar kennsluefni, ein eða í samvinnu við aðra. Má þar nefna bækurnar Öskjuhlíð frá ýmsum hliðum, Friðlandið Hornstrandir fyrr og nú, Fjaran heillar og Algebra fyrir alla. (Allar gefnar út í ljósriti). Kveikjan að því að ég hóf skriftir var að mér fannst vanta námsefni fyrir börn og unglinga þar sem fléttað væri saman náttúrufræði, sögu, landafræði og umhverfísfræðslu. Því hóf ég að afla mér fróðleiks um ýmsa staði á íslandi, þó aðallega svæði sem komin voru í eyði en átt höfðu sér merka sögu í gegnum tíðina. Eftir að hafa skrifað kennsluefni um Hornstrandir fór forvitnin að iáta á sér kræla, mig fór að langa til að vita hvort ég gæti skrifað skáldsögu sem gerðist á svæðinu. Ég fékk dóttur mína í lið með mér, við sköpuðum nokkrar lífsglaðar sögupersónur og sendum þær vestur á fírði. Gerð var spennuflétta í kringum nokkur atvik í lífí þeirra - og bókin Grillaðir bananar leit dagsins ljós. Upplýsingaöflun og skrif um eyjarnar á Kollafírði urðu til þess að bókin Ráðgátu um rauðanótt varð til en sagan gerist að hluta til úti í Engey. f þessum bókum mínum leitast ég við að koma að gildi vináttu og samstöðu, skapa spennu og láta léttleika og glaðværð ríkja. Mér fínnst mikilvægt að laða fram áhuga barna og unglinga á að lesa og skilja marg- breytilega texta sér til fróðleiks og skemmtunar og vona að mér hafí tekist að leggja lóð á voga- skálarnar með því að skrifa jöfnum höndum fræðslu- og skemmtiefni. Hafa ber í huga að læsi er ekki lært í eitt skipti fyrir öll, heldur verða menn læsari á fleira og meira eftir því sem þeir vaxa úr grasi og öðlast aukna reynslu. Enginn er með öll ólæs og enginn er læs á allt. Útgefin verk: Til sjós og lands , Námsgagnastofnun 1986 Grillaðir bananar, Vaka-Helgafell 1996 (Meðhöfundur er Fríða Sigurðardóttir) Ráðgáta um rauðanótt, Fróði h/f 1998 Viðurkenningar: Ingibjörg og Fríða dóttir hennar hlutu Islensku barnabókaverðlaunin 1996 fyrir Grillaða banana. Ráðgáta um rauðanótt bar sigur úr býtum í samkeppni sem Bandalag kvenna í Reykjavík efndi til á árinu 1997. A:

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.